Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 48
Ég veit í raun ekki hvort bæjarstjórinn eða foreldr- arnir voru spenntari fyrir þessu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 25. mars 1983 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Fjörutíu ár eru liðin frá því poppgoð- sögnin michael Jackson frumsýndi opinberlega eitt frægasta dansspor allra tíma, The moonwalk í sjónvarps- þættinum motown 25: Yesterday, Today, Forever, sem á hinu ástkæra ylhýra útleggst sem motown 25: Í gær, í dag, að eilífu. Þátturinn var tekinn upp í tilefni 25 ára afmælis motown plötuútgáfunnar, en Jackson hafði verið samningsbund- inn útgáfunni frá níu ára aldri, þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með bræðrum sínum í The Jackson Five. Jackson flutti lagið Billy Jean fyrir fullan sal af áhorfendum. Við takt- fasta, ofursvala bassalínu lags- ins sveif Jackson um gólfið líkt og hans var vani og vísa. En það er ekki fyrr en um miðbik lagsins sem söngvarinn stoppar, snýr sér við og tekur dans- sporið víðfræga, The moonwalk eða Tunglgönguna. Það ætlaði allt um koll að keyra meðal áhorfenda, sem hrein- lega göptu af undrun og hrifningu yfir lipurð Jacksons á sviðinu. Þátturinn var frumsýndur í sjón- varpi tæpum tveimur mánuðum eftir upptökuna og má segja að tunglganga Jacksons hafi orðið heimsfræg á einni nóttu. Upp frá þessu varð tunglgangan að einkennisdansspori Jacksons, sem ungir sem aldnir víða um heim reyndu og hafa reynt að apa upp eftir söngvaranum, með misgóðum árangri. síðan þá hefur það verið mál mann að Tunglgangan hafi stimplað Jackson inn sem goðsögn í popp- heiminum. n Michael Jackson frumsýnir The Moonwalk 1199 Ríkharður ljónshjarta Englandskonungur verður fyrir örvarskoti þegar hann situr um kastala í Frakk- landi, þar sem uppreisnarmenn höfðu búið um sig. Blóðeitrun hleypur í sárið og hann deyr rúmri viku síðar. 1634 Fyrstu ensku landnemarnir koma til maryland, fjórðu varanlegu nýlendu Englend- inga í Nýja heiminum. 1655 Christiaan Huygens upp- götvar Títan, stærsta tungl satúrnusar. 1807 Breska þingið bannar þræla- verslun. 1901 Fyrsta tvígengisdíselvélin er sýnd í manchester. 1956 selfosskirkja er vígð. 1957 rómarsáttmálinn er samþykktur með þátttöku Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýskalands. 1979 Fyrsta nothæfa geimskutlan, Columbia, er afhent Nasa. 1990 Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Ungverjalandi fara fram. 2000 skautahöllin á akureyri, íþróttamannvirki skauta- félags akureyrar, er formlega opnuð. 2001 schengen-samstarfið tekur gildi á Norðurlönd- unum. Mikil tímamót er nú hjá Kópa- vogsbæ því íbúar bæjarfélags- ins eru orðnir fjörutíu þúsund. Einstaklega skemmtileg tilviljun segir móðirin og bæjarstjórinn fagnar miklum gleðitíðindum. erlamaria@frettabladid.is Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir og Árni Grétar Finnsson, ungir foreldrar í Kópa- vogi, eignuðust lítinn dreng þann 15. mars síðastliðinn. Það eitt og sér væri kannski ekki saga til næsta bæjar nema fyrir þær sakir að sá stutti er fjörutíu þúsundasti íbúi Kópavogs. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir tíðindin mikið gleðiefni. Starfsmenn bæjarskrifstof- unnar hafi beðið eftir þessum degi í þónokkurn tíma. „Það var svo skemmtilegt að heyra þegar þetta loksins gerðist, því við vorum búin að vera að velta fyrir okkur í talsverðan tíma hvenær að þessu myndi koma. Ég veit í raun ekki hvort bæjar- stjórinn eða foreldrarnir voru spenntari fyrir þessu,“ segir Ásdís og hlær. „En þetta eru svo sannarlega tíma- mót hér í Kópavogi, að íbúar séu orðnir fjörutíu þúsund talsins og einstaklega ánægjulegt að fá að bjóða einn af yngstu íbúum bæjarins velkominn í heiminn,“ bætir hún við. Mjög skemmtileg tilviljun Fyrir eiga þau Melkorka og Árni tvö börn, þau Sesselju Katrínu og Finn, og er drengurinn litli, sem hefur ekki enn hlotið nafn, þeirra þriðja barn. Melkorka segir tíðindin einstaklega skemmtileg, en þó hafi þau ekki endilega komið á óvart. „Þetta var svo fyndið því við vorum uppi á fæðingardeild þegar við sáum færslu á Instagram hjá Ásdísi, bæjar- stjóra Kópavogsbæjar, að það væru 39.999 Kópavogsbúar þegar komnir og hver yrði nú næstur,“ segir Melkorka hlæjandi, og heldur áfram: „Við hugsuðum með okkur, ætli það verði ekki okkar drengur, því það var stutt í að hann kæmi. Svo varð það raun- in, þannig að þetta var mjög skemmtileg tilviljun,“ segir hún. Nýflutt í Kópavoginn Í tilefni þess að drengurinn litli er nýjasti heiðursborgari Kópavogsbæjar heimsótti Ásdís fjölskylduna í gær fyrir hönd bæjarfélagsins. Melkorka segir heimsóknina hafa verið ánægjulega. „Hún kom færandi hendi með smekk og samfellu, blóm og gjafakort til þess að fagna þessum tímamótum. Við eigum samt eftir að taka mynd af honum í sam- fellunni, en það stendur á henni að hann sé fjörutíu þúsundasti Kópavogsbúinn,“ segir Melkorka, og heldur áfram: „Við erum ekkert smá glöð með þetta því við erum tiltölulega nýflutt í Kópa- voginn og þetta er bara mikill heiður. Okkur finnst bara eins og það sé verið að vígja okkur svona vel inn í Kópavoginn,“ segir hún. n Lítill drengur er fjörutíu þúsundasti íbúinn í Kópavogi melkorka og fjölskylda eru afar lukkuleg með tíðindin. Þetta sé mikill heiður þar sem þau eru tiltölulega nýflutt í bæjarfélagið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 32 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARs 2023 LaUGaRDaGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.