Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 2
Þórunn með tvö væn knippi úr uppskerinni í Hvolsdal. Hún útbjó 24 beð á
síðasta ári ásamt manni sínum, öll fimm fermetrar að stærð með blöndu af
moltu, lífrænum áburði, þaramjöli og hænsnaskít. Mynd/Aðsend
Íslendingar flytja inn 220
tonn af hvítlauk á ári, eink-
um alla leið frá Kína, en nú
ætla Dalamenn að slá á það
kolefnisspor með stórfram-
leiðslu á Dalahvítlauk.
ser@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Hjónin Haraldur
Guðjónsson og Þórunn M. Ólafs-
dóttir stefna á stórtæka hvítlauks-
rækt að bænum Neðri-Brekku
í Hvolsdal í Saurbæjarhreppi í
Dölum, en ástæðuna má einkum og
sér í lagi rekja til þess að Þórunni
hefur alltaf fundist innfluttur hvít-
laukur vera vondur.
„Þegar maður smakkar á alvöru
hvítlauk, safaríkum og sterkum,
kemst maður á bragðið,“ segir Þór-
unn sem gengið hefur með hug-
myndina að eigin ræktun í mag-
anum frá því fyrir fimm árum – og
karlinn í hjónabandinu hefur auð-
vitað líka runnið á lyktina.
Innf lutningur á hvítlauk hefur
aukist að miklum mun á þessari
öld, en um miðja síðustu öld var
hann svo til óþekktur í matargerð
Íslendinga, nema ef vera kynni hjá
svokölluðum sérvitringum. Núna
nemur innf lutning ur inn 220
tonnum á ári – og kemur sá hvíti að
hluta til frá Spáni en einkanlega frá
Kína, sem er alllöng leið fyrir lítinn
lauk.
„En þetta er bara ekki nógu góður
hvítlaukur,“ segir Þórunn og telur
þann innflutta vera heldur bragð-
lausan, safalítinn og stundum finni
hún hreinlega fúkkalykt af honum.
Svo hún og Haraldur eru búin að
verða sér úti um rif til ræktunar frá
eyjunni Wight undan suðurströnd
Bretlands þar sem reynslumikinn
hvítlauksbónda er að finna. Rifin
eru brotin og sett í mold, svo úr
verður stæltur laukur að ári liðnu.
„Við erum búin að vera í tilrauna-
ræktun á tíu til tólf tegundum í um
þrjú ár sem hefur tekist vel, svo nú er
ekkert annað í stöðunni en að stefna
á alvöru framleiðslu á Dalahvítlauk
fyrir íslenskan markað,“ segir Þór-
unn, full óþreyju og tilhlökkunar,
en þau hjónin telja raunhæft að
rækta tvö tonn á næsta ári. Eftir það
megi ætla að framleiðslan springi
út, en hjónin gera sér vonir um að
hún verði tíu til tólf tonn þegar mest
lætur á komandi árum.
„Það er auðvitað háð því að við
fáum frekari styrki til uppbygg-
ingarinnar í Neðri-Brekku,“ segir
Þórunn, en þau Haraldur hafa þegar
fengið úthlutun upp á samtals á
þriðju milljón króna frá Dalaauði
og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
„Markmiðið er að rækta eins
mörg afbrigði og við getum og vinna
hliðarafurðir eins og hvítlaukssalt,
hvítlauksduft, hvítlauksmauk, hvít-
laukssmjör, hvítlauk í olíu, reyktan
hvítlauk og svartan hvítlauk,“ segir
Þórunn M. Ólafsdóttir. n
Ætla sér að verða stórtækir
hvítlauksbændur í Dölum
Nú er ekkert annað í
stöðunni en að stefna á
alvöru framleiðslu á
Dalahvítlauk fyrir
íslenskan markað.
Þórunn M. Ólafsdóttir,
Neðri-Brekku
Fiktað með blys
Í vikunni kviknaði sinueldur bæði í Hafnarfirði og Árbæ. Við Straumsvík barðist slökkviliðið lengi við brunann og var komið fyrir tveimur varnargörðum til að
hefta framgöngu eldsins. Upptök brunans má rekja til skólaferðalags MK, þar sem nemendur voru að fikta með blys og biður slökkviliðið fólk um að fara var-
lega nálægt þurrum jarðvegi. Þá segir kynningarstjóri Skógræktarinnar það alvarlegt að það skorti slökkviskjólur á landinu. FRÉTTABLAðIð/VALLI
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af
borðstofuborðum frá CASÖ
Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm
reykt eik og nature eik.
benediktarnar@frettabladid.is
ELDsvoÐi Sinubrunar við Straums-
vík og í Elliðaárdal eru afar góð
áminning um mikilvægi þess að
hafa vel útbúið slökkvilið. Þetta
segir Pétur Halldórsson, kynn-
ingarstjóri Skógræktarinnar á
Akureyri.
Í vikunni var slökkvilið kallað til
tvisvar vegna sinubruna. Brunann
í Hafnarfirði má rekja til óhapps í
skólaferðalagi menntskælinga.
Pétur segir mikla hættu á gróður-
eldum á þessum árstíma, enda er
gróðurinn þurr. Margt geti valdið
eldi. Nefnir hann sérstaklega f lug-
elda, sígarettur og einnota grill.
„Auðvitað getur gerst að eldur
kvikni af náttúrulegum orsökum,
en þetta er oft rakið til fólks, bæði
óvart og viljandi. Oft og tíðum
eru þetta brennivargar sem vilja
kveikja í,“ segir Pétur.
Slökkviliðið er að sögn Péturs
ekki nógu vel búið fyrir slíka bruna.
„Búnaðinn vantar og það vantar
f leiri skjólur,“ segir Pétur. n
Sinubruni minnir
á að slökkvilið
vanti betri búnað
helenaros@frettabladid.is
REykjAvík Guðjón Eggertsson,
heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur, segir trjáhús
á borgarlandi án samþykkis ekki
leyfð. Þau geti skapað slysa- og
brunahættu og orðið aðsetur úti-
gangsfólks eða vímuefnaneytenda.
Fréttablaðið sagði frá trjáhúsi
við Reynisvatn í Grafarholti í gær
sem sex vinir á þrettánda aldursári
smíðuðu. Þá dreymdi um skemmti-
legt sumar í trjáhúsinu við vatnið,
allt þar til í síðustu viku, að heil-
brigðiseftirlitið tilkynnti að rífa
þurfi húsið fyrir 7. apríl.
„Það er einfaldara að kveikja í
svona heldur en trjágróðri. En það
er nú stærra atriði, myndi ég nú
samt segja, að það getur eitthvert
fólk sem er kannski ekki alveg á
sínum besta stað í lífinu farið að
nýta þetta sem skjól,“ segir Guðjón.
Með tilkynningunni hafi átt að ná
sambandi við hluteigandi. „Þeir
vissulega sendu póst á okkur, sem
ég svaraði, og það getur þá orðið
grundvöllur að frekara samtali.“ n
Trjáhús gæti orðið útigangsfólki skjól
Arnar Magni, Garðar, Alexander, Sig-
urður, Kristófer og Andri eiga trjáhús
við Reynisvatn. FRÉTTABLAðIð/AnTon
Pétur
Halldórsson,
hjá Skógrækt-
inni á Akureyri
2 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023
LAUGArDAGUr