Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 16
Ljóst er að pressan á Arnar Þór
Viðarsson, þjálfara íslenska
landsliðsins í knattspyrnu,
hefur aldrei verið meiri. Slæmt
tap gegn Bosníu og Hersegó-
vínu í fyrsta leik í undan-
keppni Evrópumótsins setur
Arnar í vonda stöðu. Tölfræði
hans er á pari við það versta
hjá landsliðinu síðustu 27
árin.
hordur@frettabladid.is
Fótbolti Það voru gerðar nokkrar
væntingar til íslenska liðsins fyrir
leikinn í Bosníu og Hersegóvínu.
Þjálfarateymið og leikmenn höfðu
talað um að stefnan yrði sett á Evr-
ópumótið í Þýskalandi á næsta ári,
tapið gegn Bosníu þarf ekki endilega
að vera heimsendir fyrir þær vonir
en tapið setur hlutina þó í samhengi.
Íslenska liðið virðist vera langt
frá þeim styrkleika sem Bosnía
hefur eins og staðan er í dag, Bosnía
er næststerkasta lið riðilsins. Ljóst
er að erfitt verður að selja íslensku
þjóðinni að liðið sé í framför undir
stjórn Arnars eftir þennan leik.
Sannfærandi sigur gegn Liechten-
stein og frábær gluggi í júní þegar
Slóvakía og Portúgal koma í heim-
sókn í Laugardalinn er eina von
Arnars.
Fimm sigurleikir hjá Arnari
Arnar Þór Viðarsson hefur unnið
fimm leiki í starfi sem landsliðs-
þjálfari, sigurhlutfall hans er aðeins
um 17 prósent. Er það næstversti
árangur landsliðsþjálfara ef tölfræð-
in er skoðuð aftur til ársins 1996.
Sigrarnir fimm hafa komið gegn
Færeyjum, San Marínó, Venesúela
og Liechtenstein í tvígang. Segja má
að eini sigurleikurinn sem var ekki
gegn mun slakari þjóð hafi verið
gegn Venesúela, aðrir leikir hafa
verið skyldusigrar. Liðið hefur náð í
mörg jafntefli en ekki fundið leiðir
til þess að vinna leiki gegn svipað
sterkum þjóðum eða ögn sterkari
undir stjórn Arnars.
Aðeins Eyjólfur Sverrisson er
með verri árangur en Arnar þegar
síðustu landsliðsþjálfarar eru skoð-
aðir, Eyjólfur vann aðeins rúm 14
prósent af sínum leikjum sem þjálf-
ari. Síðasti leikur hans í starfi var
gegn Liechtenstein þar sem Ísland
tapaði, næsti leikur Íslands undir
stjórn Arnars Þórs er á sunnudag
gegn þessum sama andstæðingi.
Árangur Ólafs ekki svo slæmur
Ólafur Jóhannesson var mjög
umdeildur í starfi landsliðsþjálfara,
sigurhlutfall hans var samt 28 pró-
sent sem þætti ágætt eins og staðan
er í dag. Ólafur stóð í stappi við fjöl-
miðla og var umdeildur á meðal
þeirra á meðan hann var í starfi.
Erik Hamrén sem fékk oft yfir sig
fúkyrðaflaum var svo með 32 pró-
senta sigurhlutfall, Hamrén var
nokkrum mínútum frá sæti á Evr-
ópumótinu árið 2021. Sagan mun
fara ágætlega með Hamrén þegar
fram líða stundir.
Enginn toppar Heimi Hallgríms
Tölfræði Heimis Hallgrímssonar
með liðið er sú besta sem sést hefur,
Heimir og Lars Lagerbäck náðu
undraverðum árangri með íslenska
landsliðið sem komst á Evrópu-
mótið árið 2016. Heimir tók svo
einn við þjálfun liðsins og bætti
um betur, hann vann 47 prósent af
landsleikjum sínum með liðið og
stýrði því á Heimsmeistaramótið í
Rússlandi árið 2018.
Guðjón Þórðarson hafði fram
að því verið í sérflokki en Guðjón
vann 44 prósent af leikjum sínum
með íslenska landsliðið frá 1997 til
ársins 1999. n
Tölfræði Arnars á pari við
það versta sem þekkist
Arnar Þór
Viðarsson
(2020-)
n 17 prósenta
sigurhlutfall
n 30 leikir
n 5 sigrar
n 13 jafntefli
n 12 töp
Erik Hamrén
(2018-2020)
n 32 prósenta
sigurhlutfall
n 28 leikir
n 9 sigrar
n 5 jafntefli
n 14 töp
Heimir
Hallgrímsson
(2016-2018)
n 47 prósenta
sigurhlutfall
n 26 leikir
n 12 sigrar
n 4 jafntefli
n 10 töp
Lars Lagerbäck
og Heimir
Hallgrímsson
(2011-2016)
n 40 prósenta
sigurhlutfall
n 52 leikir
n 21 sigur
n 10 jafntefli
n 21 tap
Ólafur
Jóhannesson
(2007-2011)
n 28 prósenta
sigurhlutfall
n 39 leikir
n 11 sigrar
n 9 jafntefli
n 19 töp
Eyjólfur
Sverrisson
(2005-2007)
n 14,3 prósenta
sigurhlutfall
n 14 leikir
n 2 sigrar
n 3 jafntefli
n 9 töp
Ásgeir
Sigurvinsson
og Logi Ólafsson
(2003-2005)
n 25 prósenta
sigurhlutfall
n 24 leikir
n 6 töp
n 5 jafntefli
n 13 töp
Atli
Eðvaldsson
(1999-2003)
n 36,6 prósenta
sigurhlutfall
n 30 leikir
n 11 sigrar
n 5 jafntefli
n 14 töp
Guðjón
Þórðarson
(1997-1999)
n 44 prósenta
sigurhlutfall
n 25 leikir
n 11 sigrar
n 6 jafntefli
n 8 töp
Logi
Ólafsson
(1996-1997)
n 28,5 prósenta
sigurhlutfall
n 14 leikir
n 4 sigrar
n 3 jafntefli
n 7 töp
Tölfræði landsliðsþjálfara frá 1996:
16 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023
LAUGArDAGUr