Fréttablaðið - 25.03.2023, Side 22

Fréttablaðið - 25.03.2023, Side 22
Það er voða erfitt að vera tapsár í lúðrasveit. Þorkell Harðarson brennur fyrir því að skemmta fólki, ekki bara fólki heldur hinum svokallaða „bol“, sem útleggja mætti sem almúga. Eftir tvær veiðiferðarmyndir er sú þriðja í pípunum og í næsta mánuði blæs hann ásamt lúðra- sveitinni Svani til eitís-veislu í Hörpu. Við félagarnir, ég og Örn Marinó Arnarson, hinn helmingurinn af mér eða vinnueiginkona mín, erum að vinna að mynd- inni Lokatónleikarnir eftir Sigurjón Kjartansson sem fjallar um kammer- sveit í kröggum. Sveit sem er að fara á hausinn og til í að gera hvað sem er til að ná að halda tónleika, brjóta bæði guðs og manna lög,“ segir Þorkell en myndin skartar stórstjörnum og það er varla á nokkurn hallað ef þeir Hilmir Snær og Halldór Gylfason eru þar nefndir ásamt Helgu Brögu, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Ilmi Kristjáns. Þeir félagar Þorkell og Marinó hafa staðið að þó nokkrum kvikmyndum saman, meðal annars hinum vinsælu Síðustu veiðiferðinni og Allra síðustu veiðiferðinni. Við erum ekki að gera list „Við vorum ákveðnir í því, að ef við færum út í að framleiða kvikmyndir, þá væri það til að skemmta bolnum. Okkur langaði að fá fólk til að fara í bíó og hlæja, fá 90 mínútna dóp- amínfix. Við erum ekki að gera list – við erum iðnaðarmenn,“ segir Þor- kell. „En ef iðnin er vel gerð verður kannski til eitthvað sem er listfengt.“ Þeir félagar settu það ekki sem markmið að komast á virtar kvik- myndahátíðir erlendis eins og margir kolleganna. „Það var orðin forsenda fyrir því að frumsýna mynd á Íslandi að ein- hver valnefnd erlendis hleypti henni náðarsamlegast inn á kvikmyndahá- tíð. Þetta er í mínum huga Garðars Hólm-heilkenni, að þú þurfir að vera frægur í útlöndum til að geta sýnt pöpulnum hér hvað þú ert frábær. Okkur langaði frekar gera mynd sem virkar í lókalinn, á Siglufirði, Kópa- vogi og Garðabæ og þar fram eftir götunum.“ Endurreisn íslenskra kvikmynda Þorkell bendir á að aðsókn á íslensk- ar myndir hafði farið dalandi þegar þeir unnu að fyrri Veiðiferðinni. „Við settum okkur það markmið að laga ímyndina um íslenska mynd í bíó. Við fórum út fyrir bransaelítuna og töluðum við kennara, verkamenn, bensínafgreiðslufólk og lækna og spurðum: „Hversu mikið langar þig að fara á nýja íslenska mynd í bíó?“ Svarið var yfirleitt: „Ekki neitt,“ eða: „Ég bíð bara eftir að hún komi á RÚV.“ En það er mjög slæmt fjárhags- lega fyrir kvikmyndaframleiðanda,“ segir Þorkell. Eftir að meðalaðsókn á íslenska kvikmynd 13 árin á undan hafði verið í kringum 13 þúsund manns sáu 36 þúsund manns Síðustu veiði- ferðina. „Viðmiðið er 20 þúsund, þá er þetta hittari og allt yfir það er monster hittari, eins og Villibráð núna sem er komin í 55 þúsund áhorfendur og Napóleónsskjölin í 28 þúsund, þetta er eins og að verða vitni að endurreisn.“ Skandinavíumet í nekt Veiðiferðirnar tvær sem slógu ræki- lega í gegn fjölluðu um veiðihóp miðaldra karla og ævintýri þeirra. Einhverja nekt var að finna í fyrri myndinni en hún var tekin upp á næsta plan í þeirri síðari. „Ég held að við eigum heimsmet, alla vega Skandinavíumet, yfir fjölda allsberra karla í lengri tíma á skjánum.“ Þorkell segir þá hafa verið komna í viðræður við finnskt framleiðslu- fyrirtæki um endurgerð myndanna en þeir samningar hafi strandað á nektaratriðunum. Ekkert meira töff en að vera í lúðrasveit „Ég var mjög hissa því ég hélt að Finnar væru ágætlega slakir.“ Þorkell segir leikarahópinn ekki hafa verið viðkvæman fyrir því að koma nakinn fram. „Við sjálfir höfum nú ekki einu sinni hugmyndaflug í sumt af þessu, margt kom frá leikurunum sjálfum sem vissu að ef þeir ætluðu að gera aðra mynd þá þyrfti að toppa þá fyrri.“ Blanda trausts og vantrausts Þorkell segir öllu hafa skipt að hóp- urinn væri góður við gerð myndanna tveggja. „Það þarf að ríkja ákveðið traust en svo þarf líka að vera ákveðið van- traust. Að það sé ekki of mikil trú á að það sem við séum að gera sé ótrú- lega frábært, að það sé nettur sjálfsefi svo farið sé vel yfir hlutina.“ Nú er þriðja myndin komin á teikniborðið og fer hún í tökur á næsta ári. „Hún verður tekin upp í Húna- þingi í Svartárdal. Svo eru tvær aðrar á teikniborðinu. Þó allir aðrir segi að þrjár séu nóg þá vil ég meina að þetta geti verið: Síðasta, allra síðasta, lang síðasta en þá eru eftir: Næst síðasta og fyrsta,“ segir Þorkell og bendir á hversu gaman það væri að fara í for- sögu karakteranna. „Skýra þá út, af hverju þeir eru svona skemmdir eins og mið- aldra karlar eru oft, skemmdir af umgengni við sjálfa sig.