Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 49
Í dag er það að vera les- blindur orðið viðurkennt í öllu skólakerfinu, sem við teljum vera stórsigur í okkar baráttu. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 26. marS 1973 Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, María Lovísa Guðbrandsdóttir Laugarbraut 8, Akranesi, frá Bassastöðum í Steingrímsfirði, lést á Landspítala 20. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13. Lilja Þóra Jóhannsdóttir Guðbrandur Sverrisson Sverrir Guðbrandsson Salbjörg Engilbertsdóttir Guðbjörg Á. Guðbrandsdóttir Sigmar Reynisson Ragnheiður S. Guðbrandsdóttir Björn Hjálmarsson Jóhanna K. Guðbrandsdóttir Brynjar Kristinsson Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Ragnar Jónsson og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Alfreðs Eymundssonar rafvirkjameistara, Dalalandi 6, Reykjavík. Axel Þórir Alfreðsson Sigríður Jensdóttir Hermann Alfreðsson Þórunn Jónsdóttir Þórunn Jóhanna Alfreðsdóttir Ellert Valur Einarsson og afabörn 1431 réttarhöldin yfir Jó- hönnu af Örk hefjast. 1707 Skoska þingið er lagt niður. 1796 Napoléon Bonaparte tekur við stjórn Ítalíu- hers Frakka í Nice. 1876 Lúðurþeytarafélag reykjavíkur er stofnað. Það er talin vera fyrsta hljómsveit á Íslandi. 1961 Sovétmenn endur- heimta leifarnar af geimfarinu Spútnik 10 ásamt hundinum Zvez- dochka, sem var um borð. Geimfarinu var skotið upp sama dag. 1971 austur-Pakistan lýsir yfir sjálfstæði frá Pakistan og Bangladess er stofnað. 1995 Schengen-sáttmálinn tekur gildi. 2000 Vladímír Pútín er kosinn forseti rússlands. 2003 Félag lesblindra á Ís- landi stofnað. 2006 Skotar banna reyk- ingar á öllum opinberum stöðum. 2015 Íslenska brjósta- byltingin hefst á því að þrjár íslenskar konur hvetja kynsystur sínar til að mæta í Laugardalslaug berar að ofan. 2017 Yfir sjö hundruð eru handteknir í víðtækum mót- mælum gegn stjórn Pútíns í rússlandi. 2018 rúmlega eitt hundrað rússneskir ríkiserindrekar í tuttugu löndum eru reknir vegna eitrunar Sergej og Juliu Skripal. Fimmtíu ár eru liðin frá því sjúkraflug- vélin TF-VOr hrapaði yfir Búrfjöllum. Fimm farþegar létust í slysinu, auk flugmannsins Björns Pálssonar. Tveim dögum eftir slysið var sett af stað um- fangsmikil leit að vélinni, en tólf flug- vélar fóru frá reykjavík til leitar, auk tveggja þyrlna frá Keflavíkurflugvelli. Eftir nokkra leit fannst flugvélin í Búrfjöllum, norðan Langjökuls. Hún var í heilu lagi en mikið skemmd og varð fljótlega ljóst að mennirnir sex sem voru innanborðs hefðu látist samstundis. Ástæða óhappsins var rakin til gríðarlegrar ísingar yfir Búr- fjöllum sem leiddi til þess að hreyfl- arnir misstu afl. Sjúkraflugvélin TF-VOR ferst í Búrfjöllum Björn Pálsson, flugmaður. Flugmaður vélarinnar, Björn Pálsson, var fæddur í janúar árið 1908, en hann var löngum talinn mikill frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Honum var lýst sem miklum brautryðjanda, en hann var landsþekktur fyrir að fljúga við einstaklega erfið skilyrði í sjúkra- flutningum. Það þótti mikil bylting í sögu íslenskri flugsögu þegar Björn hóf sjúkraflug á TF-VOr, sem var tveggja hreyfla Beechcraft Twin Bonanza-flugvél. Þegar Björn lést hafði hann flutt tæplega þrjú þúsund og fjögur hundruð slasaða og veika einstaklinga. n