Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 70

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 70
Þá hefur frelsið til athafna verið endurvakið. I>á hafa atvinnutækin verið aukin. Þá hefur framleiðslan vaxið í krafti tækninnar og lífs- kjör almennings hafa batnað. Árið 1958 þegar vinstri stjórnin gafst upp var krónan fallin og fékkst hvergi skráð í erlendum bönkum. Það sem nauðsynlega varð að gera til þess að rétta fjárhaginn við, var að skrá krónuna á því verði, sem hún raunverulega var metin eftir þá fjárhagslegu misþyrmingu á íslenzku efna- hagskerfi, sem vinstri stjómar ævintýrið hafði leitt af sér. Höfuðverkefni í sjávarútvegi, — betri hagnýting aflans. Með efnahagslöggjöfinni í ársbyrjun 1960 var krónan skráð í erlendum bönkum, og síð- an vita allir að íslenzka ríkið á sjálfstæða mynt, sem tekin er gild í samskiptum þjóð- anna líkt og gjaldmiðill annarra sjálfstæðra ríkja. í kjölfar efnahagslöggjafarinnar komu ýmsar ráðstafanir til þess að endurheimta traust þjóðarinnar út á við. Afla varð atvinnu- tækja og leggja grundvöll að aukinni og fjöl- breyttari framleiðslu. Verkefnið var stórt og ekki síður mikilvægt. Heiður þjóðarinnar var í veði, ef illa tókst til. Hamingja, velferð og sjálfstæði íslands valt á því, að vel tækist og að ráðstafanir þær, sem gerðar voru, mættu heppnast. Þjóðina vantaði fullkomin tæki til þess að framleiðslan mætti aukast. Árið 1958 var rúmlestatala fiskibáta aðeins 28.775 rúml., en í ái’slok 1966 55.573 rúml. Rúmlestatala fiskibátanna hefur nærri tvöfaldazt á þessu tímabili, auk þess sem bátarnir eru nú búnir fullkomnustu tækjum en svo var ekki áður nema að litlu leyti. Samhliða þessu hafa verið byggðar verksmiðjur og frystihús víðsvegar á landinu til þess að nýta aflann, sem hefur aukizt í samræmi við aukningu flotans og fyllilega það. Aflaaukningin var gerð möguleg með því að kosta miklu til í tækjakaupum. Á fyrstu árum viðreisnarinnar var gjaldeyrir ekki fyrir hendi til þess að afla allra þeirra tækja, sem nauðsynlegt var, og kom sér því vel, að þjóðin hafði með breyttri efnahagsstefnu end- urheimt traustið út á við og gat því fengið hluta af andvirði tækjanna með gjaldfresti. Þrátt fyrir hina miklu vélvæðingu og upp- byggingu til lands og sjávar, sem kostað hefur þjóðina mörg þúsund milljónir króna, hafa skuldir þjóðarinnar ekki vaxið nema um örfá hundruð millj. króna, en á sama tíma er talið 68 að eignaaukningin nemi um 13 þús. milíj. krónn. I stað ósamningsbundinna skulda, sem söfn- uðust í tíð vinstri stjórnarinnar hefur mynd- azt gjaldeyrisvarasjóður, sem var við síðustu áramót um 1900 millj. króna. Allar sjálfstæð- ar þjóðir telja sér nauðsynlegt að eiga nokk- urn gjaldeyrisvarasjóð til þess að mæta sveifl- um, sem komið geta í útflutningsverzluninni og til tryggingar því, að ekki þurfi að grípa til viðskiptahafta, þótt óhöpp kunni að steðja að í bili. Það verðfall, sem varð á sjávarafurðum seinni hluta fyrra árs og enn varir hefði leitt til innflutningshafta, ef efnahagur þjóðar- innar hefði ekki verið traustur. Verðfallið skapar vitanlega ýmsa erfiðleika en vonandi tekst að yfirstíga þá og ekki er ólíklegt að verðlagið leiti jafnvægis á ný og verði hag- stæðara áður en langur tími líður. Verði það ekki er hætt við að sjávarútvegurinn eigi við nokkra erfiðleika að etja um sinn. í sjávarút- veginum eru mörg verkefni að vinna eins og á flestum öðrum sviðum þjóðlífsins. Höfuðverk- efnið á næstu árum verður að finna leiðir til þess að hagnýta aflann, þannig að hann megi verða verðmætari, áður en hann er fluttur úr landi með aukinni vinnslu. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa alla tíð verið höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar og svo mun einnig verða framvegis. En sem betur fer er atvinnulíf okkar orðið fjölbreyttara en áður var. Iðnaður, siglingar í lofti og á legi, inn- lend verzlun og þjónusta við ferðamenn eru þegar mikilvægar atvinnugreinar, sem fjöldi manna hefur atvinnu við. I nútíma þjóðfélagi er nauðsynlegt að atvinnulífið geti verið fjöl- breytt, svo að sem flestar stoðir megi standa undir þjóðfélagsbyggingunni. Þróun landbúnaðarins. Þróun landbúnaðarins hefur verið hagstæð síðustu árin. I ársbyrjun 1960 varð að flytja inn smjör frá Danmörku af því að innlend framleiðsla nægði ekki. Á árunum 1960 og 1961 mátti oft heyra í ræðum stjórnarandstæð- inga, þó helzt Framsóknarmanna, að landbún- aðarframleiðslan hlyti að dragast saman. Ekki mundi aðeins þurfa að flytja inn smjör, held- ur jafnvel kjöt, sem tæplega mundi verða framleitt nóg af til innanlandsneyzlu. Full- yrt var að mjólkurskömmtun þyrfti að taka upp, þar sem þannig mundi verða búið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.