Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 45

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Page 45
Um gjaldgetuna geta menn hinsvegar nokkuð dæmt eftir þessum tölum. 1925 nam andvirði útfluttrar vöru 82 milljónum, 1938 52 milljónum. 1928 skuldaði þjóðin útlöndum um 40 milljónir. Nú milli 110 og 120 milljónir. Til viðbótar ætla ég svo aðeins að nefna þá töluna, sem hvað gleggsta mynd gefur af atvinnu- lífinu og fjárhagsafkomunni, en það er fátækrafram- færið. 1933 nam það um 2 milljónum, en nú er það sjálfsagt nær 5 en 4 milljónum. Af þessu er augljóst, að það er engan veginn of- mælt þótt sagt sé, að allt hafi hér verið, og sé reyndar enn, í hers höndum. Mikill meirihluti framleiðendanna var raunverulega gjaldþrota, bankar, ríki, bæjar- og sveitasjóðir í mestu þröng. Er það sanni nær, að svo Var komið, að hæpið var, hvers virði eignarrétturinn var orðinn. Framundan blasti svo annarsvegar síðasti áfanginn í frelsisbaráttu þjóðarinnar, en hinsvegar svört ófriðarblikan. Svona var viðhorfið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn á siðasta vori átti að taka ákvarðanir sínar um, hvort gengið skyldi til stjórnarsamvinnu eða eigi, og þessar staðreyndir tjáir ekki að véfengja, enda mælir þeim enginn í gegn. Um hitt stóð deilan, og stendur að sjálf- sögðu enn, hvað þessu veldur. Andstæðingar Sjálf- stæðismanna hafa um þetta sínar skýringar. Við Sjálf- stæðismenn höfum okkar skýringar, sem eru þær, að enda þótt margvíslegar aðsteðjandi þrengingar hafi miklu um þetta ráðið, þá eigi þó stjómmálastefna undanfarinna ára sinn þátt í þessu. Hirði ég ekki, í þessu sambandi, um að greiða þá flækju, enda má segja að það skipti ekki höfuðmáli. Hvað átti nú Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Um þrjá kosti var að ræða: 43 L

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.