Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 16
392 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N dóms eins og saga um STEMI eða hjartabilunarlost. Ekki reyndist marktækur munur á lifun víkkunar- og hjáveituhóps, en eins og búast mátti við farnaðist sjúklingum sem fengu eingöngu lyfja- meðferð verr. Loks sást hlutfallsleg aukning á kransæðavíkkun sem meðferð þessa sjúkdóms, sem er í takt við nýlegar alþjóðlegar ráðleggingar og stærri erlendar rannsóknir á meðferð höfuðstofns- þrengingar.4,10,18,19 Lyfjameðferðarhópurinn var með hæstan meðalaldur og hæsta hlutfall nýrnabilunar og háþrýstings, allt þættir sem hafa sterka fylgni við hrumleika. Honum fylgir aukin áhætta fyrir sjúkling að undirgangast inngrip eða aðgerð og ávinningur því óvissari.20 Sjúklingar með bráðan sjúkdóm, hjartabilunarlost eða STEMI voru líklegastir til að fara í víkkun, sem samræmist alþjóðlegum ráðleggingum ESC um meðferð kransæðasjúkdóms.4 Lykilatriði í meðferð sjúklinga með STEMI eða í hjartabilunarlosti er að veita meðferð eins fljótt og hægt er til að lágmarka skemmd sem verð- ur við blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem um leið lækkar dánar- tíðni.4 Niðurstöður FITT-STEMI (Feedback Intervention and Treat- ment Times in ST-Elevation Myocardial Infarction) rannsóknarinnar sýndu fylgni milli lengri biðtíma eftir víkkun og hærri dánartíðni hjá STEMI-sjúklingum, sérstaklega þeim í hjartabilunarlosti eða með hjartaáfall.21 Sjúklingar með NSTEMI eða óstöðuga hjartaöng fóru flestir í hjáveituaðgerð en í þeim tilvikum er biðtími ekki jafn mikilvægur þáttur og hægt að ræða tilfellið á þverfaglegum fundi hjartateymis.4 Sjúklingar með langvinna hjartaöng dreifðust nokkuð jafnt milli meðferðarhópanna en í þeim tilvikum er einnig ákvörðun hjartateymisins og samráð við sjúkling lykilatriði.4 Meirihluti sjúklinga sem höfðu hjartalokusjúkdóm ásamt höfuð- stofnsþrengingu fóru í hjáveituaðgerð samtímis opinni hjartaloku- aðgerð, sem einnig er í samræmi við ráðleggingar ESC.4 Nokkrar nýlegar rannsóknir hafa borið saman árangur víkk- unar og hjáveituaðgerðar eftir útbreiðslu og umfangi kransæða- sjúkdóms þar sem notað er SYNTAX-skor. Niðurstöðurnar benda til þess að útbreiðsla kransæðasjúkdóms hafi mikil áhrif á horfur sjúklinga sem undirgangast víkkun.9-11 Í okkar rannsókn vantaði upplýsingar um SYNTAX-skor sjúklinga og eingöngu notuð út- breiðsla kransæðasjúkdóms samkvæmt skráningu í gagnagrunni. Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu án annarra þrenginga eða höfuðstofnsþrengingu og einnar æðar sjúkdóm, fóru flestir í víkkun. Niðurstöður EXCEL- og SYNTAX-rannsóknanna gefa til kynna að árangur víkkunar og hjáveituaðgerðar sé sambærilegur hjá sjúklingum með einfaldari kransæðasjúkdóm, það er SYN- TAX-skor undir 22. Mæla alþjóðlegar ráðleggingar ESC jafnt með hjáveituaðgerð og víkkun hjá þeim sjúklingahópi.4,10,11 Sjúklingar með útbreiddari og jafnframt flóknari sjúkdóm, það er höfuð- stofnsþrengingu og tveggja eða þriggja æða sjúkdóm, fóru flestir í hjáveituaðgerð sem er einnig í samræmi við ofangreindar ráð- leggingar.4 Ekki var marktækur munur á langtímalifun sjúklinga á Íslandi yfir 11 ára tímabil eftir því hvort þeir fóru í víkkun eða hjáveitu- aðgerð. Ekki er hægt að útiloka að marktækur munur hefði komið fram, einkum milli undirhópa, ef þýðið hefði verið stærra. Erlendar rannsóknir sem hafa borið saman lifun hafa sýnt svipaðar niður- stöður til 5 ára.9,10,12 Hafa verður í huga að í slembnum íhlutunar- rannsóknum er aðeins lítill hluti þýðis sem uppfyllir skilyrði um þátttöku og gefa þær ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum. Því er mikilvægt að rannsaka einnig raunverulegt meðferðarval og árangur eins og hér er gert. Meðferð höfuðstofnsþrenginga breyttist mikið á tímabilinu og var í takt við nýjar rannsóknir og betri tækni við greiningu sjúk- Mynd 5. Meðferð höfuðstofnsþrenginga eftir árum. Hlutfall þeirra sem meðhöndlaðir voru með kransæðavíkkun er sýnt með bláum lit og prósentu. PCI=kransæðavíkkun (Percutaneous coronary intervention), CABG=kransæðahjáveituaðgerð (Coronary artery bypass grafting).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.