Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 57
Þetta byrjaði fyrir kannski svona fimm árum síðan, þá gerði ég eitt verk í brúntóna- litum sem er svona vísun í jarðlög. Myndirnar eru allar tengdar Úkraínu, úkraínsk föt, úkraínsk blóm, himinn og náttúra, hús og börn. Smiðjuvegur 12, rauð gata - S. 566 6630 - gluggagerdin@gluggagerdin.is Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Halldór Sturluson sýnir verk á mörkum bókverka og mál- verka í Gallery Port sem vísa bæði í jarðlög og æviskeið manneskjunnar. tsh@frettabladid.is Listamaðurinn Halldór Sturluson opnar einkasýningu sína Yfirborð í Gallery Port í dag, 25. mars, klukkan 16. Halldór lærði myndlist við Nuova Accademia Di Belle Arti í Mílanó og starfar við leikmuna- og leikmynda- gerð hjá Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann er lærður húsgagnasmiður. Þú ert svolítið að fást við hand- verkið? „Já, og það má alveg sjá það á þess- ari sýningu, ég smíða alla rammana sjálfur og þetta er rosa mikið hand- verk.“ Verkin á sýningunni Yfirborð eru litastúdíur þar sem pappír er útgangspunkturinn. Halldór raðar fínlega skornum pappírsrenningum í ólíkum litasamsetningum í ramma svo úr verður eins konar þverskurður sem minnir á jarðlög. „Þetta byrjaði fyrir kannski svona fimm árum síðan, þá gerði ég eitt verk í brúntónalitum sem er svona vísun í jarðlög. Ég gerði eitt þann- ig verk og setti það til hliðar og var ekkert að hugsa um það. Svo fór þetta alltaf að kalla meira á mig og fyrir tveimur árum þá tók ég þetta upp aftur og sýndi eitt verk hérna á jólasýningu Gallery Port og eftir það hefur þetta tekið mest alla mína orku undanfarið,“ segir Halldór. Unnið eins og bókverk Í sýningartexta segir að þegar horft sé á myndflötinn sjáist þverskurður litaðra pappírsrenninga sem raðað hefur verið saman í ólíkum litasam- setningum. Ólíkir litir pappírsins renna saman og mynda nýja liti, eins og þegar málning er blönduð og verður áferðin allt að því flauels- kennd. Raðar pappírnum upp í jarðlög Halldór lærði myndlist í Mílanó og starfar við leik- muna- og leik- myndagerð hjá Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann er lærður húsgagna- smiður. Fréttablaðið/ anton brink „Þetta er unnið svolítið eins og bókverk, pappírinn er skorinn og svo kemur bókbandslím sem heldur þessu öllu saman. Það er eitt verk á sýningunni sem er eins konar dreg- ill sem hangir frá loftinu og alveg niður á gólf,“ segir Halldór. Hvernig vinnurðu verkin? „Þetta er skorið bara í skurðarvél niður í mjög þunnar ræmur, svo er þessu raðað upp og ég er kannski með tiltölulega fastmótaða hug- mynd til að byrja en svo er þetta unnið í svo miklu f læði að hún breytist. Ég legg upp með eitthvað útlit en svo verður þetta svolítill spuni af því maður sér eitthvað gerast og breytast. Litirnir eru allt- af að blandast saman eins og þegar maður blandar saman bláum og gulum þá finnst manni það verða grænn.“ Vísun í símaskrána Verkin á sýningunni eru í mismun- andi litum og stærðum og kveðst Halldór vera allt frá einum degi upp í nokkra daga að vinna hvert verk. Þá smíðar Halldór einnig rammana sjálfur enda er hann menntaður húsgagnasmiður. „Rammarnir voru allir miklu þykkari í eldri verkunum. En núna lagði ég mikla áherslu á að hafa rammana sem fínlegasta. Þú horfir á verkin og þér finnst þau vera létt og svífandi en svo eru þetta náttúr- lega bara gríðarlega þung verk,“ segir hann. Þá segir Halldór það vera mjög breytilegt hvaða liti hann notar hverju sinni. „Gróflega raða ég upp þeim litum sem ég vil nota í verkin hverju sinni en svo breytist það. Eitt sem ég hef gert er að ég afmarka mig kannski bara við þrjá liti og þá verður það bara verkið, sem er áhugavert af því þá er maður bara kominn með ákveðinn strúktúr sem maður heldur sig við. Svo er eitt verkið vísun í símaskrána, mér finnst oft svo áhugavert að horfa inn í kjölinn á bókum, þetta er svolítið skírskotun í það.