Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 44
420 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Fjölmörg dæmi eru um að sjúklingar hafi orðið fyrir skaða þar sem sjúkraskrárkerfið býður ekki upp á tól til eftirfylgni. Mjög klassískt dæmi er sjúklingur sem greinist með vanvirkan skjaldkirtil, er settur á lyf og veltir því fyrir sér tveimur árum seinna hvort hann eigi ekki að vera í einhverjum blóðprufum.“ Þetta segir Davíð og fullyrðir að þar sem kerfið sé úrelt sé eftirfylgnin stundum í höndum sjúklinganna sjálfra. „Læknirinn hefur ekki verkfærin í sjúkraskrárkerfinu til þess að hjálpa sér við utanumhaldið. Hann er með 1000 sjúklinga í samlagi sínu og því er ekki fræðilegur möguleiki fyrir hann að halda utan um allt saman, nema kerfið hjálpi honum. Sjúk- lingurinn verður því fyrir skaða,“ segir Davíð og tekur einnig dæmi um sjúklinga sem hafa farið inn á gjörgæslu og fengið ranga meðhöndlun þar sem skráning í snjókornið í sjúkrakerfinu Sögu sé mis- munandi á landsvísu. Davíð fékk Matthías Leifsson í lið með sér og saman stofnuðu þeir fyrirtækið Leviosa árið 2019. „Við erum frændur,“ segir Davíð og brosir. „Ég passaði Matthías í gamla daga og hann svo börnin mín.“ Davíð hafði þá gengið með hugmyndina að nýju sjúkraskrárkerfi í maganum frá því að hann kom úr sérnámi í Svíþjóð árið 2013. „Ég varð argari með hverjum deginum, því ég sinnti tölvum meira en sjúklingum,“ segir hann. „Biðstofan var full af fólki, alls staðar sjúklingar að bíða eftir lækni. Það sat með magaverk á ganginum á meðan ég sat fastur við skjáinn að skrá beiðnir, Mörg dæmi eru um að sjúklingar bíði skaða vegna úr sér gengins sjúkraskrárkerfis. Þetta segir Davíð Þórisson, bráðalæknir og einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Leviosa. Möguleika á eftirfylgni skorti. Nýtt sjúkraskrárkerfi sem hann hafi hannað geti minnkað skráningarvinnu lækna um helming. Fyrir Landspítala yrði ávinningurinn áþekkur því að bæta 400 starfsmönnum við ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Telja nýtt sjúkraskrárkerfi fyrir Landspítala á við 400 nýja starfsmenn V I Ð T A L nótur og pantanir.“ Hann hafi forritað frá unglingsaldri. „Ég vissi því að þetta þyrfti ekki að vera svona. Hægt væri að gera þetta miklu betur.“ Saman fengu frændurnir veglegan Rannís-styrk til að þróa nýtt kerfi. „Ég tengdi strax við vandann,“ segir Matthías, sem hafði í BS-lokaverkefni sínu skoðað samfélagslegan ábata við rafræna stjórnsýslu. „Ég sá strax tækifærin varð- andi læknastéttina,“ segir hann og vildi leysa vandann enda makinn læknir, Ásdís Sveinsdóttir. Stytta skráninguna umtalsvert Fyrirtækið réðst í rannsóknarvinnu með fimm útskriftarnemum í MBA-námi HR í fyrra. 250 heilbrigðisstarfsmenn, helm- ingur hjúkrunarfræðingar og hinn lækn- ar, voru spurðir um hve stórum hluta af vinnutíma sínum þau verji við tölvuna. Niðurstaðan sýndi 50-70%, læknar meiri tíma en hjúkrunarfræðingar. „Ef við heimfærum þessar tölur á Landspítala sjáum við að takist okkur að stytta þennan tíma niður í 25-35% af vinnudeginum myndi það spara Landspít- alanum um 900.000 klukkutíma á ári,“ segir Matthías. „Sé það heimfært á með- allaun heilbrigðisstarfsmanna væri tíma- sparnaðurinn sambærilegur því að bæta 400 starfsmönnum við starfsemina,“ segir Matthías. Davíð segir ekki hægt að halda áfram á sömu braut og stagbæta 30 ára sjúkrarskrárkerfið sem nú sé í notkun. Kerfið sé úr sér gengið og tími sé kominn á heildarendurskoðun. Flöskuhálsinn í þeirri ákvörðun sé hins vegar hve ábyrgðin liggi víða. Einnig hafi þeir fundið að stjórnendur hafi hingað til verið einn helsti vandinn við innleiðingar nýrra tæknilausna. Það hafi þó breyst í COVID. Aukin starfsánægja „Þá sáu stjórnendur hvernig tæknin getur leyst hluti sem þá grunaði ekki að væri hægt að leysa.“ Dæmi séu fjarfundir með sjúklingum og hvernig fylgjast mætti með framgangi COVID rafrænt. Davíð segir að þótt mikilvægt sé að benda á lausn Leviosa út frá hagræðingarsjónarmiðum, sé einn helsti ávinningurinn aukin starfsánægja heilbrigðisstarfsmanna. Með styttri skrán- ingarvinnu gefist meiri tími til að tala við sjúklinga og sinna þeim. „Þeir þurfa þá ekki að búa við þá til- finningu að þurfa stöðugt að hlaupa í næsta verkefni,“ segir Davíð og kemur inn á umræðu um kulnun heilbrigðisstarfs- fólks og álagið sem á því hvílir. Hann lýsir því í gamni hvernig álags-andrúmsloftið sé orðið rótgróið. Hann hafi ásamt kollega á fyrstu dögum COVID staðið sig að því að skófla í sig matnum þrátt fyrir að enginn sjúklingur biði á bráðamóttökunni. „Það er orðið svo innprentað í heilbrigð- isstarfsfólk að vera alltaf á hlaupum. Því þarf að breyta og taka öllu sem minnkar

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.