Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 67

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 67
Lög- um Framleiðnisjóð landbúnaðarins með 50 millj. kr. stofnfé og lög um Jarðeignasjóð með 36 millj. kr. framlagi. Ýmsar umbætur á löggjöf um dómsmála- störf, lögreglustjórn, meðferð opinberra mála, embætti saksóknara ríkisins stofnað, lög sett um að hraða meðferð á umferðarmálum og almenn rannsókn gerð á hraða dómsmála og bættri skipan. Margháttaðar endurbætur í húsnæðismála- löggjöfinni og stóraukin fjáröflun til íbúða- bygginga. Margþætt lög um almannatryggingar. Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna sett 1965. Lög um Landsvirkjun. Lög um Laxárvirkjun. Lög um álbræðslu. Lög um kísilgúrverksmiðju. Lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Lög um launajöfnuð kvenna og karla. Lög um landhelgisgæzlu. Verið að byggja nýtt varðskip. Þyrla keypt og flugþjónusta efld. Síldarrannsóknarskip í smíðum og haf- rannsóknaskip á næstu grösum. Ný orkulög sett. Ný skólakostnaðarlög og ný hafnarlög. Með þessu er aðeins gripið niður hér og hvar. En augljóst er, að slík löggjöf, þótt ekkert meira væri talið, endurspeglar hina öru þróun og umbrot, sem verið hafa að eiga sér stað í íslenzku þjóðfélagi og áhrifa slíkrar lagasetn- ingar mun gæta um langa framtíð til hagsbóta fyrir landslýð. Slík löggjöf væri ekki sett nema vegna vakandi og lífsræns forustuhlut- verks ríkisstjórnar, sem veitir örugga forustu, hefir mótaða stefnu og stendur í stórræðum. Tólf liðir viðreisnar. í ræðu minni á síðasta Landsfundi gerði ég m.a. grein fyrir því, hvernig tekizt hefði að rétta við aftur úr gjaldþroti vinstri stjórn- arinnar. Ég sagði þá: „Viðreisninni er lokið. Það verkefni, sem nú er framundan, er að marka þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum. Verður þar fyrst byggt á grundvelli við- reisnarstefnunnar, frjálsu þjóðfélagi, sem brotizt hefir úr viðjum hafta með þar af leið- andi ruglaðri efnahagsskipan og jafnvægis- leysi. Við munum byggja framtíð þjóðarinnar á sterkara fjármálakerfi, vaxandi menningu og menntun til þess að búa æsku landsins, komandi kynslóðum, öryggi og nýja lífsmögu- leika.“ Hafi mönnum ekki verið fullkomlega ljóst, hvað mér var í huga, þegar ég sagði þetta á síðasta Landsfundi, þá hygg ég, að velflestum séu þessar staðreyndir Ijósar nú eða okkur muni a.m.k. takast að leiða almenningi þetta ótvírætt fyrir sjónir í þeiiTÍ kosningabaráttu, sem nú er framundan. Ég minnti á nokkrar hinna óyggjandi stað- reynda, sem staðfesta það, að viðreisnin lán- aðist örugglega og alhliða þróun í framfara- átt er talandi tákn og einkenni þjóðlífsins: 1. Á viðreisnartímabilinu hefir þjóðarauður í raunverulegum verðmætum aukizt um 40-50%. 2. Auknar skuldbindingar vegna erlendra lána nema aðeins nokkur hundruð milljón- um króna, þegar frá er talinn gjaldeyris- varasjóður og aðrar innstæður, á sama tíma og aukin verðmæti í landinu, eigna- myndun eða ný verðmæti, nema 13 þúsund milljónum króna. 3. Tekizt hefir að byggja upp gjaldeyrisvara- sjóð, sem nemur nærri 2000 millj. króna. 4. Verzlun og viðskipti hafa verið leyst úr viðjum hafta, og eru að mestu alveg frjáls. 5. Lánstraust þjóðarinnar út á við hefir verið endurvakið, svo sem erlendar lántökur til framkvæmda í atvinnulífi og til rafvæð- ingar vitna um. 6. Hafin er fyrsta stórvirkjun til raforku- framleiðslu í stærsta fallvatni landsins, í Þjórsá við Búrfell. 7. Stóriðja hefir hafið innreið sína á Islandi með lögfestingu álsamningsins um bygg- ingu álbræðslu við Straumsvík. 8. Á þessu ári mun hefjast rekstur kísilgúr- verksmiðju við Mývatn, sem breytir botn- leðju vatnsins í útflutningsverðmæti, sem vitnar um nýja iðnþróun í landinu. 9. Stofnað hefir verið til byggðaáætlana og framkvæmd þegar hafin og jafnframt lagð- ur fjárhagsgrundvöllur að áframhaldandi framkvæmdum með löggjöf um Atvinnu- jöfnunarsjóð, en með þessu er grundvölluð hagnýting náttúrugæða og athafnamögu- leika um gjörvallt landið til hagsbóta fyrir 65

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.