“ Hellir sér í listina Spurður um hvernig hann skilgreini verk sín segir Halldór þau vera á mörkum þess að vera bókverk og málverk. „Mér finnst þau svolítið geta teygt anga sína í átt að bókverki. Auðvitað er þetta smá eins og málverk því maður er að blanda litunum saman á meðan maður er að vinna verkið.“ Þetta er fyrsta einkasýning þín í nokkur ár, ætlarðu að hella þér á fullu aftur í listina núna? „Já, það er markmiðið. Það er tvennt á döfinni á næsta ári en það er ekki alveg komið fast í hendi og jafnvel ein lítil sýning á þessu ári.“ n tsh@frettabladid.is Samtökin Support for Ukraine Ice- land standa fyrir viðburði í dag, 25. mars, í Kringlunni þar sem opnuð verður sýning á myndum eftir börn í Úkraínu og úkraínsk börn í Vestur- bæjarskóla og úkraínska móður- málsskólanum í Reykjavík. Hin úkraínska Oksana Shabatura er ein þeirra sem stendur að viðburðinum en hún hefur verið búsett á Íslandi í nítján ár. „Við höfum skipulagt mynda- sýningu á myndum barnanna, bæði sem við fengum frá Úkraínu og líka frá börnum sem eru stödd hér á Íslandi. Sá sem skipuleggur þetta heitir Kristófer Gajowski en hann vinnur fyrir Support for Ukraine Iceland,“ segir Oksana. Hún tekur þátt í starfi úkraínska móðurmálsskólans sem starfar undir hatti samtakanna Móðurmál sem hafa verið starfrækt á Íslandi frá 1994 og bjóða upp á móðurmáls- kennslu á ýmsum tungumálum. „Það eru 22 hópar sem eru skráðir en það eru 16 hópar virkir, meðal annars litáíska, lettneska, pólska og mörg mismunandi tungumál. Úkra- ínski hópurinn var skráður á pappír en það var aldrei kennd úkraínska heldur bara töluð rússneska og kennt um rússneskar hefðir. Það tók okkur smá tíma í vor að berjast fyrir að loka þessum hóp og opna nýjan sem var í alvöru úkraínskur,“ segir hún. Úkraínski hópurinn var stofn- aður í september 2022 og er með aðstöðu í Fellaskóla í Breiðholti. Fjórir kennarar starfa í sjálf boða- vinnu hjá hópnum; Halyna Hala- pats, Lesya Derkach, Ína Holoyad og Valentina Shevchenko. „Á laugardögum frá 10-12 fer fram úkraínskukennsla og það eru sirka 16-20 börn á mismunandi aldri og áhersla lögð á að tala úkraínsku, lesa úkraínskar bækur og ljóð. Yngri börnin læra að skrifa, læra stafi og orð og teikna myndir,“ segir Oksana. Sýningin verður opnuð klukkan 14.00 á fyrstu hæð Kringlunnar og samhliða því mun úkraínska söng- konan Tatjana Kasicz koma fram ásamt börnum úr Tónlistarskóla Sigursveins og Flautukór Tónlistar- skóla Kópavogs. „Myndirnar eru allar tengdar Úkraínu, úkraínsk föt, úkraínsk blóm, himinn og náttúra, hús og börn. Sumar myndirnar eru líka sorglegar með engla og sprengju,“ segir Oksana. Fyrir sýningaropnunina, klukkan 12, verður boðið upp á samveru- stund á Borgarbókasafninu Kringl- unni. n nánar á frettabladid.is Sýna teikningar eftir úkraínsk börn Fjórir kennarar starfa hjá úkraínska móðurmálsskólanum; þær Halyna Hala- pats, Lesya Derkach, Ína Holoyad og Valentina Shevchenko. Mynd/aðsend Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is FRéttablaðið menning 4125. maRS 2023 LAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.