Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 72

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 72
munu þeir nú eins og ávallt síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda fá það verð sem um var samið. Vera má að enn tali einhverjir um rang'a stefnu í landbúnaðarmálum, en við Sjálfstæðismenn höfum ákveðna stefnu í þeim málum og munum fylgja henni. Aukin fjölbreytni í landbúnaðarframleiðslu. Fjölbreytni í landbúnaðarframleiðslunni hef- ur aukizt og varan hefur batnað mikið vegna stöðugt aukinnar vöruvöndunar. Það hefur stundum verið sagt að erlendar búvörur kæmu inn í landið á ólöglegan hátt. Vonandi er það orðum aukið. Það hefur verið talað um danska osta, skinku og kjúklinga en ég vona að ekk- ert af því sé sannleikanum samkvæmt. En það bar við á sl. vetri að þekktir menn í þjóðfélag- inu fengu á borð í þekktu veitingahúsi sér- staklega góðan ost, skinku eins og hún er bezt á dönsku veitingahúsi og kjúklinga og kalkún eins og þeir eru beztir á dönsku veitingaborði. Gestirnir litu hver á annan og voru hneyksl- aðir. Þeir töldu víst að hér væri á boðstólum nokkuð sem ekki væri vel fengið. Daginn eftir fór fram athugun á því hvernig á þessu stæði. Osturinn, ný tegund, var framleiddur í Mjólk- urbúi Flóamanna og nýlega kominn á mark- aðinn. Skinkan var úr Sláturfélagi Suðurlands, tilbúin af bezta fagmanni. Kjúklingarnir og kalkúninn voru úr alifuglabúi í Mosfells- sveit. Síðan hafa bætzt við nýjar tegundir osta frá Ostagerðinni í Hveragerði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu, sem orðið hef- ur á framleiðslunni. Það er einnig ástæða til þess að fagna því að þær vörur sem á borð voru bornar við áðurnefnt tækifæri voru fengn- ar á löglegan hátt. Stórbætt stofnlánaaðstaða. Fjölbreytni í framleiðslu og aukin vöruvönd- un kostar fjárfestingu og fjármagn fyrir þá, sem framleiðsluna stunda. Þess vegna er það, að í landbúnaðinum hef- ur orðið mikil fjárfesting ekki síður en hjá öðrum atvinnuvegum. Sú fjárfesting var möguleg vegna dugnaðar og framtaks bænd- anna og vegna þess að Stofnlánadeild land- búnaðarins hefur verið efld og byggð upp á rústum gömlu búnaðarsjóðanna, sem voru gjaldþrota, þegar vinstri stjórnin skilaði af sér. Stofnlánadeildin lánaði á sl. ári 154,1 millj. kr. til margs konar framkvæmda í land- búnaðinum. Stofnlánadeildin eflist með ári hverju þar sem henni hafa verið tryggðar fastar tekjur. Bændur leggja fram 1% af framleiðslu- verðmætinu til þessarar þörfu stofnunar ár hvert. Neytendur leggja næstum jafnháa upp- hæð til Stofnlánadeildarinnar. Ríkissjóður leggur deildinni einnig til verulega fjárhæð árlega. Framsóknarmenn börðust á móti því að lánasjóðir landbúnaðarins væru byggðir upp með þessum hætti. Stofnað var til mála- reksturs út af Stofnlánadeildargjaldinu. Ör- uggt er að margir munu þegar tímar líða bera kinnroða fyrir skammsýna afstöðu til þessa máls. Bændur eiga mikið undir því að búvöruverðið sé réttilega ákveðið ár hvert. Oft hefur orðið samkomulag milli neytenda og bænda um verðlagið. Fer vitanlega bezt á því að það geti orðið. Þannig var það sl. haust og einnig 1964, en haustið 1965 gaf ríkisstjórn- in út bráðabirgðalög þar sem kveðið var á um verðlagið að því sinni. Það skal viðurkennt, að fulltrúar bænda og neytenda hafa viljað leita að því, sem er rétt og sanngjarnt, og hefur oft- ast verið ánægjulegt að ræða þessi mál við þá aðila, sem með verðlagninguna hafa að gera. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á tolla- málum landbúnaðarins. Þegar Framsóknar- menn höfðu með málin að gera varð að greiða 33% toll af búvélum en nú er tollurinn yfir- leitt 10% af vélum, sem landbúnaðurinn notar. Jarðræktarlögum hefur verið breytt og jarð- ræktarframlag aukið. Einnig hafa framlög til annarra framkvæmda, sem jarðræktarlögin ná til, verið stór aukin. 1 krafti þessara laga hafa framkvæmdir stóraukizt og hafa orðið langt umfram það sem bjartsýnustu menn þorðu að vona. Áreiðanlega er það hollt fyrir nútíð og sérstaklega framtíðina að landið sé ræktað og bætt. — Neytendur njóta þess einnig í bættri framleiðslu, ef framleiðsluhæfni og samkeppn- isaðstaða landbúnaðarins er gerð betri. Stóraukin fjárframlög til landbúnaðar. Á árinu 1965 var jarðræktarframlag á hvern jarðabótamann á landinu um 20 þús. krónur. Heildarfjárveiting ríkisins til helztu fram- kvæmdamála landbúnaðarins er 1967 225 millj. króna, en var 1958 69 millj. kr. Talið er að framkvæmdakostnaður hafi hækkað um 70—80% eða minna, ef tekið er tillit til af- kastameiri véla, sem nú eru notaðar. Með fram- 70

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.