Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 407 Y F I R L I T S G R E I N með leiðréttu staðalfráviki. Áhrif teljast lítil ef g=0,2, miðlungs ef g=0,5 og mikil ef g≥0,8. Áhrifin á þunglyndi voru mikil samkvæmt þessum mælikvarða, Hedges’ g reyndist 1,16-1,47 og héldust mik- il þegar búið var að leiðrétta fyrir lyfleysu, en Hedges’ g var þá 0,82-0,83 í þremur rannsóknum. Misleitni (heterogeneity) var mikil sem bendir til þess að það sé kerfisbundinn breytileiki milli rann- sókna.42 Helstu aukaverkanir voru tímabundinn kvíði, höfuðverk- ur, ógleði og aðsóknarkennd (tafla III).42 COMPASS Pathways er ungt lyfjafyrirtæki sem stefnir að því að koma fyrstu gagnreyndu psilocybin-meðferðinni á markað innan nokkurra ára. Meðferð þeirra er kölluð COMP360 og felst í gjöf psilocybins samhliða vel skilgreindum sálfræðilegum stuðn- ingi og fræðslu. Þátttakendur mæta fyrst í tíma til að kynnast sál- fræðingnum sínum og til að leggja drög að meðferðartengslum meðan á meðferð stendur, en mæta síðar í psilocybin-meðferðina sjálfa. Þar leggjast þeir upp í rúm með svefngrímu, fá hylki með psilocybini og hlusta á tónlist í heyrnartólum. Áhrifin vara yfir- leitt í 5-8 klukkustundir og á meðan er fagaðili, oftast sálfræðing- ur, á staðnum. Eftir meðferðina eru þátttakendur hvattir til að ræða upplifunina með það í huga að fá nýjar hugmyndir og innsýn í kjölfar meðferðar til að bæta líðan og samskipti. Formi stuðnings fagaðila er ekki lýst nákvæmlega.51 Fyrirtækið hefur nú lokið við fasa 1 og 2 rannsóknir á þessari meðferð og stefnir að því að hefja umfangsmikla fasa 3 rannsókn á þessu ári.52 Í fasa 2 rannsókninni, sem er jafnframt stærsta rannsókn sem hefur verið gerð á psilocybini í meðferð þunglyndis, voru 233 þátt- takendur sem fengu ýmist 25 mg, 10 mg eða 1 mg af psilocybini. Notað var 1 mg sem ígildi lyfleysu, enda liggja engar rannsóknir fyrir sem styðja áhrif slíks skammts í meðferð þunglyndis. Stakur 25 mg skammtur af psilocybini ásamt stuðn- ingi fagaðila sýndi skjótan og marktækan ár- angur við að draga úr þunglyndiseinkennum sem entist í að minnsta kosti 12 vikur. Svörun við meðferð var metin með þunglyndisskala Montgomery og Åsberg (MADRS, 0-60 stig) sem metur fjölda og alvarleika þunglyndisein- kenna.53 Munurinn milli psilocybins og lyfleysu í lækkun á MADRS-stigafjölda var -6,6 í þriðju viku en þá hafði stigafjöldinn lækkað um 12 stig hjá þátttakendum sem hlutu meðferð með 25 mg af psilocybini. Í þriðju viku höfðu 37% þeirra sem fengu 25 mg af psilocybini svarað meðferðinni og 29% farið í sjúkdómshlé. Tveir af hverjum þremur sem svöruðu meðferðinni voru enn með þann bata sem fékkst í upphafi í lok rannsóknarinnar. Meðferðin þoldist almennt vel og þær aukaverk- anir sem voru til staðar voru yfirleitt metnar vægar eða meðal- alvarlegar. Algengustu aukaverkanirnar voru ógleði, svefnleysi, þreyta og höfuðverkur (tafla II). Hins vegar lýstu 12 einstaklingar (5%) alvarlegum aukaverkunum á borð við sjálfsvígshegðun, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsanir. Rannsókninni lauk í lok árs 2021 en niðurstöður hafa enn ekki verið birtar í ritrýndu fræðitímariti og ber því að taka með fyrirvara. Upplýsingar um rannsóknina má finna á vefsíðu fyrirtækisins.44 Árið 2021 var gerð tvíblind, slembiröðuð rannsókn þar sem meðferð með psilocybini var borin saman við meðferð með SSRI- lyfinu escitalopram, sem er eitt þeirra lyfja sem eru mikið notuð sem fyrsta eða önnur meðferð við þunglyndi. Þátttakendur voru 59 á aldrinum 18-80 ára og allir greindir með meðalalvarlegt eða alvarlegt þunglyndi. Þeim var slembiraðað í tvo hópa sem tóku ýmist 25 mg af psilocybini í upphafi og að nýju eftir þrjár vikur eða 10 mg af escitalopram daglega í 3 vikur og 20 mg af escitalopram í 3 vikur. Þátttakendur hittu sálfræðing daginn fyrir upphaf með- ferðar, meðan á psilocybin-gjöf stóð, daginn eftir psilocybin-gjöf og við lok meðferðar. Í upphafi rannsóknar var spurningalistinn QIDS-SR-16 lagður fyrir til að meta fjölda og alvarleika þung- lyndiseinkenna og síðan að nýju þegar rannsókn lauk og þannig metin virkni meðferðar.43 Spurningalistinn er sjálfsmat og getur því haft í för með sér þátttökubjögun (participation bias) þar sem þátttakandi svarar spurningunum á þann hátt sem hann telur að búist sé við af honum. Marktækur munur kom ekki fram á virkni meðferða en báðar meðferðir drógu úr ein- kennum og alvarleika þunglyndis. Hafa ber þó í huga að afl slíkrar rannsóknar með 59 þátttak- endur til að finna marktækan mun milli með- ferða er lítið nema munurinn á virkni þeirra sé í reynd mikill. Þessi rannsókn styður að meðferð Tafla III. Upplýsingar um tegund rannsóknar, greiningar, aldur og fjölda þátttakenda og aukaverkanir í rannsóknum úr safngreiningu Goldberg et al.43 Tegund rannsóknar Greiningar Aldur Psilocybin (fjöldi) Lyfleysa (fjöldi) Aukaverkanir Carhart-Harris 2018 EH Þunglyndi 44 20 0 Kvíði, höfuðverkur, ógleði, aðsóknarkennd Griffiths 2016 ST Krabbamein Þunglyndi Kvíði 56 29 27 Kvíði, höfuðverkur, ógleði, aðsóknarkennd, hækkaður blóðþrýstingur Grob 2011 ST Krabbamein Kvíði 47 6 6 Hækkaður blóðþrýstingur og púls Ross 2016 ST Krabbamein Kvíði 56 14 15 Kvíði, höfuðverkur, ógleði, aðsóknarkennd, hækkaður blóðþrýstingur og púls ST: Slembiröðuð, tvíblind rannsókn með lyfleysusamanburði. EH: Einföld hóprannsókn. Psilocybin hefur undanfarin ár mest verið rannsakað sem möguleg meðferð við þunglyndi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.