Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 8
Þetta er með stærri atburðum á mínum læknisferli. Tómas Guð- bjartsson, hjarta- og lungna- skurðlæknir Já, þetta er algert kraftaverk. Elva Dögg Sigþórsdóttir fréttaviðtal | Lífi konu á fimmtugsaldri, sem vart var hugað líf eftir innlögn á Sjúkrahúsið á Akureyri – og hefði ekki lifað af sjúkraflutning til Reykja- víkur – var bjargað með því að f lytja nauðsynleg lækn- ingatæki og fagfólk frá Land- spítalanum og norður í land. Málið er einstakt í sjúkra- sögu landsmanna. Ein óvenjulegasta og sérstæðasta lífsbjörg í sögu Landspítalans átti sér stað fyrir ári þegar hópur lækna hélt þaðan í f lugi norður til Akur- eyrar með hjarta- og lungnadælu í farteskinu til að koma þar konu á fimmtugsaldri til hjálpar á neyðar- stundu. Fréttablaðið hefur fengið leyfi læknateymisins og sjúklingsins til að segja söguna, nú þegar ljóst er að konan hefur náð fullum bata, rétt rífu ári eftir bjargræðið. Sýking í tönn Sjúklingnum hafði hrakað mjög í febrúar á síðasta ári vegna sýkingar í tönn sem leitt hafði til fjölkerfalíf- færabilunar – og þótti augljóst að mati heilbrigðisstarfsfólks á Sjúkra- húsinu á Akureyri að hann myndi ekki lifa af sjúkraflug til Reykja- víkur. Því var haft samband við svo- kallað ECMO-teymi Landspítalans sem f laug norður með nauðsyn- legar græjur sem tengdar voru við sjúklinginn og leiddu að lokum til bata hans. „Já, þetta er algert kraftaverk,“ segir Elva Dögg Sigþórsdóttir, umræddur sjúklingur, sem þakkar læknavísindunum, jafnt sunnan heiða og norðan, svo og hugviti þeirra og snarræði, fyrir að vera á lífi í dag. „Ég hef náð mér að fullu – og það er auðvitað með hreinum ólíkindum miðað við það sem stefndi í á síðasta ári,“ segir þessi 42 ára Akureyringur og það er augljóst á tali hennar að hún er full þakklætis. Sýklasótt og lost Hún þjáðist af tannpínu í upphafi síðasta árs. Og eftir skoðun tann- læknis var henni ráðlagt að fara á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri til að fá þar sýklalyf. En hún tók ekki lyfjunum betur en svo að hún var lögð inn á lyflækninga- deild spítalans, sárþjáðari en fyrr. Sýkingin hafði leitt til svokall- aðrar fjölkerfalíffærabilunar, svo Elva Dögg var flutt yfir á gjörgæslu- deildina fyrir norðan. Þá var orðið ljóst að þessi hrausta kona, sem hafði aldrei áður glímt við erfið veikindi, var komin með sýkla- sótt og sýklasóttarlost sem lagðist á lungun og olli bráðum lungnaskaða og öndunarbilun. Hafin var með- ferð með æðavirkum lyfjum og öndunarvél, en það kom fyrir ekki, því ástandi sjúklingsins hélt áfram að hraka þrátt fyrir að hann fengi 100 prósent súrefni úr öndunarvél, svo léleg sem lungun voru orðin. Elva Dögg glímdi við alvarlegan öndunarvegsþrýsting. Enn frekari tilraunir til að bjarga henni, svo sem nýrnaskilun, báru ekki árangur. Þá var orðið ljóst að grípa þurfti til rót- tækra ráða – og raunar með þeim óvenjulegri í sjúkrasögu lands- manna. Meðferðarúrræði þrotin Gjörgæslulæknar Sjúkrahússins á Akureyri höfðu samband við svo- kallað ECMO-teymi Landspítalans í Reykjavík sem hefur yfir að ráða full- komnustu gerð af hjarta- og lungna- dælu. Teymið brást strax við og hóf þegar að koma tækjunum í það horf að hægt væri að flytja þau um borð í flugvél á næstu mínútum. „Þetta er með stærri atburðum á mínum læknisferli, það er með ólíkindum hvað samtakamátturinn getur gert,“ segir Tómas Guðbjarts- son, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem var í hópi læknateymisins ásamt þeim Bjarnveigu Ólafsdóttur, Felix Valssyni, Líneyju Símonardóttur og Herdísi Guðlaugsdóttur úr Reykja- vík, en fyrir norðan biðu þeirra gjör- gæslulæknarnir Björn Gunnarsson og Margrét K. Grétarsdóttir. „Meðferðin var lífsbjargandi, enda önnur meðferðarúrræði þrotin,“ bætir Tómas við, en um sé að ræða fyrsta tilfellið þar sem sjúklingur Flugu með hjarta- og lungnadælu að sunnan og björguðu lífi konu Elva Dögg Sigþórsdóttir. Tann- pínan