Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 71

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 71
bændastéttinni að framleiðslugeta hennar yrði mjög lítil. -—■ Stjórnarandstæðingar voru ekki bjartsýnismenn í byrjun þessa stjórnartíma- bils fremur en þeir eru nú. Pramsóknarmenn spáðu móðuharðindum af mannavöldum eins og kunnugt er. Islendingar eru í eðli sínu bjartsýnir og stór- huga. Bændastéttin hefur þessa eiginleika ekki síður en aðrir landsmenn og hefur því ekki látið úrtölur svartsýnismanna hafa áhrif á sig. Á síðustu sjö árum hafa orðið miklar framfarir í landbúnaðinum. Fjárfesting hef- ur orðið tvöfalt meiri á þessum árum heldur en á jafnlöngum tíma áður. Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað gera hlut landbúnaðarins góðan eins og annarra atvinnuvega. Þess vegna hefur verið unnið samkvæmt stefnu Sjálf- stæðisflokksins undanfarin sjö ár að því að auka framleiðsluhæfni landbúnaðarins og möguleika hans til þess að skapa þeim, sem þann atvinnuveg stunda viðunandi lífskjör Samkeppnisaðstaða landbúnaðarins hefur batn- að, kjör bænda hafa aldrei verið betri en nú og eru um þessar mundir hliðstæð því, er ýmsar aðrar stéttir hafa, sem kjör bænda lög- um samkvæmt miðast við. 1 útvarpsumræðun- um rétt fyrir þinglokin viðurkenndu Fram- sóknarmenn, að hagur landbúnaðarins hefði batnað, en tóku fram að það væri ekki land- búnaðarráðherra að þakka, heldur stéttarsam- tökum bænda. Um það skal ekki metast, hverj- um ber að þakka, að hlutur bænda hefur ekki verið fyrir borð borinn nú eins og áður, þegar Fi’amsóknarmenn fóru með mál landbúnaðar- ins. Víst er það að rangt væri að þakka mér það einum, sem vel hefur tekizt í þeim efnum. Það er vitanlega Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans að þakka að vel hefur tekizt að þessu leyti. Með allri virðingu fyrir stéttarsamtök- um bænda verður einnig að segja það, að þeim hefði ekki tekizt nú fremur en á valdadögum Framsóknar að fá leiðréttingu á málefnum landbúnaðarins, ef stjórnvöldin hefðu snúizt gegn því. Rétt væri að minnast á nokkur lög, sem sett hafa verið í tíð núverandi stjórnar og snerta landbúnaðinn. Umbótalöggjöf á sviði landbúnaðar. Nefna má lög um bændaskóla, sem gera ráð fyrir aukinni menntun bænda, meðal annars hefur verið stofnsett framhaldsdeild við bændaskólann á Hvanneyri. Verklegt nám hef- ur verið aukið við skólana. Aðsókn að bænda- skólunum hefur aukizt mjög mikið í seinni tíð og bendir það til þess, að ungir menn hafi í vaxandi mæli áhuga á landbúnaðinum. Það eru aðeins fá ár síðan talað var um að nóg væri að hafa einn bændaskóla, aðsókn að skól- unum var ekki meiri en það. Nú verður að vísa umsækjendum frá vegna plássleysis, en úr því verður bætt með byggingu nýs skólahúss að Hvanneyri. Miklar byggingar og endurbætur hafa verið gerðar á húsmæðraskólum sveitanna. — Hafa endurbætur farið fram á öllum hús- mæðraskólunum. í byggingu er nýtt skólahús á Laugarvatni, enda er gamla skólahúsið ekki nothæft lengur. í vetur voru samþykkt lög um búreikningaskrifstofu landbúnaðarins. Bú- reikningaskrifstofa hefur starfað í aldarfjórð- ung, en vegna fjárskorts hefur árangur af starfi hennar ekki orðið eins og æskilegt var. Á seinni árum hefur fjármagniö aukizt og með breyttu skipulagi og nýrri löggjöf er ætl- azt til, að búreikningaskrifstofan geti orðið bændum að liði og gefið nauðsynlegar upp- lýsingar í sambandi við rekstrarafkomu bú- anna. Auk þess eiga búreikningar, ef þeir eru rétt og nákvæmlega færðir, að vera leiðbein- andi við verðlagningu búvöru ár hvert. Breyt- ing á framleiðsluráðslögunum var gerð í sam- ráði við bændasamtökin og hluta neytendafull- trúanna á sl. ári. Er öruggt að sú breyting er til batnaðar. En mikilvægasta breytingin, sem gjörð hef- ur verið á þessum lögum var í árslok 1959 þegar bændum var tryggt að fá að fullu það verð, sem ákveðið er af sex manna nefnd hverju sinni. Framsóknarmenn eru hættir að tala um litla framleiðslu í landbúnaðinum eins og þeir gerðu áður. Á síðasta ári var rætt um offramleiðslu, smjörfjöll og vandræði, sem að þjóðinni steðj- uðu vegna þess að alltof mikið væri framleitt af landbúnaðarvörum. Fullyrt var að bænd- ur fengju ekki nærri fullt verð fyrir vöruna, þetta stafaði af því að rekin væri röng land- búnaðarstefna. Það voru mörg spakmæli sögð þá, þeir voru margir, sem töldu sig hafa sér- lega gott vit á landbúnaðarmálum sumarið 1966. Nú eru menn hættir að tala um smjörfjall enda er það ekki lengur fyrir hendi. Nú tala menn ekki lengur um að bændur vanti mikið til þess að fá fullt verð fyrir vöruna, enda 69

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.