“ Þorkell segir ekki útilokað að kona fari með í veiðiferðina í næstu mynd. „Í fyrri myndunum voru konur handhafar valdsins og mér sýnist kona mögulega detta inn í túrinn í næstu mynd. Kannski er hún bara helmingi verri en þeir.“ Ekkert meira töff en lúðrasveit Í umræddum kvikmyndum náði Þorkell að sameina tvær ástríður, kvikmyndagerð og laxveiði, en þar með eru hugðarefnin ekki upptalin því hann er forfallinn lúðra sveitar- nörd sem leikið hefur á klarínett frá því í kringum fermingaraldur. „Ég var með sítt hár og talaði ekki mikið enda feiminn svo það héldu Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is allir að ég væri stelpa fyrstu tvö árin. Einn básúnuleikaranna hjálpaði mér því alltaf að binda bindishnút á búningnum, því hann hélt að stelpur þyrftu hjálp við það,“ segir hann og hlær. Þorkell hefur verið í lúðrasveitinni Svani með hléum í að verða fjörutíu ár þar sem hann leikur á klarínett og saxófón. „Þetta þótti nú aldrei töff en svo þegar maður þroskast hugsar maður hvort maður ætli að horfa á heiminn með sínum augum eða eins og aðrir horfa á mann. Þegar það fór að þroskast í manni einhver framheili fattaði ég að það er ekkert meira töff en að vera í lúðrasveit,“ segir hann ákveðinn. Meiri kærleikur en keppnisskap Þorkell segir einn stóru kostanna við lúðrasveit vera að þar sé pláss fyrir flestalla. „Ég kom þarna inn aleinn og fann mína félaga sem svo urðu vinir mínir. Það er voða erfitt að vera tapsár í lúðrasveit. Það er meiri kærleikur en keppnisskap. Þú ert engin stjarna í lúðrasveit, það eru auðvitað ein- hverjir betri en aðrir en ef aðeins þeir bestu myndu mæta yrði þetta aumkunarvert því það væri enginn til að lyfta undir þá. Þannig að þeir bestu funkera ekki án þeirra verstu og öfugt. Þetta er svolítið uppskriftin að lífshamingju – að vera í lúðra- sveit.“ Þorkell bendir einnig á að þegar hann eigi í viðskiptum sé gott að eiga við aðra lúðrasveitarmeðlimi. „Þá segir maður kannski: Hei, ert þú ekki í lúðrasveit Hafnarfjarðar? Þá er ákveðið blikk og maður fær afslátt. Það er lúðrasveitamafía.“ Eitís-draugur í sveitinni Lúðrasveitir fóru ekki varhluta af samkomutakmörkunum en með- limir Svans eru stórhuga og undirbúa nú allsherjar eitís-veislu í Norður- ljósasal Hörpu þann 15. apríl. Þorkell segir eitís-draug í sveitinni. „Meðlimir eru margir orðnir vel miðaldra og voru eitís-börn. Það er eitthvað geggjað við þessa músík þótt maður hafi aldrei játað að hlusta á hana á sínum tíma.“ Sveitin hefur fengið leikkonurnar Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Sögu Garðarsdóttur til liðs við sig. „Þær munu syngja og svo verðum við dýrasta karókí-hljómsveit sög- unnar á bak við,“ segir Þorkell í létt- um tón en auðvitað verður hljóm- sveitin á sviðinu. „Katla og Saga mættu á fyrstu æfingu um daginn og þá lifnaði allt við. Á dagskránni eru söngkonulög frá Röggu Gísla, Bonnie Tyler, Kate Bush og f leirum. Þetta er svona estrógenhátíð og bara geðveikt. Þetta er bara partí, laugardagskvöld og ég vil fá öskurfjöldasöng og stuð,“ segir hann augljóslega fullur eftir- væntingar. „Við erum svo að vinna í að fá frægan japanskan plötusnúð í partíið. DJ Soda Stream, þetta verður varla meira eitís en það.“ Þorkell bendir á að í sveitinni sé kynjunum jafnt skipt. „Þetta er jafnvel 51/49 konum í hag og það er kannski uppskriftin að kærleik- anum.“ Þetta er bara gloríus Þorkell vill veg lúðrasveitartón- leika sem mestan og hefur stúderað amerísk bönd þar sem er sjóið skiptir meira máli en spilamennskan, hér heima sé því öfugt farið. „Að fara á lúðrasveitartónleika hefur svolítið verið eins og að horfa á fólk í náttfötum taka stærðfræði- próf á sviði. Ekki gaman að horfa á, en ógeðslega gaman að spila. Ég er alltaf að reyna að etja fólki út á for- aðið og fá það til að setja konfettifall- byssu ofan í túbuna,“ segir hann og rifjar að lokum upp þegar það rann upp fyrir honum ljós: „Þegar ég fattaði að það er bara ekkert meira töff en að labba niður Laugaveginn í ullar-lúðrasveitar- búningi, fretandi á lúður – þetta er bara gloríus!“ n Þorkell segir það ekki hafa þótt töff að vera í lúðrasveit þegar hann var unglingur, hann hafi þó áttað sig á því síðar að það sé ekki bara gloríus að freta á lúður á leið niður Laugaveginn heldur uppskrift að lífshamingju. Fréttablaðið/Ernir 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.