Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 395 R A N N S Ó K N Inngangur Lifrarfrumukrabbamein (hepatocellular carcinoma, HCC) og krabba- mein í gallgöngum innan lifrar (intrahepatic cholangiocarcinoma) telj- ast til frumæxla í lifur og eru sjaldgæf. Meinvörp til lifrar eru al- gengari og sjúklingar með meinvörp eru stór hluti þeirra sem fara í skurðaðgerð á lifur.1 Algengast er að meinvörp séu upprunnin frá æxlum í meltingarfærum, þá helst ristli og endaþarmi, en geta auk þess komið frá brjósta- og lungnakrabbameinum ásamt sortuæxl- um, svo dæmi séu tekin.1 Meinvörp berast til lifrar með blóði og koma þau yfirleitt fram sem margir hnútar. Um það bil helmingur þeirra sem greinast með ristil- eða endaþarmskrabbamein munu fá meinvörp í lifur og um 25% eru með meinvörp við greiningu (synchronous).2 Krabbamein í gallblöðru (gallbladder carcinoma) flokk- ast í raun ekki með frumæxlum í lifur en skurðmeðferðin er svip uð, þar sem gallblaðra, ásamt aðliggjandi lifrarvef eru fjarlægð. Ef æxli uppgötvast í vefjagreiningu eftir gallblöðrutöku er enduraðgerð á lifur ennfremur ráðlögð.3 Skurðmeðferð krabbameina í lifur er algengasta meðferðin sem gefur möguleika á lækningu. Talsverð þróun hefur orðið í meðferð æxla í lifur á síðustu áratugum en lifrarskurðaðgerðir á Íslandi eru Rakel Hekla Sigurðardóttir1 Helgi Birgisson2 Jón Gunnlaugur Jónasson1,3 Kristín Huld Haraldsdóttir1,4 Höfundar eru öll læknar. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélags Íslands, 3meinafræðideild, 4kviðarholsskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Kristín Huld Haraldsdóttir, kristinh@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Krabbamein í lifur, gallgangakerfi innan lifrar og gallblöðru ásamt meinvörpum í lifur, eru illvígir sjúkdómar með slæmar horfur. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin, sé hún gerð í læknandi tilgangi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna skurðmeðferð á sjúklingum með krabbamein í lifur, gallblöðru og gallgöngum eða meinvörp í lifur á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Listi yfir sjúklinga sem greindust með krabbamein í lifur, gallgöngum, gallblöðru eða meinvörp í lifur á árunum 2013-2017 var fenginn frá Krabbameinskrá. Sjúkraskrár voru notaðar til frekari gagnasöfnunar og voru upplýsingar skráðar í gæðaskráningareyðublöð Heilsugáttar Landspítala. Samanburður var gerður á skráningum í Svíþjóð og á Íslandi. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu greindust 108 sjúklingar með frumæxli í lifur og fóru 24 (22%) í skurðaðgerð á lifur. Með meinvörp í lifur greindust 264 sjúklingar og fóru 38 (14%) í skurðaðgerð í læknandi tilgangi. Alls voru 63% af öllum greindum tilfellum tekin fyrir á samráðsfundi á Íslandi, en 93% í Svíþjóð. Alls hlutu 29 sjúklingar (43%) fylgikvilla innan 30 daga frá aðgerð en enginn lést innan 90 daga. Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á lifur vegna frumæxla í lifur eða gallvegakerfi á hverja 100.000 íbúa voru 2-8 á ári á Íslandi á móti 4-13 í Svíþjóð. Sambærilegan mun mátti sjá milli landanna vegna aðgerða á meinvörpum í lifur. ÁLYKTUN Árangur skurðaðgerða á lifur á Íslandi virðist sambærilegur við Svíþjóð þegar horft er til fylgikvilla og aðgerðardauða. Hins vegar eru gerðar færri aðgerðir á lifur á Íslandi miðað við höfðatölu og þá sérstaklega á meinvörpum til lifrar og er möguleg skýring að ekki séu allir sjúklingar með meinvörp til lifrar ræddir á samráðsfundi hérlendis. Lifrarskurðaðgerðir á Íslandi 2013-2017 Samanburður við Svíþjóð með tilliti til gæðaskráningar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.