Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 68

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 68
alla landsmenn, hvar sem þeir eru búsettir. 10. Lögð hefir verið áherzla á aukna menn- ingu og menntun, tekin upp stöðug vísinda- leg rannsókn og endurskoðun skóla- og menntamála, unnið að áætlun um eflingu Háskóla Islands á næstu 20 árum, framlög ríkissjóðs stórhækkuð til skólabygginga, Tækniskóli Islands stofnaður og sett ný heildarlöggjöf um iðnfræðslu, fjárhagsleg- ur stuðningur ríkisvaldsins við stúdenta og námsmenn erlendis stóraukinn. 11. Efling almannatrygginga hefir verið einn þýðingarmesti þáttur þeirrar stjórnar- stefnu, sem fylgt hefir verið á viðreisnar- tímabilinu, höfuðáherzla lögð á að bæta hag þeirra, sem við erfiðust kjör búa, einkum aldraðs fólks, öryrkja, einstæðra mæðra og barnmargra fjölskyldna, en líf- eyristryggingar, sem eru þýðingarmesta grein almannatrygginga, — en þær eru ellilífeyrir, örorkulífeyrir, makabætur, f jöl- skyldubætur, barnalífeyrir, mæðralaun, fæðingarstyrkir, ekkjubætur og ekkjulíf- eyrir, — hafa margfaldazt frá því, sem áður var og munu nema 1000 millj. kr. á þessu ári. 12. 1 tíð viðreisnarstjórnarinnar hafa opin- berar lánveitingar til íbúðabygginga auk- izt gífurlega, sem samhliða almennum hag- vexti og bættum kjörum hefir leitt til þess að á viðreisnartímabilinu hafa verið byggð- ar íbúðir fyrir 40 þúsund manns, en fólks- fjölgunin í landinu á sama tíma er rúm- lega 20 þúsund manns, gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir í samráði við verka- lýðshreyfinguna til að létta efnalitum fjöl- skyldum að eignast íbúðir, í framkvæmda- áætlun í samvinnu við Reykjavík um bygg- ingu 1250 hagkvæmra, ódýrra íbúða fyrir láglaunafólk og sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að rannsaka byggingar- kostnað og stuðla að lækkun hans. Þótt ekki séu taldir nema þeir 12 liðir, sem nú voru raktir, felst í þeim óyggjandi sönnun þess að viðreisnin hefir tekizt. Henni er lokið. Lok þessa kjörtímabils marka viðreisnartíma- bilið frá 1960—1967. Sú ríkisstjórn, sem með völdin fer að al- þingiskosningum loknum í júní í sumar getur ekki haft það verkefni að reisa við fjárhags- og efnahagslíf eða almenna þjóðfélagsþréun. Verkefni hennar verður að byggja á þeim grundvelli, sem með viðreisnarstefnunni hefir verið lagður. Áfram liggja sporin. Auðvitað fer f jarri því, að allt sé sem skyldi, og viðfangsefnin og verkefnin eru ótæmandi í ört vaxandi þjóðfélagi til þess að bæta að- stöðu einstaklinga og atvinnulífs og búa í hag- inn fyrir framtíðina. Af framtíðarverkefnum hins íslenzka þjóð- félags er það langveigamest að bæta mann- gildi hvers einstaklings, gera þegn að meiri manni, betri borgara. Aukin menning og menntun og efling vís- inda í samræmi við kröfur tímans og hlið- stæða framsókn nágrannaþjóða er þunga- miðja þessa verkefnis. Auknar rannsóknir og beiting vísinda í þágu atvinnuveganna fylgir í kjölfarið, en frelsið og framtak einstaklinga og félaga í skjóli frjálslyndrar stjórnarstefnu er sú leið- arstjarna, sem stýra ber eftir. Þetta sé okkar markmið, Sjálfstæðis- manna, að byggja framtíðina á grunni við- reisnar, sem orðin er, í skjóli sköpunarvilja, manndóms og þroska einstaklinganna og vax- andi samstarfs og gagnkvæms skilnings stétta og starfsgreina, samtaka verkalýðs og laun- þega og vinnuveitenda í samræmi og sam- stöðu við frjálslyndi í stjómarathöfnum ríkis- valdsins, ríkisstjórnar og Alþingis. Ágætu landsfundarfulltrúar! Um leið og við festum í minni það, sem áunnizt hefir í sameiginlegri baráttu, skulum við ekki gleyma að festa sjónir á framtíðinni, —- framtíð þessarar litlu íslenzku þjóðar, sem er að verða stærri og stærri. „Árdegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn.“ 66

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.