Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 4
40
prósenta
hækkun
varð á verði Merrild-
kaffipakka á tólf mán-
uðum.
6,3
prósent karla
á Íslandi voru
atvinnulaus í
febrúar.
104
börn sem
glíma við
offitu eru á biðlista hjá
Heilsuskólanum.
5,6
milljarða króna erlend
fjárfesting hefur verið
tryggð íslenska tölvu-
leikjaframleiðand-
anum CCP.
710
fermetra þjóðgarðs-
miðstöð Snæfellsþjóð-
garðs á Hellissandi var
vígð í gær.
NÝSKÖPUNARMÓT
ÁLKLASANS
Á Nýsköpunarmóti Álklasans er fjölbreytt dagskrá þar sem
gefin er innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum,
sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu.
Háskólinn í Reykjavík
þriðjudagur 28. mars
kl. 14-16 – stofa M101
Tölur vikunnar |
Þrjú í fréTTum |
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
menningar- og við-
skiptaráðherra
ætlar að hitta
fulltrúa Evrópu
sambandsins í
Brussel í næstu
viku og ræða
fyrirhugaða hækkun kolefnis
skatta af f lugi. „Þetta er stærsta
hagsmunamál fyrir Ísland á síðari
árum,“ segir Lilja. „Við höfum ekki
sömu möguleika og aðrar þjóðir á
umhverfisvænum kostum eins og
æskilegt væri.“
Auður Önnu
Magnúsdóttir
framkvæmdastjóri
Landverndar
gagnrýnir íslensk
stjórnvöld
fyrir að reyna
að fá afslátt af
fyrirhuguðum
losunarsköttum í f lugi á Evrópska
efnahagssvæðinu. „Mér finnst
mjög vandræðalegt að íslensk
stjórnvöld hafi reynt að fá þessa
sérmeðferð,“ segir Auður og
gagnrýnir áætlanir um fjölgun
ferðamanna. „Við þurfum að fá
ferðamenn til að stoppa lengur.“
Lilja Kristín
Gísladóttir
deildarstjóri á leik-
skólanum Baugi
segir að hækka
þurfi laun
leikskólakenn
ara og breyta
viðhorfum
í samfélaginu til þeirra. „Fólk
heldur að við séum bara að fæða,
klæða, skeina og knúsa. Við erum
að skapa fullorðna einstaklinga
framtíðarinnar,“ segir Lilja. „Það
er rosalega mikið verið að ein
blína á sjónarhorn foreldra og
stjórnmálamanna en ekki verið
að hlusta á sjónarhorn fagmanna
innan stéttarinnar.“ n
Biðtíminn eftir félagslegri
íbúð er mjög mismunandi
eftir sveitarfélögum. Bæjar
stjóri Akraness segir aðstæður
á húsnæðismarkaði valda því
að fólk dvelji lengur í félags
legum íbúðum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
félagsmál Tuttugufaldur munur
er á biðtíma eftir félagslegri íbúð
á Akranesi miðað við Múlaþing.
Á Akranesi er biðtíminn eftir ein
staklingsíbúð fjögur ár en aðeins
rúmir tveir mánuðir í Múlaþingi.
Í svari Guðmundar Inga Guð
brandssonar félagsmálaráðherra
við fyrirspurn Evu Sjafnar Helga
dóttur, þingmanns Pírata, kemur
fram biðtími eftir félagslegri íbúð
í níu sveitarfélögum sem hafa fleiri
en fimm þúsund íbúa yfir fimm ára
tímabil. Meðalbiðtíminn fyrir ein
staklingsíbúð er 28 mánuðir og 24,5
fyrir fjölskylduíbúð.
Áberandi besta staðan er í Múla
þingi þar sem biðin er aðeins 2,4
mánuðir fyrir einstaklingsíbúð og
þrír fyrir fjölskyldur.
