Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 56
Bandaríski rokkarinn Mark Lanegan lést í fyrra aðeins 57 ára að aldri. Hér má sjá Lanegan á tónleikum í Mílanó árið 2019. Fréttablaðið/ getty Labyrinthia er fyrsta plata Daníels. Daníel Hjálmtýsson sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á vínyl í vikunni sem er tileink- uð minningu vinar hans Mark Lanegan. Platan heitir Labyr- inthia og kemur út á vegum Reykjavík Record Shop. tsh@frettabladid.is Daníel Hjálmtýsson er íslensk rokk- og síðpönksveit stofnuð af lagasmiðnum Daníel Hjálmtýssyni en með honum leika þeir Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason. Daníel segist hafa byrjað að koma fram sem tónlistarmaður með kassagítarinn fyrir tæpum áratug og tók þátt í ýmsum verkefnum áður en hann byrjaði að semja sína eigin tónlist af alvöru fyrir einhverjum árum. „Mín fyrsta smáskífa sem sóló- listamanns er lag sem kallast Birds og kom út 2020. Þá byrjaði svona þessi tenging við KEXP-útvarps- stöðina að styrkjast. Lagið var valið lag dagsins á KEXP stuttu seinna, en þetta er ein stærsta indí-útvarps- stöðin í Bandaríkjunum. Þetta er non-profit fyrirtæki í Seattle sem er með mikla tengingu við Ísland,“ segir Daníel. Í framhaldi af því ákvað Daníel að gefa út fjögurra laga EP-plötu, sem er samnefnd honum og hljómsveit hans, Daníel Hjálmtýsson. „Við gerum EP-plötu 2020 sem svona demó til að hafa í höndunum því við áttum vera að fara af stað að túra. En svo kom náttúrlega Covid.“ Vingaðist við Mark Lanegan Sá tónlistarmaður sem hefur haft einna mest áhrif á Daníel er banda- ríski rokkarinn Mark Lanegan sem lést í fyrra aðeins 57 ára að aldri. Tenging Daníels við Lanegan nær langt aftur en hann flutti rokkarann til Íslands fyrir áratug. „Ég f lutti Mark Lanegan inn 2013 til að spila í Fríkirkjunni og þá byrjaði svona smá tenging sem ágerðist alltaf meir og meir. Það eru tveir meðlimir úr hljómsveitinni hans sem spila í tveimur lögum á Tileinkaði plötuna minningu Mark Lanegan Ég flutti Mark Lanegan inn 2013 til að spila í Fríkirkjunni og þá byrjaði svona smá tenging sem ágerðist alltaf meir og meir. Daníel segir það mjög sárt að samstarf hans og Mark Lanegan hafi ekki fengið að þróast lengra áður en Lanegan féll frá í fyrra. Fréttablaðið/valli EP-plötunni sem voru svo endur- unnin fyrir breiðskífuna. Það er svona kannski 2018-19 sem tengslin styrkjast þannig að túr-umboðs- maðurinn hans verður umboðs- maðurinn minn og við förum í töluvert meiri kontakt við hann með ýmislegt. Áður en Covid skall á þá vorum við komnir með tærnar í nokkur upphitunargigg fyrir hann,“ segir Daníel. Daníel hefur einnig starfað með tónlistarmanninum Alain Johannes sem var pródúser Mark Lanegan og lék með honum í hljómsveitinni Queens of the Stone Age en sá mix- aði eitt lag á Labyrinthia. „Tengingin var alltaf að ágerast og hann var rosa mikill stuðnings- maður við þetta verkefni. Það er bara mjög sárt að okkar tengsl hafi ekki fengið að þróast mikið lengra af því hann var bara orðinn rosa veikur.“ Ískalt gotneskt rokk Var Mark Lanegan mikill áhrifa- valdur fyrir þig og þína tónlist? „Já, það má alveg segja að hann hafi bara verið ædolið mitt. Það var náttúrlega ástæðan fyrir því að ég f lutti hann inn á sínum tíma. Það tók alveg rosa langan tíma að setja það í gang, mörg ár að finna dag- setningar og f leira. Svo einhvern veginn urðum við bara rosa góðir félagar þrátt fyrir að hann hafi átt svolítið erfitt með fólk stundum og tengdumst á rosa góðu leveli. Þar af leiðandi lá beinast við að tileinka þessa plötu honum, það er bara stimplað á bakhlið plötunnar að hún sé tileinkuð minningu hans.“ Mark Lanegan hrósaði Daníel í hástert og sagði um tónlist hans: „Daníel gerir ískalt síð-gotneskt- rokk sem dregur fram forboðið landslag heimalands hans, Íslands. Maður getur séð hann fyrir sér á sviði í kirkju sem umbreytt hefur verið í dýflissu, einhvers staðar í undirheimum Reykjavíkur.“ Endaði sem konsept-plata Hvernig myndirðu lýsa plötunni, er hún samfellt verk eða eru þetta lög úr ólíkum áttum? „Þetta byrjaði sem lög úr ólíkum áttum en svo varð þetta óvart hálf- gerð konsept-plata. Hún er hugsuð þannig að þú sért að labba inn í eitt- hvað völundarhús og þar inni ertu að upplifa allan tilfinningaskalann. Hún er samin yfir langan tíma og það eru þarna tvö lög sem komu áður út á EP-plötunni og eru endurunnin. Hún er hugsuð frá byrjun til enda, maður á bara að setja nálina niður og hlusta á hana alla í einu.“ Labyrinthia kom fyrst út á Spotify í nóvember 2022 en vínylútgáfan kom út í vikunni á vegum Reykja- vík Record Shop og er gefin út í bæði hefðbundinni útgáfu og sérstakri viðhafnarútgáfu með hraunrauðum vínyl. Ætlið þið að túra eitthvað til að fylgja plötunni eftir? „Við höfum verið með annan fótinn í Hollandi og Belgíu en þar er umboðsmaðurinn okkar og bók- unarskrifstofan okkar. Við erum að fara eitthvað þangað aftur en svo erum við líka að fara til Rúmeníu og Ítalíu núna í júní og ætlum líka að ferðast eitthvað hérna innanlands. Ég held við séum að fara að spila fyrir austan í júlí og svo verðum við með lágstemmda tónleika í Sólheima- kirkju í sumar þar sem við strippum tónlistina niður og ætlum að taka akústík-útgáfu af þessu. Svo erum við líklega að fara eitthvað aftur af stað í haust og við munum tilkynna þetta allt á næstu dögum.“ n 40 menning FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARs 2023 LAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.