Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 88

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 88
halda, fundið hina leiðina fyrir flokkinn, seln flokkurinn í dag hefur ekki hugmynd um, hver er í einstökum atriðum. Hvílíkur boð- skapur til þjóðarinnar! Við þekkjum að vísu trú á drauga og álfa og ýmsar vættir, sem trúað var, að sumar gætu gert mönnum gott, ef rétt var á haldið. En er ekki 20. öldin búin að fá alveg nóg af ofurmennis- eða super- mansdýrkuninni ? Og verða ekki þeir, sem með þjóðmálin fara á hverjum tíma að reyna sjálf- ir að gera sér grein fyrir því, með þeirri skyn- semi, sem þeim er gefin, hvaða leiðir séu heppi- legastar til úrlausnar þeim vandamálum, sem við er að glíma? Þetta dæmi er alls ekki eins flókið og menn álíta, menn verða aðeins að læra að viðurkenna staðreyndir, viðurkenna þau lögmál, sem ráða efnahags- og fjármála- þróun við tilteknar aðstæður, og segja síðan umbúða- og vafningalaust, áður en að kjör- borði er gengið, hvaða úrræði þeir ætli að nota í stað þeirra, sem fordæmd eru hjá þeim, sem með völdin hafa farið. Engir hafa fremur en stjórnarandstæðingar lagt kapp á að reyna að gera lítið úr sérfræðingum og efnahagsráðu- nautum, og það er því nánast kaldhæðni ör- laganna, þegar þessir sömu stjórnmálaflokkar eiga þann boðskap einan að færa þjóð sinni, að þeir ætli að finna andleg ofurmenni til þess að marka stefnu, sem geri þeim mögulegt að gera allt fyrir alla, án þess að leggja nein- ar kvaðir á þjóðina, og halda þó efnahags- og fjármálakerfi þjóðarinnar í föstum skorð- um. Stjórnarandstæðingar hafa allt starfstima- bil viðreisnarstjórnarinnar leikið þann leik að þykjast vera allra vinir, en um leið verið engum trúir. Það vita allir með óbrenglaða dómgreind, að það er aldrei hægt að gera sam- tímis allt fyrir alla, hversu vel sem stjórnað er. Það er ekki í senn hægt að styðja allar kröfur, hversu óhæfilegar sem þær eru, um hækkun á launum og afurðaverði og sam- tímis óskapast yfir aukinni verðbólgu. Það er ekki í senn hægt að heimta aukin ríkisframlög á ótal sviðum og fordæma aukna skattheimtu. Ríkisstjórnin má vel við það una, að stjórnar- andstöðuflokkarnir virðast bera til hennar meira traust en sjálfra sín, því að þeir telja furðulegt að hún skuli ekki hafa leyst marg- vísleg viðfangsefni, sem þeim aldrei datt í hug að ympra á meðan þeir héldu sjálfir um stjórn- völinn. Með hinum alhlíða framförum síðustu ára hefur verið lagður traustur grundvöllur að nýrri framfarasókn þjóðarinnar. Nema verður að vísu staðar í bili vegna verðfalls útflutn- ingsafurða og þar af leiðandi samdráttar í þjóðartekjum, en það er engin ástæða til kvíða, ef rétt er á málum haldið, sem er eingöngu að þakka þeirri efnahagsmálastefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Stjórnar- andstæðingar halda því óspart á lofti, að verðstöðvunin sé aðeins bráðabirgðaúrræði, sem eigi að fleyta stjórnarflokkunum yfir kosningarnar, en síðan eigi að framkvæma gengislækkun eins og gert var árið 1959. Þessi kenning hefur ekki við neitt að styðjast. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er allt annað nú en þá. Verðbótakerfið var þá kom- ið í algera sjálfheldu og útgjöld til verðupp- bóta og niðurgreiðslna jafnhá öllum fjárlaga- útgjöldunum. Þá hlóðust upp lausaskuldir er- lendis en nú er til nær 2 þús. millj. kr. gjald- eyrisvarasjóður. Veita þurfti þá allri útflutn- ingsframleiðslunni stórfellda styrki, sem afla varð fjár til með því að flytja sem mest inn af hátollavarningi en láta nauðsynjar sitja á hakanum. Nú fær um helmingur útflutnings- framleiðslunnar engar verðuppbætur og bætur til annarra greina smávægilegur móts við það, sem var 1958 og 1959. Eins og ástatt er í efnahagsmálum þjóðar- innar nú, er gengisbreyting engin lausn, því að hún leysir ekki misræmið í gjaldþoli hinna einstöku framleiðslugreina. Framleiðslustarf- semin ákvarðar á hverjum tíma lífskjör þjóð- arinnar, og tilkostnaður verður ætíð að vera í samræmi við greiðslugetu framleiðslu at- vinnuveganna. Niðurgreiðslur og verðuppbæt- ur eru hjálpartæki til þess að jafna metin á þessu sviði. Það er því lítið samræmi í því hjá stjórnarandstæðingum að fordæma ríkis- stjórnina fyrir niðurgreiðslur vöruverðs, en telja samtímis vera óhæfilegar byrðar lagðar á framleiðsluatvinnuvegina og almenning ekki búa við nægilega góð lífskjör. Stjórnarandstæðingar telja, að hinar miklu verðhækkanir útflutningsafurða síðustu árin hafi verið lífakkeri ríkisstjórnarinnar. Þetta er mikill misskilningur. Það er að vísu gleði- legt, að þjóðarbúinu hafa af þessum sökum hlotnazt auknar tekjur, en hins vegar hljóta einmitt slíkar skyndilegar og stórfelldar verð- hækkanir að hafa óheillavænleg áhrif á efna- 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.