Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 24
Hvernig heldur þú að
það sé fyrir ungan
sveitadreng að verða
fyrir þessum ósköp-
um? En þetta kom til
móts við okkur.
Þegar ég ökklabrotn-
aði þá varð ég að segja
mig frá einhverjum
átta böllum sem ég var
búinn að bóka.
Skagfirski sveiflukóngurinn
Geirmundur Valtýsson heldur
söngkvöld í Salnum í Kópa-
vogi í kvöld. Hann varð þjóð-
þekktur árið 1972 þegar lagið
hans Bíddu við, fór á topp
íslenska listans. Geirmundur
er nú með bæði hross og
sauðfé á Geirmundsstöðum
en sinnir tónlistinni enn vel.
Tónlistarmaðurinn Geir-
mundur Valtýsson held-
ur Söngkvöld í Salnum í
Kópavogi í kvöld, laugar-
dagskvöld, þar sem hann
ásamt hljómsveit spilar og syngur
sín þekktustu lög auk fleiri slagara
sem allir kunna og eru áhorfendur
hvattir til að syngja með.
„Þetta er ekkert f lókið, við
byrjum á laginu Bíddu við, sem ég
varð nú þekktur fyrir árið 1972 og
svo bara höldum við niður blað-
síðuna og fólk syngur með,“ segir
Geirmundur, einnig þekktur sem
skagfirski sveiflukóngurinn, á sama
tíma og hann söng umrætt lag fyrir
blaðamann:
„Bíddu við, bíddu við,
bíddu vinur eftir mér,
Æ lofaðu mér að labba heim
með þér,
ég skal vera svo væn,
ef þú vilt í þetta sinn,
ég er svo hrifin af þér elsku
Nonni minn.“
Hver er þessi Nonni?
„Það er bara einhver Nonni, eng-
inn sérstakur Nonni. Það varð ein-
hver að vera þarna í þessu og Nonni
greyið bara tók það að sér,“ segir
Geirmundur og hlær.
Á toppi vinsældalistans
Lagið Bíddu við var á toppi vin-
sældalistans frá byrjun júlí árið
1972 fram í miðjan september. Geir-
mundur segir vinsældirnar hafa
breytt miklu í lífi hans. „Hvernig
heldur þú að það sé fyrir ungan
sveitadreng að verða fyrir þessum
ósköpum? En þetta kom á móts við
okkur og við fengum mikið meiri
aðsókn á dansleiki og allt það.“
Var þetta ekki skemmtilegt?
„Jú, heldur betur,“ svarar Geir-
mundur. „Við spiluðum úti um allt
og drösluðumst í fimm og sex sæta
f lugvélum hvert sem var. Fengum
hljóðfærin lánuð á stöðunum sem
við fórum á og lentum í alls konar,
maður myndi aldrei gera þetta
núna, bara aldrei,“ segir hann.
Geirmundur segir það hafa verið
í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá
honum og hljómsveitinni að spila á
böllum, ekkert hefði getað komið í
staðinn.
„Ég man eftir einu sérstöku atviki,
við vorum að spila á Humarhátíð í
Hornafirði, keyrðum á Akureyri
og þaðan fór f lugvél með okkur í
Hornafjörð. Við spiluðum á þessu
balli sem var alveg geggjað og síðan
fórum við heim um nóttina,“ segir
hann.
„Þetta var fyrsta helgin í júlí og
þegar við komum yfir Vatnajökul
þá bara fór vélin niður, bara alveg
hrundi niður og allt of lengi. Ég sat
frammi í hjá f lugmanninum og
gítarleikarinn sem var með okkur
spurði f lugmanninn hvort þetta
væri ekki búið hjá okkur. Hann hló
bara og sagði: „Nei, nei, nei, þetta
er nú ekki í fyrsta skipti sem þetta
gerist.“ Hann var sallarólegur en við
héldum bara að við værum að fara.
Þetta var ekkert spaug en svo lag-
aðist þetta, eins og hann sagði. Svo
þegar við komum inn í Eyjafjörðinn
og ætluðum að lenda þá voru svo
mikil læti að það var alveg ótrúlegt.
Flugvélin bara hristist og vingsaðist
í allar áttir, við vorum skíthræddir
en þetta er víst bara mjög eðlilegt
þarna.“
Þannig að þið hélduð að þið væruð
að deyja tvisvar í sömu flugferðinni?
„Já, við héldum það, en við slupp-
um.“
Geirmundur byrjaði að spila á
harmonikku þegar hann var ellefu
ára gamall. Honum verður ekki tíð-
rætt um aldur sinn en lætur uppi að
hann hafi byrjað að spila á böllum
árið 1958. Fyrir forvitna er Geir-
mundur fæddur þann 13. apríl árið
1944.
Alvarlegt ökklabrot
Spurður að því hvort draumurinn
hafi alltaf verið að verða tónlistar-
maður segir Geirmundur svo ekki
vera, hann hafi alltaf ætlað sér
að verða bóndi. „Sem ég er líka.
Núna er ég á jörðinni minni á Geir-
mundarstöðum, rétt fyrir framan
Krókinn. Hér er ég með 120 kindur
og 20 hross,“ segir hann.
Hann nýtur þess að sinna
búskapnum og líður vel á Geir-
mundarstöðum. „Það setti mig
reyndar út á kant í byrjun árs 2020
að ég tvíökklabrotnaði á vinstri fæti,
ég datt bara á svelli hérna frammi
á Geirmundarstöðum,“ segir Geir-
mundur sem var þá fluttur á Sjúkra-
húsið á Akureyri.
„Ég var þar í tíu daga og svo í
mánuð á Sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki, bara á hækjum að reyna að
æfa mig og styrkja. Þetta fór dálítið
með mig og svo loksins þegar ég
kom þarna út þá kom helvítis
Covid-ið,“ segir Geirmundur sem þó
hefur sloppið við að fá Covid sjálfur.
„Það hafði samt mikil áhrif og er
búið að vaða um allt, eyðilagði alla
dansleiki til dæmis. Þegar ég ökkla-
brotnaði þá varð ég að segja mig frá
einhverjum átta böllum sem ég var
búinn að bóka.“
Ertu búinn að jafna þig í fætinum?
„Nei, ég held að ég jafni mig aldr-
ei í fætinum. Núna sit ég og spila á
harmonikkuna en stend ekki við
hljómborðið eins og ég var vanur.“
Þannig að þú tekur skagfirsku
sveif luna sitjandi með nikkuna?
„Já, ég er nú hræddur um það,“
segir Geirmundur Valtýsson sem
lofar skagfirskri sveiflu og stemn-
ingu í Salnum í kvöld. n
Tekur skagfirsku sveifluna sitjandi í Salnum
Geirmundur flytur þekkt lög á borð við Nú er ég léttur í kvöld. Mynd/Feykir
Geirmundur
er enn á fullu í
tónlistinni en
hann er einnig
bóndi á Geir-
mundarstöðum.
Þar heldur hann
120 kindur og 20
hross.
Mynd/AðsendBirna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARS 2023
lAUgARDAgUR