Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 18
Sýningin er fyrir alla og um að gera að taka krakkana með, ekki spurning. Átján mánuðum síðar er hún svo komin í veikinda- orlof. Um helgina | Við mælUm með | bjork@frettabladid.is Í dag, laugardag, verður mikið um dýrðir í Reiðhöll- inni Víðidal þar sem haldinn er dagur reiðmennskunnar og að kvöldi er stórsýning Fáks og veisla hestafólks. bjork@frettabladid.is Ei na r Gí sla son, f r a m- kvæmdastjóri Fáks, segir sý ning una hafa ver ið haldna í þó nokkur ár en fyrir nokkrum árum hafi dagur reiðmennskunnar bæst við. „Fyrir nokkrum árum var ákveð- ið að gera meira úr sýningunni og gera hestamennskunni hærra undir höfði með því að vera með hálfgerðan menntadag yfir dag- inn.“ Skipulögð dagskrá hefst klukkan 10 þegar reiðkennaraefni Hóla- skóla sýna listir sínar. „Þar koma fram þriðja árs nemar Háskólans á Hólum, reiðkennara- efni Hólaskóla í tveggja tíma sýn- ingu þar sem þau koma fram með nokkur þemu.“ Að því loknu er það Sarah Seifert, þjálfari í klassískri barokk-reið- mennsku sem leiðbeinir tveimur nemendum í gegnum barokk- æfingar. „Svo mæta þau Julio Borba, reiðmeistari frá Portúgal, og Olil Amble, frá Gangmyllunni í Syðri- Gegnishólum. „Þau ætla að sýna yfirlínu og gangskiptingar með mörgum okkar færustu þjálfurum og sýnendum.“ Stórsýning fyrir alla Einar var í óðaönn að undirbúa daginn í Reiðhöllinni þegar við náðum tali af honum og leyndi eftirvæntingin sér ekki. „Þetta verður alveg frábær dagur og einstaklega fróðlegur fyrir alla hestamenn,“ segir hann en bætir við að stórsýningin sem hefst klukkan 20.30 um kvöldið geti höfðað til allra. „Sýningin getur höfðað til allra, þar verða þriggja mínútna atriði þar sem fólk sýnir það besta sem hesturinn þeirra hefur upp á að bjóða. Um 70 hestar koma fram og verður mikið um dýrðir,“ segir Einar og nefnir sérstaklega 20 kvenna hóp frá Fáki. „Það eru Töltslaufur, 20 konur sem hafa verið að æfa að ríða í slaufur og sýna afraksturinn. Þær eru alltaf í búningum og leggja mikið í atriðið sem hefur alltaf vakið mikla lukku.“ Hestamenn fagna um kvöldið Ungmenni Fáks og sýnendur af öllu landinu sýna jafnframt listir sínar á þessari vinsælu sýningu og hvetur Einar alla sem hafa gaman af fallegum hrossum og f lottri reið- mennsku til að koma. „Sýningin er fyrir alla og um að gera að taka krakkana með, ekki spurning,“ segir hann aðspurður. Að sýningu lokinni halda þeir Bóas Gunnarsson og Dagur Sig- urðsson uppi stemningunni í veislusalnum og segir Einar þá hafa slegið algjörlega í gegn í fyrra. „Það var frábært partí. Þetta er viðburður sem enginn hestamað- ur má láta fram hjá sér fara,“ segir hann að lokum um leið og hann er rokinn í að klára að stilla upp fyrir stórsýningu. n Veisla hestafólks í Víðidal Smiðjan er rými á Hótel Marina sem nýta á til að bjóða lista- mönnum að koma sköpun sinni á framfæri sér að kostn- aðarlausu. mynd/aðsend Á Stórsýningu Fáks sem verður í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld verður hægt að sjá um sjötíu hross og knapa þeirra leika listir sínar. mynd/aðsend bjork@frettabladid.is Í dag, laugardag, verður í fyrsta sinn boðið upp á fatamarkað í Smiðj- unni, nýju rými á Berjaya Reykja- vík Marina Hotel. Frá klukkan 14 til 18 verður hægt að skoða og kaupa fatnað og