Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 47

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 47
hliðstæðar stéttir þjóðfélagsins, enda hefur það jafnrétti verið lögboðið áratugum saman með allra samþykki, þó að það væri fyrst fyrir forgöngu Ingólfs Jónssonar, sem jafn- réttið varð raunhæft. Ýmis iðnaðarvara verður ekki framleidd í landinu nema því aðeins, að hún njóti tollverndar, sem geri erlendan inn- flutning mun dýrari en hann ella þyrfti að vera. Orðugleikar sumra greina sjávarútvegsins eru sem sagt ekki sízt því að kenna, að þær eru mun arðminni en aðrar og þá einkum síldveiðarnar. Ofan á verðlækkun, gæftaleysi og minni fiskigegnd bætist ágreiningur um hver veiðarfæri séu hagkvæmust og hvort nú- gildandi takmarkanir á notkun vissra veiðar- færa og þá einkum botnvörpu eigi lengur við. Um þetta rekast mjög á hagsmunir manna — raunverulegir eða ímyndaðir — og sýnast skoðanir flestra mótast af þeim. 1 þessum efnum er eðlilegast, að vísindaleg þekking verði látin skera úr og er það raunar óhjá- kvæmilegt, þegar til lengdar lætur, enda hljóta vísindamennirnir að taka í dómum sínum rétt- mætt tillit til reynslu kunnugustu manna. Án notkunar aflamestu veiðarfæra, sem þó geri ekki óeðlilegan skaða á fiskistofninum, er efnt til efnivöruskorts, meðal annars hjá hrað- frystihúsum, og rekstur þeirra þar með að sama skapi torveldaður. Raunsætt mat á öllum þessum aðstæðum er forsenda arðgæfs sjávar- útvegs. Flestir telja — að minnsta kosti í orði kveðnu — nauðsyn á öflun nýrra togara og segjast fagna því, að ríkisstjórnin hyggistbeita sér fyrir útvegun nokkurra nýtízku togara til landsins — og eru þó ekki allir sammála um hversu áframhaldandi útgerð þeirra frá Is- landi sé æskileg. En víst er, að ef ekki fæst rýmkað um veiðiheimildir íslenzkra togara á heimamiðum, ekki fækkað skipshöfn miðað við það, sem hjá öðrum þjóðum tíðkast, né lækkað- ur tollur á ísfisksölum erlendis, þá verður áfram erfitt fyrir togaraútgerð frá Islandi að öllum jafnaði, þó að nýtízkuleg skip verði keypt til landsins. Á meðan svo mikill munur aðstöðu helzt sem verið hefur, þá hefur margháttuð fyrir- greiðsla af hálfu ríkisvaldsins til hinna ver settu atvinnugreina ekki megnað að vega upp á móti þeim hag, sem menn hafa talið sig hafa af þátttöku í síldveiðum. Enda hefur orðið geysimikil aukning á síldveiðiflotanum og stöðvum til vinnslu úr honum, og hefði þetta ekki orðið nema með ýmislegri aðstoð eða fyrirgreiðslu ríkisins. Með þessu hefur þjóð- inni verið aflað stórkostlegra tekna, sem varið hefur verið til margvíslegra nota, þar á meðal til aðstoðar þeim atvinnugreinum, sem hallari fæti hafa staðið í samkeppni. Ef við hirtum um það eitt að beina allri starfsorkunni að þeirri atvinnugrein, sem þá og þá gefur mestan arð, mundi íslenzka þjóðin breytast í rótlausan verbúðal jð, sem flakkaði á milli eftir því hvar helzt væri aflavon. Við megum sízt af öllu við því að nýta ekki hina mestu auðlegð, sem að ber, eins og hina miklu síldveiði síðustu ára, en ef við viljum halda uppi sérstöku, sjálfstæðu þjóðfélagi og engum Islendingi kemur annað til hugar, þá verðum við að jafna metin, til þess að það sé hægt. Þetta skapar hátt verðlag og gerir erfitt um samkeppni við erlenda vöru bæði innanlands og á erlendum mörkuðum, einkum þegar verðlag þar fer lækkandi eins og undanfarið hefur verið á helztu útflutningsvörum okkar. Fram úr þessum vanda verðum við að ráða og höf- um ætíð ráðið hingað til með einum eða öðrum hætti, en það er auðveldara að ráða við vand- ann, ef menn gera sér grein fyrir orsaka-sam- henginu. Engri þjóð, sem nýtir allan sinn vinnu- kraft og hefur ekki verulegt atvinnuleysi, hef- ur tekist að forðast verðbólgu. Sá sami vandi er okkur á höndum, en hann verður hér mun meiri en annarsstaðar vegna þeirra ástæðna, sem ég hefi nú talið. Hér er um sameiginlegt þjóðarvandamál að ræða, vandamál, sem leiðir af eðli þjóðfélags okkar og lands, en er ekki sök lélegra stjórnenda, hvorki þeirra, sem hafa verið hin síðustu ár, né allra hinna, sem verið hafa við völd síðasta aldarfjórðung. Bæði okk- ur og okkar fyrirrennurum margt til foráttu finna. Engir erum við gallalausir, en engir hafa þó gefist upp fyrir þessum vanda nema vinstri stjórnin 1958. Fram úr þessum viðfangsefnum verður ekki skjótlega ráðið. Þess vegna er það út í hött þegar sumir tala um það, að við ættum að lækna verðbólguna með myndun þjóðstjórnar. Hér er um að ræða vanda, sem að nokkru hlýt- ur ætíð að fylgja þjóðfélagi okkar og að öðru leyti verður ekki ráðið við nema á mjög löng- um tíma. Annað mál er, að ríkisstjórn, hver 45

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.