Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2022, Page 22

Læknablaðið - 01.09.2022, Page 22
398 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N inu, á 61 einstaklingi. Fimm sjúklingar, með meinvörp í lifur, fóru tvisvar sinnum í aðgerð á tímabilinu og einn þrisvar sinnum. Það gerir um 14 aðgerðir á ári. Af hlutabrottnámsaðgerðunum reyndust 54 (79,4%) róttækar (R0) í meinafræðisvari. Meirihluti sjúklinga, eða 41 (60%), var í ASA-flokki tvö en næstflestir, eða 22 (32%), í ASA-flokki þrjú. Í heild fengu 29 sjúklingar (42,6%) fylgikvilla innan 30 daga frá aðgerð. Fylgikvillarnir voru flokkaðir samkvæmt Clavien-Dindo- flokkun. Hæsta hlutfall sjúklinga, eða 14 af 29 (48%), reyndist með fylgikvilla í flokki 2, en ítarlegri skiptingu má sjá í töflu II. Enginn lést innan 30 daga né 90 daga eftir aðgerð. Miðgildi legudaga á spítala eftir aðgerð voru 7 dagar, 20% hundraðsmörkin voru við 6 daga en 80% við 13 daga. Stysta inn- lögnin var þrír dagar en sú lengsta 106 dagar. Allir nema þrír út- skrifuðust heim innan 30 daga, en tveir af þessum þremur voru útskrifaðir á aðrar sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og því er ekki vitað hvort þeir voru útskrifaðir heim innan 30 daga. Samanburður við Svíþjóð Hlutabrottnámsaðgerðir á lifur vegna frumæxla í lifur eða gall- vegakerfi á hverja 100.000 íbúa sem framkvæmdar voru á Íslandi voru færri en í Svíþjóð. Á Íslandi voru framkvæmdar árlega tvær til 8 aðgerðir á hverja 100.000 íbúa, með að meðaltali fjórar aðgerð- ir árlega, en í Svíþjóð voru árlega framkvæmdar frá fjórum upp í 13 aðgerðir á hverja 100.000 íbúa. Fjöldi aðgerða virðist þó vera að aukast á Íslandi, en það sama á við um Svíþjóð (mynd 3). Ef aðgerðir á meinvörpum í lifur eru skoðaðar sérstaklega má sjá að Mynd 3. Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á lifur á hverja 100.000 íbúa á ári vegna frumæxla í lifur eða gallvegakerfi, fram- kvæmdra í ýmsum hérðuðum í Svíþjóð annars vegar og á Íslandi hins vegar. (SWE: Svíþjóð) Tafla II. Tegundir fylgikvilla eftir lifrarskurðaðgerðir á Íslandi borið saman við Svíþjóð. Ef sjúklingur fékk fleiri en einn fylgikvilla, kemur hann fyrir oftar en einu sinni í töflunni. Ekki var um tölfræðilega marktækan mun að ræða. Fjöldi (%). Ísland n=68 Svíþjóð n=6505 Tegund fylgikvilla (% af heildarfjölda aðgerða) Gallgangaþrengsli 0 (0) 30 (0,5) Gallleki 5 (7,5) 465 (7,1) Lifrarbilun 4 (6) 166 (2,6) Blæðing 2 (3) 196 (3) Rof eða leki á þörmum 0 (0) 57 (0,9) Annar fylgikvilli frá þörmum 1 (1,5) 111 (1,7) Fylgikvilli frá kviðvegg, til dæmis sárrof 1 (1,5) 93 (1,4) Nýrnaskaði/bilun 2 (3) 160 (2,5) Fleiðruvökvi 5 (7,5) 338 (5,2) Annar fylgikvilli frá lungum 2 (3) 192 (3,0) Blóðsegi 0 (0) 138 (2,1) Annar fylgikvilli frá hjarta eða æðakerfi 3 (4,4) 205 (3,2) Sýking 14 (21) 884 (13,6) Kviðarholsvökvi (ascites) 4 (6) 170 (2,6) Annað 4 (6) 448 (6,9)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.