Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 23

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 399 R A N N S Ó K N og í Svíþjóð hins vegar (mynd 5). Sjá má að í um 40-50% aðgerða sem framkvæmdar voru í Svíþjóð var aðeins um eitt meinvarp að ræða. Á Íslandi var þetta hlutfall lægra, eða um 20-25%. Flestar aðgerðirnar á Íslandi voru á tveimur til þremur æxlum. Einnig má sjá að engin aðgerð var framkvæmd á 6 eða fleiri æxlum á Íslandi en hlutfallið í Svíþjóð er allt að 20% í þeim hópi. Miðað er við fjölda æxla sem sást á myndgreiningu fyrir aðgerð en ekki fjölda æxla í meinafræðisvari, vegna þess að oft eru þau ekki greinanleg eftir lyfjameðferð. Samráðsfundir Á tímabilinu voru 63% af öllum tilfellum, með frumæxli í lifur, gallgöngum eða gallblöðru og meinvörpum í lifur, sem fóru í að- Mynd 4. Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á lifur á hverja 100.000 íbúa á ári vegna meinvarpa í lifur, fram- kvæmdar í ýmsum héruðum í Svíþjóð annars vegar og Íslandi hins vegar. (SWE: Svíþjóð) Mynd 5. Hlutfall aðgerða miðað við fjölda meinvarpa í lifur hjá aðgerðarsjúklingum á Ísland og í Svíþjóð.14 á Íslandi eru framkvæmdar árlega 1 til 3 aðgerðir á hverja 100.000 íbúa en þær eru tvær til 7 í Svíþjóð (mynd 4). Í Svíþjóð var hlutfall þeirra sem greindust með meinvarp í lifur og fóru í skurðaðgerð á lifur hærra, eða 37% miðað við 15% á Íslandi (p<0,05). Aðeins tvær hitameðferðir vegna æxlis í lifur voru fram- kvæmdar á Íslandi á tímabilinu, eða 0,012 á hverja 100.000 íbúa, en fjöldinn í Svíþjóð var um það bil 1-2 á hverja 100.000 íbúa.14 Ekki var tölfræðilega marktækur munur á fylgikvillum eft- ir skurðaðgerðir á lifur milli Íslandi og Svíþjóðar (tafla II). Mið- gildi legudaga á spítala eftir aðgerð var sambærilegt við Svíþjóð. Enginn lést innan 30 daga eftir aðgerð á Íslandi en í Svíþjóð var dánarhlutfallið 1% 30 dögum frá aðgerð. Niðurstöður sýndu að munur var á hlutfalli fjölda meinvarpa í lifur sem voru meðhöndluð með aðgerð á Íslandi annars vegar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.