Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 28

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 28
404 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Y F I R L I T S G R E I N var lögð mest áhersla á greinar með þýði þunglyndra einstaklinga, fremur en þunglyndra einstaklinga með krabbamein, en slík- ar greinar voru þær fyrstu sem birtar voru, og að um tvíblinda, slembiraðaða rannsókn væri að ræða. Einnig var farið yfir heim- ildir í birtum rannsóknar- og yfirlitsgreinum sem þannig fund- ust og loks farið yfir efni og fræðigreinar á heimasíðu COMPASS Pathways og tilvitnanir þar. Ákveðið var að skoða niðurstöður úr rannsóknum COMPASS Pathways sérstaklega þar sem það er eina lyfjafyrirtækið sem hefur lokið við fasa 2 rannsókn á psilocybini við þunglyndi og gerði langstærstu rannsóknina til þessa á virkni psilocybin-meðferðar við þunglyndi. Þunglyndi Þunglyndi er algengur, alvarlegur og langvinnur sjúkdómur sem kemur oft snemma fram á ævinni og getur valdið mikilli þján- ingu og færniskerðingu.4 Lífstíðaralgengi er um 20% og er almennt tvöfalt hærra hjá konum en körlum.5 Kostnaður vegna þunglyndis fullorðinna í Bandaríkjunum, þar með talið vegna meðferðar fylgi- sjúkdóma (comorbid), var áætlaður 210 milljarðar dollara árið 2010.6 Meirihluti kostnaðarins hlaust af vinnutapi og reyndist þunglyndi næstalgengasta orsök örorku á heimsvísu árið 2019.7 Greining þunglyndis byggir á tilteknum greiningarskilmerkjum. Á Íslandi er enn stuðst við greiningarkerfi WHO, ICD-10, í heilbrigðisþjón- ustu, en ný flokkun ICD-11 liggur fyrir og á að taka gildi strax og heilbrigðiskerfi einstakra landa treysta sér til.8,9 Í Bandaríkjunum og í flestum rannsóknum er hins vegar almennt horft til grein- ingarkerfis bandarísku geðlæknasamtakanna, DSM-5 (tafla I).10 Meðferðarþrátt þunglyndi Talsverður hluti þeirra sem veikjast af þunglyndi svarar ekki fyrstu eða annarri meðferð nægilega vel. Svokallað meðferðar- þrátt þunglyndi, MÞÞ (treatment resistant depression, TRD) nær, eftir skilgreiningu og þýði, yfir um 15-33% einstaklinga sem greinast og hljóta meðferð við þunglyndi.11,12 MÞÞ er alvarlegt lýðheilsu- vandamál sem veldur angist, vonleysi og stundum algerri uppgjöf hjá þeim veika og hans nánustu. MÞÞ er einnig umfangsmikið og kostnaðarsamt samfélagslegt vandamál.6,7 Ekki er full eining alþjóðlega um skilgreiningu á MÞÞ, sem gerir samanburð slíkra rannsókna erfiðari en ella. Algeng skilgreining er að einstaklingur með miðlungs- eða alvarlegt þunglyndi hafi hlotið meðferð með að minnsta kosti tveimur þunglyndislyfjum í ≥6 vikur á viður- kenndum skömmtum án klínískrar svörunar, en í henni felst að einkenni hafi minnkað um helming eða meira á meðferðartíman- um. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi hafi hlotið gagnreynda sálfræðimeðferð eins og HAM í skilgreiningu MÞÞ.13 Klínískar leiðbeiningar um meðferð MÞÞ eru mismunandi milli landa. Fyrsta meðferð þunglyndis er víðast hvar þunglyndislyf á borð við SSRI-lyf, SNRI-lyf og/eða samtalsmeðferð.14 Í mjög alvar- legu þunglyndi þar sem bráð sjálfsvígshætta er viðvarandi þrátt fyrir ofangreinda meðferð, í geðstjarfa (catatonia), í þunglyndi með geðrofseinkennum eða þar sem sjúklingurinn er hættur að nærast, þá eru raflækningar öflugasta meðferðin til að ná bata.15-17 Með- ferð með endurtekinni segulörvun (repeated transcranial magnetic stimulation, rTMS) hefur einnig verið að þróast á síðustu áratugum, til dæmis hjá þeim sem þola illa lyfjameðferð og mæðrum á með- göngu og eftir fæðingu.18,19 Þrátt fyrir ofangreind meðferðarúrræði er enn þörf á öflugri úrræðum fyrir þá sem ekki svara nægilega vel þeim meðferðum sem nú teljast gagnreyndar enda þunglyndi algengt og hefur iðulega mikil áhrif á lífsgæði og getu til náms og starfa. Á síðustu árum hafa komið fram nýjar meðferðir til að mæta þessari þörf, til dæmis ketamín-dreypi, esketamín-nefúði og örvun á skreyjutaug (vagal nerve stimulation, (VNS).20 Ein af þessum nýju meðferðum er að gefa ofskynjunarefnið psilocybin í töfluformi í eitt til tvö skipti samhliða stuðningi DSM-5 1. Depurð/lækkað geðslag 2. Áhuga- eða ánægjuleysi 3. Þreyta og orkuleysi 4. Svefnleysi eða aukin syfja 5. Hreyfitregða eða líkamlegur óróleiki 6. Marktækt þyngdartap eða þyngdaraukning (5%) 7. Upplifa sig einskis virði, óraunhæf sektarkennd 8. Skert einbeiting eða erfiðleikar með að taka ákvarðanir 9. Dauðahugsanir, sjálfsvígs- hugsanir, sjálfsvíg ≥5 einkenni í minnst tvær vikur Að minnsta kosti eitt af fyrstu tveimur einkennunum Einkenni þurfa að vera til staðar flesta daga, mestallan daginn Vægt: 5-6 einkenni Miðlungs: 7 einkenni Alvarlegt: ≥8 einkenni ≥4 einkenni í minnst tvær vikur Að minnsta kosti eitt af fyrstu þremur einkennunum Einkenni þurfa að vera til staðar flesta daga, mestallan daginn Vægt: fjögur einkenni Miðlungs: 5-6 einkenni Alvarlegt: ≥7 einkenni Tafla I. Greiningarskilmerki þunglyndis DSM-5 og ICD-10.8,10 ICD-10 1. Depurð/lækkað geðslag 2. Áhuga- eða ánægjuleysi 3. Orku- og framtaksleysi 4. Truflun á svefni 5. Minnkað sjálfsálit og sjálfstraust 6. Minnkuð matarlyst 7. Upplifa sig einskis virði, óraunhæf sektarkennd 8. Skert einbeiting og athygli 9. Sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaði og sjálfsvíg 10. Svartsýni, vonleysi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.