aukahluti úr skápum hóps kvenna í takt við tónlist og tilboð á drykkjum. Um er að ræða rými þar sem ætl- unin er að bjóða listafólki að koma vörum og list sinni á framfæri, því að kostnaðarlausu. Það er fjölbreyttur hópur kvenna sem stendur að fatamarkaðnum og segjast aðstandendur spenntir að sjá hvernig til tekst. Það verður alls konar varningur í boði, föt, skart og aukahlutir. Einn- ig verður plötusnúður á staðnum og svo er auðvitað alltaf happy hour á Slippbarnum frá klukkan 15 til 18. „Við vorum að kynna nýjan kok- teila- og matseðil, þannig að það verða nýjar og spennandi veitingar í boði fyrir þyrsta og svanga,“ segir Catia Andreia De Brito Pereira, við- burðastjóri staðarins. Smiðjan er komin til að vera og verða listsýningar og viðburðir í rýminu frá miðjum apríl og fram í miðjan júlí. Næsta miðvikudag verður til að mynda opnaður markaður List- forms sem sérhæfir sig í gerð nytja- og hönnunarvara með verkum og formum eftir íslenska myndlistar- menn og stendur hann í tvo daga. Ljóst er að listunnendur ættu að fylgjast með Smiðjunni næstu vikur og mánuði. n Fatamarkaður á Hótel Marina Í upphafi árs tóku gildi lög um sorgarorlof ætlað foreldrum sem missa barn undir átján ára aldri. Tillaga til breytinga á frumvarpinu liggur nú fyrir Alþingi og er til umsagnar í nefnd. Ganga breytingarnar út á að foreldri barna undir átján ára sem missir maka eigi sama rétt. Við höfum öll heyrt flugliða leiðbeina farþegum um að falli súrefnisþrýstingur á flugi skuli setja súrefnis- grímu fyrst á sig og í framhaldi á barnið. Ástæðan er sú að án grímunnar erum við sjálf ófær um að aðstoða barnið en þessar leiðbeiningar má yfirfæra á ýmsar hliðar lífsins. Iðunn Dögg Gylfadóttir sem segir átakanlega sögu sína í viðtali í þessu tölublaði er talandi dæmi um móður sem nauðbeygð er til að halda grímulaus áfram með lífið. Hún fer til vinnu nokkrum vikum eftir skyndilegt fráfall eiginmannsins enda orðin eina fyrirvinnan og reikningarnir hætta ekkert að koma inn um lúguna þótt heimur hennar hafi snúist á hvolf. Átján mánuðum síðar er hún svo komin í veik- indaorlof. Saga Iðunnar er ekkert einsdæmi. En svo foreldrar í hennar stöðu geti verið börnum sínum stoð og stytta verða þeir að fá færi á að byggja sjálfa sig upp. Í hennar tilfelli hefði nokkurra mánaða sorgarorlof breytt miklu, fyrir hana og drengina hennar tvo. n Súrefnisgrímuna fyrst á þig B59 hóteli Óhætt er að mæla með hótelinu B59 í Borgarnesi sem stendur við Borg- firðingabraut, gegnt Nettó. Hótelið er afar snyrtilegt með nýmóðins innréttingum. Morgunmaturinn er fyrirtak og á staðnum er eins konar lítil mathöll með veitingastað, freyðivínsbar og skyrbar. Rúsínan í pylsuendanum er svo spa í kjallar- anum, með þremur mismunandi eimböðum, vaðlaug, nuddpotti og bekkjum til að slaka á. Ostborgarahelgi Á hamborgarastaðnum Plan B Smassburger má alltaf finna afar gómsæta borgara á góðu verði en um helgar eru þeir á sérstaklega góðu verði. Plan B býður upp á ost- borgara á 550 krónur um helgar en borgarinn er klassískur, með lauk, súrum gúrkum, tómatsósu og sinn- epi. Á Plan B eru einnig á matseðli ljúffengir veganborgarar með djúp- steiktu vegan buffi, vegan osti og sósu. n 18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARS 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.