Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 49

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 49
lenzkum stjórnmálum héðan í frá til þess að í alvöru sé eyðandi orðum að þessum mögu- leika. Um hitt verður ekki deilt, að núgildandi kjördæmaskipan, þótt stórgölluð sé, er ómetan- leg framför frá því, sem áður var. Fyrir okkur Sjálfstæðismenn er hollt að hugleiða þau rangindi, sem okkar mikilhæfu forustumenn, Jón Þorláksson og Ólafur Thors, áttu lengstum við að etja, þegar Framsóknar- flokkurinn, sem hafði miklu færri kjósendur en Sjálfstæðisflokkurinn, hafði mun fleiri full- trúa á Alþingi. Úrelt stjórnskipun réði því, að sköpuð var forréttindastétt stjórnmálaspekúl- anta í landinu. Manna, sem enn hafa ekki átt- að sig á því, að þeirra tími er liðinn og þjóðin unir því ekki framar að hafa landsstjórnar- menn, sem sitji yfir hvers manns hlut. Á þeim árum þegar rangindin voru mest, þá brugðu rangindamennirnir Sjálfstæðismönnum stöðugt um það, að þeir væru hlynntir ofbeldi og andstæðir sönnu lýðræði. Sjálfstæðismenn létu þetta orðaskak ekki á sig fá, heldur sýndu lýðræðisást sína í verki. Þeir höfðu þegar þessu fór fram ætíð meirihluta hér í Reykja- vík, stundum yfirgnæfandi. Sjálfstæðismenn töldu þó aldrei koma til mála að láta kenna aflsmunar heldur sjálfsagt að hlýða fyrirmæl- um stjómarskrárinnar, jafnvel þótt þeir teldu þau ranglát. Þar voru settar þær starfs- og leikreglur, sem Sjálfstæðirmenn eins og aðrir Islendingar höfðu samþykkt að beygja sig und- ir. Þeir vissu, að rangfengin völd voru lítils virði jafnt fyrir þá sjálfa sem fyrir þjóðina, er þeir vildu gagna. Gildandi starfsreglum ber að hlíta, ekki einungis þegar þær henta manni sjálfum, heldur og þótt þær ívilni keppinauti manns um sinn. Jón Þorláksson og Ólafur Thors beittu sér hinsvegar fyrir að fá breytt ranglátum reglum og eyddu verulegum hluta ævi sinnar til þess að knýja þær breytingar fram. Þeir gerðu það eftir löglegum leiðum, þótt það tæki langan tíma og leiddi til þess, að þeir urðu árum sam- an að lúta í lægra haldi fyrir mönnum, sem bæði þeir sjálfir og allir skyni bornir menn vissu að voru þeim miklu minni háttar. Ofan á ófullkomna kjördæmaskipan bætist það, að Alþingi er skipt í tvær deildir og hefur hvor um sig vald til að fella til fullnustu öll venjuleg lagafrumvörp. Þess vegna má heita, að ógerningur sé að stjórna landinu nema að hafa svo mikinn meirihluta, að minnsta kosti 32 af 60 þingmönnum, að meirihluti sé tryggur í báðum deildum. Þetta úrslitavald hvorrar deildar um sig komst inn í stjórnarskrá okkar strax í upphafi 1874, og voru frumdrög þess misskilningur á hliðstæðum reglum norskum, sem menn ætluðu að hafa hér til fyrirmyndar. Er þar glöggt dæmi þess, að varhugavert er að ætla að læra af öðrum án ítrustu aðgæzlu, og var hér ekki einu sinni svo, að hin norska fyrirmynd ætti hér ekki við, eins og oft vill verða, heldur var um beinan misskilning að ræða, sem hin dönsku stjórnarvöld gripu feg- ins hendi, vegna þess, að eins og á stóð, veikti það Alþingi í viðureigninni við þau. Síðan hefur þetta ákvæði ætíð staðið og ég minnist nú á það, vegna þess að hugsanlegt er, að það kunni að hafa úrslitaáhrif um framþróun íslenzkra stjórnmála. Ákvæðið kann sem sagt að leiða til þess, að minnihluti á Alþingi og með þjóðinni geti gert meirihlutanum ómögulegt að stjórna. Það varð á árinu 1932 til þess, að meirihluti Alþingis sem að vísu hafði einungis röskan þriðjung kjósenda á bak við sig, gafst upp við stjórn og neyddist til að semja um leiðréttingu á kjör- dæmaskipan. Nú stendur öðruvísi á, því að hættan er sú, að minnihluti kjósenda fái með þessu móti úrslitavöld á Alþingi. En við skul- um þá einnig hafa í huga, að minnihluti kjós- enda á rétt til þess, að hæfilegt tillit sé til hans tekið. Það er þess vegna engan veginn út í bláinn, að þetta ákvæði hefur verið látið halda sér. Það er trygging fyrir því, að ekki verði gengið á hlut sterks samfellds minni- hluta. Enginn veit hverjum slík ákvæði kunna að koma að gagni. 1 dag þér, á morgun mér. Hitt er víst, að á meðan þessi regla helzt, þá verðum við eftir henni að fara. Eins og horf- ir, þá gerir hún úrslit kosninganna í vor enn óvissari en ella. Síðast máttu stjórnarflokk- arnir ekki missa neinn þingmann frá því, sem þeir fengu, til þess að þá skorti afl til að halda meirihluta í báðum deildum og fengu þá þó yfir 55% atkvæða. Á þvílíkan möguleika setja stj órnarandstæðingar nú allt sitt traust. Eftir þingkosningarnar 1963 hafa farið fram almennar sveitarstjórnarkosningar, vorið 1966. Úrslit þeirra er raunar erfitt að bera til fulls saman við úrslit í þingkosningum. Allar líkur benda samt til þess, að stjórnarflokkarnir hafi í fyrra haft fylgi að minnsta kosti hér um bil 54% kjósenda, þegar á landið í heild er litið, 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.