Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 40

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 40
416 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Ég varð að spyrja sjálfan mig hvort ég gæti uppfyllt þetta hlutverk. Ég er ekki Þórólfur Guðnason og ætla ekki að reyna að vera eins og hann. En hann er fyrir- mynd og ég hef lært af honum og vona að ég geti tileinkað mér kosti hans. Ég hefði ekki sótt um starfið ef ég hefði verið hrædd við að takast á við hlutverkið,“ seg- ir Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnalæknir landsmanna. „Starfið er fjölbreytt og áhugavert. Það er mikið að gera,“ segir hún. Álagið af heimsfaraldrinum síðustu tvö ár hafi ekki fælt hana frá. „Nei, mér finnst það frekar hafa hvatt mig til að sækja um starfið. Ég hef kynnst því vel og var mikill þátttak- andi. Hefði ég ekki verið það, heldur á hliðarlínunni, gæti ég ímyndað mér að ég hefði ekki gert þetta,“ segir hún. Læknablaðið hittir Guðrúnu þar sem hún mátar skó forverans rétt fyrir daginn stóra þann 1. september. Guðrún var lekt- or og barnaskurðlæknir við Columbia-há- skóla í New York um 10 ára skeið, til 2017. Hún lærði skurðlækningar í Yale í New Haven í Bandaríkjunum. Fylgdi Margréti Odds „Ég byrjaði á að fara á rannsóknarstofu hjá einum yfirmanni skurðdeildarinnar í gegnum skurðlækninn Margréti Odds- dóttur, sem var mikill frumkvöðull hérna á Íslandi. Margrét og Jónas Magnússon Blað brotið í sögu íslenskrar læknisþjónustu. Fyrsta konan er tekin við sem sóttvarnalæknir. Reykvíkingurinn Guðrún Aspelund er barnaskurðlæknir. Hún kleif metorðastigann í Bandaríkjunum en lagði hnífinn á hilluna fyrir þremur árum og fór að vinna á sóttvarnasviði Embættis landlæknis – sem hún stýrir nú ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ég er á réttum stað“ V I Ð T A L eru ástæða þess að ég valdi almennar skurðlækningar.“ Hún valdi í framhaldinu barnaskurðlækningar sem undirsér- grein og útskrifaðist frá Hospital for Sick Children í Toronto í Kanada áður en hún tók við starfinu hjá Columbia. Hún varð svo yfirlæknir á Westchester Medical Center í New York um tíma áður en fjöl- skyldan flutti til London. „Það var mikil áskorun fyrir mig að leiða skurðdeildina,“ segir Guðrún og þar starfaði hún þegar eiginmaður hennar, Gunnar Jakobsson, færði sig um set til London hjá Goldman Sachs-bankanum haustið 2018. Þau fluttu með dæturnar tvær, Kolbrúnu og Kristínu, yfir hafið. Hún ákvað endurmeta stöðuna. „Ég sótti um læknaleyfi í London en það tekur tíma að fá slík leyfi. Ég hafði ákveðið að vera heima til að byrja með og koma stelpunum í skóla, hjálpa þeim að aðlagast.“ Eftir hálft ár hafi hún séð aug- lýsta stöðu hjá Embætti landlæknis á sviði eftirlits og gæða. „Ég hafði fengist við slíkt, bæði á Columbia og fyrir New York-fylki sem ráðgjafi. Mér fannst þetta því áhugavert en vildi vinna sem mest í fjarvinnu,“ segir hún. Það hafi ekki hentað því starfi fyrir COVID og henni var boðin staða á sótt- varnasviði. „Ég endaði á að vera ráðin hjá Þórólfi,“ segir hún. Kom í vikutíma heim hvern mánuð. „Við Gunnar vorum oft að velta fyrir okkur hvort við færum heim. Við vorum ekki ákveðin í því og fannst alveg eins líklegt að við yrðum úti,“ segir hún en þau hafi slegið til, flutt heim um miðj- an COVID-mars 2020 þegar Gunnar þáði stöðu varaseðlabankastjóra. „Það voru viðbrigði að koma heim. Kostirnir hér voru að ég var nálægt for- eldrum mínum og fjölskyldu,“ segir hún. Þau hafi orðið að venjast aftur veðrinu, já og nálægðinni í smærra samfélagi. „Hér er gott að vera,“ segir Guðrún afslappað. „Viðbrigðin voru meiri fyrir dæturnar sem höfðu aldrei búið á Íslandi. Fyrir þær var Ísland því nýtt land, nýtt tungumál,“ segir Guðrún. Þeim hafi lík- að sérstaklega vel í bandarískum skóla í London. Viðbrigðin þar því minni. „Það var ekki frábært að gera þeim þetta og fyrsta árið þeim erfitt. En þær eru komnar í mjög góðan gír.“ Heim á hárréttum tíma Guðrún lýsir því hvernig þau hjónin héldu að lífið yrði rólegra heima á Íslandi. „En allt fór á hvolf hjá okkur báðum í far- aldrinum. Við vorum á kafi í vinnu,“ segir hún og hlær. „Við hér á sviðinu vorum stanslaust að læra og ég auk þess að fræð- ast um bólusetningar og smitsjúkdóma og sýkingavarnir. Við þurftum öll að skrifa ýmsar leiðbeiningar og svara erindum,“ segir skurðlæknirinn. Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.