Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 58

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 58
löggjafar eða reglugerðar, sem sett var á grundvelli laganna, þannig að iðnaðinum verði af þessu verulegt hagræði. Iðnþróunarráð stofnsett. Komið hefir verið á fót Iðnþróunarráði, sem iðnaðarmálaráðherra skipaði. Hélt það sinn fyrsta fund í janúarmánuði sl. Því er ætlað að verða iðnaðarmálaráðuneytinu til styrktar um meðferð meiri háttar mála, er snerta iðnþróun landsins. Gert er ráð fyrir, að verkefni Iðnþróunarráðs verði að nokkru framhald af verkefnum Stóriðjunefndar, en þó víðtækara, þar sem fjallað yrði um iðn- þróun landsins almennt fjármálalega, við- skiptalega og tæknilega, og tekið við rann- sóknarefni eða stuðlað að rannsóknum á möguleikum til nýrra iðngreina, samhliða efl- ingu þeirra, sem fyrir eru í þeim tilgangi að vinna að framkvæmd mála, veita einstakling- um, félögum og samtökum iðnaðarins brautar- gengi. Iðnþróunarráð er þannig skipað, að eftirtaldir aðilar skipa hver sinn fulltrúa í ráðið,- en iðnaðarmálaráðherra gegnir for- mennsku þess: Seðlabanki Islands, Fram- kvæmdasjóður Islands, Efnahagsstofnunin, Iðnaðarmálastofnun fslands, Iðnlánasjóður, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landsamband iðn- aðarmanna, Iðnaðardeild S.f.S. og Iðja, stærsta félag iðnverkafólks í landinu. Að sjálfsögðu er of snemmt að spá um það, hversu mikill liðsstyrkur verður að slíku ráði, en ég vænti þess, að til góðs megi leiða, og hefir Iðnþróunarráð þegar haft mörg og mikilvæg verkefni til athugunar og önnur eru framundan. Tækniaðstoð og aukin menntun. Sett voru ný og vandlega undirbúin iðn- fræðslulög á Alþingi vorið 1966. Þetta eru lög, sem marka að vissu leyti tímamót, breyta í verulegum atriðum iðnfræðslunni og stuðla að því, að upp komist meðal annars verk- námsskólar. Vænti ég þess, að af þeim leiði mikinn styrk fyrir íslenzkan iðnað. Tækni- skóli íslands hefur nú starfað nokkur ár, og ætti engum að blandast hugur um, hversu þýðingarmikil starfsemi slíks skóla getur ver- ið fyrir iðnþróunina í landinu. Rannsókna- stofnanir iðnaðarins, bæði byggingariðnaðar- ins og iðnaðarins almennt, hafa verið stór- efldar, fjárhagsaðstaða þeirra bætt og að- staða til rannsókna og úrvinnslu þeirra aukin. Fyrir um það bil ári síðan skipaði ég þriggja manna nefnd til þess að kanna, hver muni raunveruleg þörf íslenzks iðnaðar fyrir tækniaðstoð og aðra sérfræðilega aðstoð, með sérstöku tilliti til ráðagerða um lækkun tolla á innfluttum iðnaðarvörum og þeirra aðlög- unarvandamála, sem upp kunna að rísa í því sambandi, svo og á hvern hátt sú tækni- og sérfræðiaðstoð verði bezt framkvæmd. Þessi nefnd hefur nýlega skilað viðamiklu áliti. Nefndarálit hennar mun þá væntanlega lagt fyrir Iðnþróunarráð og tekið þar til meðferð- ar. Ég geri mér vonir um, að af þessari at- hugun á því, hvernig bezt megi veita iðnaðin- um aukna tækniaðstoð, geti margt gott leitt, og veit ég, að bæði iðnrekendur og iðnaðar- menn hafa haft mikinn áhuga fyrir þessu máli. Stálskipasmíði og dráttarbrautir. Innlend stálskipasmíði er veigamesta iðn- greinin, sem hér hefir risið á undanförnum árum. Tæplega verður talið, að hún hafi slitið barnsskónum enn, svo ung er þessi starfsemi. Þó er það svo, að um sl. áramót voru sex stál- fiskiskip í smíðum hér á landi og er stærð þeirra áætluð samtals 1950 brútto rúmlestir. Hið stærsta þeirra verður um 520 brúttó rúm- lestir, og er það stærsta stálskip, sem enn hefir verið smíðað hér á landi. Jafnhliða stál- skipasmíðinni hafa verið endurbyggðar og ný- byggðar dráttarbrautir > ;ðs vegar á landinu til þess að fullnægja viðgerðarþörf hins nýja stóra fiskiskipaflota íslendinga. Hefur ríkis- stjórnin í einu og öllu stuðlað að framgangi þessara fyrirtækja, aflað þeim lánsfjár og veitt margháttaða fyrirgreiðslu. Fyrir skipa- smíðastöðvunum hefur vakað að bæta sam- keppnisaðstöðu sína við erlenda aðila með því að smíða fleiri skip af sömu stærð og gerð, og hafa þau lagt málaleitun þess eðlis fyrir Iðn- þróunarráð, en málið er af beggja hálfu í frekari athugun. í. M. S. 1. og rannsóknarstarfsemi. Iðnaðarmálastofnun Islands hefur eflzt og er nú að festa kaup á húsnæði fyrir stofnun- ina, en við afgreiðslu síðustu fjárlaga var veitt 8 millj. kr. lánsheimild til þess að að- stoða Iðnaðarmálastofnunina við þessi húsa- kaup. 56

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.