Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 46
Við heyrum margar erfiðar sögur í þessu starfi og það getur tekið á en ávinningur- inn sem við sjáum er svo mikill. Júlía Margrét Rúnarsdóttir Júlía Margrét Rúnarsdóttir og Lovísa Mjöll Kristjánsdóttir segja mikilvægt að hlúa að konum sem eru á örorku og með börn á framfæri. Hópur- inn sé einangraður og í lítilli virkni. Þær fara fyrir verkefni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þar sem konum í þessum hópi er veitt aðstoð. Félagsráðgjafarnir Júlía Margrét Rúnarsdóttir og Lovísa Mjöll Kristjáns- dóttir fara fyrir verkefn- inu Stattu með sjálfri þér – virkni til farsældar, hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar. Verkefnið er ætlað konum á örorku með börn á framfæri og hlaut á dögunum 9,8 milljóna króna styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðherra. Júlía og Lovísa segja afar mikil- vægt að hlúa að þessum hópi kvenna sem algengt er að búi við félagslega einangrun. „Konurnar á námskeiðinu hafa margar hverjar verið lengi heima og búa oft við félagslega einangrun,“ segir Lovísa. „Þegar fólk er komið á örorku er ekki mikil virkni í boði. Þegar fólk er til dæmis í endur- hæfingu er lagt upp úr því að virkja einstaklinga því örorka getur orðið einhvers konar endapunktur,“ bætir hún við. „Minni virkni hefur svo áhrif á trú fólks á sjálft sig og því lengur sem fólk er einangrað og óvirkt, því erfiðara er að fara af stað aftur. Það er ekkert sem grípur þennan hóp og þörfin er sérstaklega mikil hjá ein- stæðum mæðrum,“ segir Júlía. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og hópurinn sem tekur þátt stendur saman af um það bil f immtán konum. Þátttakendur fá ýmiss konar fræðslu ásamt ásamt einstakl- ingsviðtölum hjá Lovísu, Júlíu eða Guðnýju Helenu Guðmundsdóttur sem einnig starfar sem félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Við erum til dæmis með fjár- málafræðslu þar sem hver og ein fær ráðgjöf varðandi sín fjármál en þau geta verið mikill streituvaldur. Við höfum einnig verið með fræðslu um meðvirkni og tímastjórnun sem hefur reynst mikilvægt,“ segir Lovísa. „Það getur verið áskorun að fara af stað í virkni og því töldum við mikilvægt að hafa fræðslu um tíma- stjórnun,“ bætir hún við. Þá segir Júlía eitt af meginmark- miðum verkefnisins vera að ef la konurnar í foreldrahlutverkinu, þegar konunum fari að líða betur og virkni þeirra eykst skili það sér til barnanna. „Við sjáum það mjög skýrt. Það var ein kona hjá okkur sem sýndi mikla breytingu á nám- skeiðinu. Um leið og henni fór að líða betur fór barninu hennar að líða betur. Barnið fór að blómstra í skólanum, kennararnir voru að hringja heim og hrósa því og allt gekk svo vel,“ segir Júlía. „Þessi hópur sem er hjá okkur er auðvitað bara brotabrot af þeim konum sem eru á örorku með börn á framfæri en bara það að ná til þessara kvenna gefur okkur svo mikið og ég hugsa alltaf um börnin. Konurnar eiga á bilinu eitt til fjögur börn og við erum að ná til allra þessara barna þegar við náum til kvennanna,“ segir Júlía. „Ein af ástæðunum fyrir því að það var farið af stað í þetta verkefni er að það er algengt að kynslóð á eftir kynslóð komi til Hjálparstarfs- ins og leiti eftir aðstoð. Það er þessi félagslegi arfur og þetta verkefni er partur af að rjúfa hann,“ bætir Júlía við. Mikil áfallasaga Lovísa segir konurnar sem taka þátt í verkefninu f lestar eiga það sam- eiginlegt að hafa orðið fyrir ein- hvers konar áföllum í lífinu. „Það er oft ein ástæða þess að þær eru á örorku, áfallasögur þeirra eru mis- miklar en allar hafa þær einhverja sögu,“ segir hún. „Við höfum boðið upp á áfalla- meðferð og einstaklingsviðtöl hjá félagsráðgjafa sem sérhæfir sig í áföllum og eru margar sem nýta sér það,“ bætir Lovísa við. „Við heyrum margar erfiðar sögur í þessu starfi og það getur tekið á en ávinningurinn sem við sjáum er svo mikill,“ segir Júlía. „Konurnar sem hafa verið hjá okkur hafa f lestar upplifað einhverjar jákvæðar breyt- ingar hjá sér og sumar alveg magn- aðar breytingar á lífi sínu og það er svo frábært að sjá það. Sjá þær finna stefnu í lífinu,“ segir hún. „Annað sem er svo frábært að sjá er tengingin sem verður á milli kvennanna. Við byrjum alltaf á hópefli og maður sér strax tengslin myndast á milli þeirra. Ein sagði um daginn: „Þessi hópur gefur mér súrefni til að takast á við lífið.“ Sem sýnir að þær sækja mikinn styrk í hver aðra,“ segir Lovísa. „Þetta eru konur sem eru margar búnar að vera félagslega einangr- aðar heima hjá sér og bara það að mæta getur verið mikil áskorun fyrir þær, þannig fara þær langt út fyrir þægindarammann og rjúfa einangrunina. Svo sjá þær að það eru fleiri konur í sömu sporum og það gefur þeim kraft. Margar þeirra eiga alveg vinkonur og svona en það eru kannski konur sem eru í vinnu og allt annarri stöðu en þær og tengja ekki við þeirra veruleika,“ segir Júlía. Mikilvægt að hlúa að sjálfum sér Lovísa og Júlía eru sammála um að afar mikilvægt sé að hlúa að sjálfum sér í þeirra starfi. „Sem félagsráð- gjafi er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér,“ segir Lovísa. „Maður fer í félagsráðgjafarnám með það markmið að ætla að hjálpa fólki. Markmiðið er að hjálpa en maður veit líka að maður mun sjá fullt af erfðum hlutum á leiðinni en endapunkturinn er vonandi þess virði,“ segir Júlía. „Mér finnst afar mikilvægt að sinna sjálfri mér vel svo ég sé í stakk búin til að mæta fólki og veita því stuðning,“ segir Júlía. „Já, það er mikil ábyrgð falin í því að veita fólki félagslega ráð- gjöf og þá sérstaklega viðkvæmum hópum. Stundum heyrum við hluti sem eru virkilega erfiðir og maður þarf að læra að skilja vinnuna eftir í vinnunni,“ segir Lovísa. Þær segjast báðar nýta sér hand- leiðslu, það sé fagleg skylda þeirra. „Maður hittir svo mikið af fólki og heyrir svo mikið af sögum og ég held að það sé sama hvort maður er búinn að vera félagsráðgjafi í eitt ár eða 20 ár, þetta getur haft áhrif á mann,“ segir Júlía að lokum. n Júlía og Lovísa segja styrkinn sem verk- efnið hlaut frá félags- og vinnumarkaðs- ráðherra skipta afar miklu máli, nú sé öruggt að hægt verði að fara af stað með nýjan hóp. Hér eru þær ásamt Brimi Leó syni Júlíu. Fréttablaðið/ Valli Erfitt að fara aftur af stað út í samfélagiðBirna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 30 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.