„Við eigum talsvert margar eignir
og reynum að bregðast við húsnæð
isvanda hvers og eins,“ segir Júlía
Sæmundsdóttir félagsmálastjóri.
Sérstök áhersla sé lögð á húsnæði
fyrir fötluð börn. „Við gerum ráð
fyrir því að fötluðu börnin okkar
komist í húsnæði áður en þau verða
18 ára,“ segir Júlía.
Það sé markmið í sjálfu sér að
halda uppi nægu framboði af félags
legum íbúðum og hafa biðtímann
stuttan. „Það er ekki vanþörf á því
eins og húsnæðismarkaðurinn er,“
segir hún. „Sérstaklega hérna á Egils
stöð um þar sem er mjög erfitt að fá
húsnæði, bæði til leigu og kaups, og
verðið hefur hækkað mjög mikið.“
Samkvæmt svari ráðherra er bið
tíminn eftir einstaklingsíbúð 10
Tuttugufaldur munur á biðtíma eftir
félagslegri íbúð hjá sveitarfélögunum
Lengsta biðin eftir einstaklingsíbúð er á Akranesi. Fréttablaðið/Ernir
Sveitarfélag Einstaklingar Fjölskyldur
akranes 48,0 30,0
akureyri 36,0 36,0
Hafnarfjörður 35,1 49,3
Árborg 33,3 22,5
reykjavík 29,1 20,6
Garðabær 25,8 14,0
Kópavogur 25,2 18,6
Mosfellsbær 10,0 15,2
Múlaþing 2,4 3,0
alls 28,0 24,5
Svör bárust ekki frá reykjanesbæ og Fjarðabyggð
Meðalbiðtími síðustu fimm ára í mánuðum
mánuðir í Mosfellsbæ, 25,2 í Kópa
vogi, 25,8 í Garðabæ, 29,1 í Reykja
vík, 33,3 í Árborg, 35,1 í Hafnarfirði
og 36 á Akureyri. Langlengsti bið
tíminn er á Akranesi, 48 mánuðir.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjar
stjóri Akraness, segist ekki kannast
við að biðtíminn sé fjögur ár. For
gangsraðað sé eftir þörf og margir
fái íbúðir mun fyrr.
„Langvarandi skortur á almennu
leiguhúsnæði á Akranesi auk þess
hve leiguverð á almennum markaði
hefur hækkað, hefur leitt til þess að
þeir sem fá úthlutaðar félagslegar
leiguíbúðir eru í þeim til lengri tíma
en annars væri ef aðstæður á mark
aðnum væri betri,“ segir hann.
Stefna bæjarins sé að vinna með
húsnæðissjálfseignarfélögum til að
uppfylla þörfina, svo sem Bjargi,
Leigufélagi aldraðra, Þroskahjálp,
Brák og Brynju. Hafi það reynst vel
að fjölga húsnæðisúrræðum heldur
en að fjárfesta í eigin húsnæði. Verið
sé að fjárfesta í uppbyggingu nýrra
íbúða fyrir ýmsa hópa, svo sem
aldraða og tekjulága, og hluti þeirra
fer inn í félagslega kerfið.
Þegar kemur að meðalbiðtíma
fyrir fjölskyldur er lengsti biðtím
inn í Hafnarfirði, 49,3 mánuðir.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar
stjóri Hafnarfjarðar, segir þær tölur
sem koma fram í svarinu rangar
hvað Hafnarfjörð varði. Hafi bið
tíminn verið ofmetinn fyrir árin
2018 til 2020. „Á síðastliðnu ári var
meðalbiðtími eftir félagslegri íbúð í
Hafnarfirði 11,5 mánuðir fyrir ein
staklinga og 9,7 mánuðir fyrir fjöl
skyldur,“ segir Rósa. n
Við eigum talsvert
margar eignir og
reynum að bregðast
við húsnæðisvanda
hvers og eins.
Júlía
Sæmundsdóttir,
félagsmálastjóri
Múlaþings
4 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023
LAUGArDAGUr