í upphafi síðasta árs dró hana næstum því til dauða. Læknateymi Landspítalans á leið með ECMO-búnaðinn norður til Akureyrar. MYNDIR/LaNDspítaLINN Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Sú minnsta í heimi Á Landspítala er hægt að meðhöndla alvarlega hjarta- og eða lungnabilun með ECMO-búnaðinum og er deildin sem tekur á vand- anum ein sú minnsta í heimi sem býður upp á þessa flóknu meðferð. Í þessari einstöku sjúkrasögu er lýst tilfelli þar sem sjúklingur var tengdur við færanlega ECMO-dælu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fluttur á Landspítala með sjúkraflugi. Dælan hefur áður verið flutt á milli Fossvogs og Hringbrautar með sérstökum flutningabíl slökkviliðsins, en aldrei áður á milli landshluta. Elvu Dögg komið fyrir í sjúkraflugvél- inni á Akureyri áður en flogið var suður með hana. er f luttur á milli landshluta með ECMO-dælu (e. extracorporeal membraneous oxygenation). Samvinna læknanna að sunnan og þeirra sem fyrir voru á Akureyri, ásamt öðru starfsliði, gekk eins og best var á kosið. Dælur Landspítal- ans voru tengdar við sjúklinginn með slöngum í nára- og hálsbláæð – og náðist strax það mikið flæði um líkama hans að talið var fullvíst að hann gæti farið í sjúkraflug suður. „Við áttum frábært samstarf við læknalið Sjúkrahússins á Akureyri, svo og flugmenn og sjúkraflutninga- menn,“ segir Tómas. „Ekkert í ferlinu var sjálfgefið, svo sem flugið sjálft, en það er heljarinnar flókið mál að koma búnaðinum fyrir í lítilli flug- vél, því slöngurnar og búnaðurinn taka mikið pláss,“ bætir hann við. Upplifði martraðir Á þessum tíma vissi Elva Dögg ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað var að gerast í lífi hennar. Henni var ekki sagt frá því fyrr en löngu síðar að foreldrar hennar, Valdís María og Sigþór Gunnar, systur hennar tvær, Gyða Hrönn og Hildur Ýr, ásamt eiginmanni hennar, Hauki Tómasi, sátu þá með sjúkrahússprestinum við sjúkrabeðinn á Akureyri og báðu fyrir henni. Óvíst væri hvort hún lifði sjúkra- flugið af. Þetta var kveðjustundin, ef illa færi. En Elva Dögg svaf harla rótt í ECMO-vélinni á leiðinni suður. Henni var haldið sofandi í fimm sólarhringa. „Ég man ekkert fyrr en ég vaknaði, tveimur vikum eftir innlögnina nyrðra, og þá komin til Reykjavíkur,“ segir hún og rifjar upp að hún skildi ekkert af hverju hún kannaðist ekki við umhverfið í kring. „En ég var reið, ég man það eitt,“ segir hún hugsi eftir lífsreynsluna. „Á þessum tíma stóð það mér ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum að ég hafði upplifað martröð. Mig hafði dreymt alveg hræðileg atvik. Í svefn- ór unum hafði mér verið rænt og öll fjölskylda mín var meðsek,“ minn- ist Elva Dögg – og þar af leiðandi hafi hún verið lengi reið eftir að hafa létt að lokum svefni. Fyrir nú utan að hún vissi ekkert hvar hún var niðurkomin. Skildi ekkert í þessu Elva Dögg var tekin úr öndunarvél fimm dögum eftir að henni hafði verið flogið í lífshættu suður á Land- spítalann. Flugið heim á leið var henni sérstakt. Gott ef hún fór ekki að hlæja um borð í Fokkernum þegar hún rifjaði upp þegar systur hennar voru að koma því inn í kollinn á henni á gjörgæslunni á Landspítal- anum að hún væri búin að vera í Reykjavík í nokkra daga. „Ég skildi ekkert í þessu,“ segir hún. „Ég var bara svo hissa. Og ég er það eiginlega bara enn þá, rúmu ári eftir ferðina, einkennalaus og við góða líðan.“ Hún lenti heima á Akureyri 28. febrúar á síðasta ári, hálfum mán- uði eftir að henni fór að hraka hratt á spítalanum í heimabænum. Saga tannpínunnar hafði undið upp á sig. „Líkamlega er ég hress, en þetta ár hefur tekið á mig andlega,“ segir Elva Dögg. „Það er meira en að segja það að standa skyndilega svona nálægt dauðanum,“ segir hún og sér lífið í nýju ljósi með eiginmann- inum sínum og strákunum þeirra þremur, svo og stórfjölskyldunni allri sem hélt í höndina á henni á ögurstundu. n 8 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.