FRéTTaBlaðið tímamót 3325. maRS 2023 LaUGaRDaGUR Félag lesblindra á Íslandi fagnar stórafmæli um helgina, en tuttugu ár eru liðin frá því samtökin voru stofnuð. Formaður félagsins segir miklu hafa verið áorkað á þessum tíma þegar kemur að því að jafna stöðu lesblindra í þjóðfélaginu. erlamaria@frettabladid.is „Þegar ég var ungur maður í skóla var ég talinn vera vitlaus og heimskur og komið fram við mig sem slíkan, af því ég var lesblindur,“ segir Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi, en samtökin fagna tuttugu ára stórafmæli um helgina. Að sögn Guðmundar hefur miklu verið áorkað þegar kemur að hagsmuna- baráttu lesblindra frá stofnun félagsins. „Þetta er búið að vera mikið starf og hefur gengið alveg þokkalega vel. Núna í dag er það að vera lesblindur orðið viðurkennt í öllu skólakerfinu, sem við teljum vera stórsigur í okkar baráttu,“ segir hann. Bylting átt sér stað Guðmundur segir að ákveðin bylting hafi átt sér stað frá stofnun Félags les- blindra, í því að jafna stöðu lesblindra innan skólakerfisins sem og utan þess. „Fyrir tuttugu árum, þegar við vorum fyrst að byrja með þessi hagsmunasam- tök, fékk maður ansi erfiðar sögur inn á borð til okkar. Sem betur fer hefur þeim fækkað og lesblinda loksins orðin viður- kennd í samfélaginu,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „En baráttan er langt frá því að vera unnin og við höfum átt við ramman reip að draga, sérstaklega þar sem við búum enn við skólakerfi sem er með texta. Það hefur tíðkast í hundrað ár eða meira, en málið er að það hentar lesblindum afar illa,“ segir Guðmundur. Vilja nýta sér gervigreind Að sögn Guðmundar hefur  Félag les- blindra átt í góðu samtali við mennta- málaráðuneytið á þessu ári, varðandi það að breyta skólakerfinu svo það henti lesblindum betur. „Að okkar mati ætti skrif legt próf í raun og veru að vera jafngilt munn- legu prófi. Stóra verkefnið okkar hefur því verið að vinna í því að fá tölvur til að lesa,“ segir Guðmundur. Lesblindir hafi tekið þátt í því með blindum að nýta gervigreind og fá raddir til þess að geta lesið stafrænan texta. „Við  unnum að því með Google og Háskólanum í Reykjavík að fá svokall- aðan raddgreini, þar sem þú getur talað fyrir tölvuna og látið hana skrifa fyrir þig,“ segir Guðmundur. Gaman er að segja frá því að sögn Guðmundar að nú sé komið á þann stað að tæknin fyrir kerfið hafi verið undirbyggð. „Það á að vera jafngilt, að geta hlustað á efnið og skrifað það. Við höfum verið að benda á að tæknin er þarna, það þarf bara að nota hana.“ Ráðstefna á döfinni Til þess að fagna þessum stóru tíma- mótum í sögu samtakanna ætlar Félag lesblindra að halda umfangsmikla ráð- stefnu í haust, sem Guðmundur segir að hafi verið í undirbúningi í þó nokkurn tíma. „Ráðstefnan verður um gervigreind og lesblindu. Við horfum á það að næstu tækifæri hjá okkur og okkar fólki er að nýta gervigreindina til að auka og bæta menntunarmöguleika okkar og þar af leiðandi gera okkur gildandi og jafn- fætis öðrum í þjóðfélaginu,“ segir Guð- mundur. n Viðurkennt að vera lesblindur Guðmundur segist fagna því að miklu hafi verið áorkað í málefnum lesblindra. Lesblinda sé nú viðurkennd innan skólakerfisins, sem sé heilmikill sigur í þeirra baráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.