Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 51
Stuttlitarsagnvenja meistaranna og spilamat skilaði toppi Þarna þarf ansi margt að ganga upp svo geimið standi. Bridge | Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 3 * Pass Pass Pass Pass 2 3 ** Norður Q J A Q J 9 3 6 2 K J 3 2 Austur T 4 3 K 2 K 7 6 3 A 8 5 4 Vestur A K 9 8 7 7 4 T 8 5 Q T 7 Suður 6 5 2 T 8 5 A Q J 9 4 9 6 Spil nr.: 53 Gjafari: N Hættur: NS * Stuttur tígull ** Til að spila Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Nýir Íslandsmeistarar í tví- menningi í opnum flokki. Sveit Ljósbrár er Íslands- meistari kvenna. Fjögur ár höfðu liðið frá síðasta Íslandsmeistaramóti í tvímenningi vegna Covid og f leiri þátta þegar tókst loks að blása til mótsins í byrjun mánaðarins. Tæplega 40 pör tóku þátt í mótinu og baráttan um silfur og brons var allan tímann æsispennandi. Stefán Jóhannsson og Ómar Olgeirsson sáu hins vegar til þess að enginn ógnaði þeim. Hinir geðþekku félagar sem æfa í landsliðshópi sigruðu með yfirburðum eftir að hafa leitt mest- allt mótið. Rúnar Einarsson og Guðjón Sigur- jónsson urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu Hrannar Erlingsson og Snorri Karlsson með rúm 55 pró- sent. Að gefa af sér í spilamennskunni Það sem þarf í góða spilamennsku er að menn gefi hluta af sjálfum sér. Þannig mælti Sigtryggur heitinn Sigtryggsson fyrir langalöngu af djúpri speki. Glímukappinn góð- kunni og bridgemeistarinn var í blaðaviðtali við Hall Símonarson þegar ummælin féllu. Tilefnið var að Sigtryggur hafði unnið Íslands- meistaratitil í tvímenningi árið 1985 með Páli Valdimarssyni. Þeir tveir höfðu fyrir mótið aldrei spilað sem makkerar og er saga til næsta bæjar að ná slíkum árangri. Samstar f makkera byggir á trausti. Makkerskapur snýst líka um að spilarar gefi af sér. Það vissi Sigtryggur fyrir næstum 40 árum. Hann hefur litið svo á sem þeir Páll hafi gefið hvor öðrum ýmsar gjafir við borðið og að það hafi gert gæfu- muninn, þar sem ekki var samhæf- ingu eða flóknu kerfi fyrir að fara. Það getur vel farið saman að keppa að sigri, sýna háttvísi og gefa af sér! Sigtryggur vann! Sigtryggur lifi. Aðalsteinn upp fyrir 5.000 stigin Aðalsteinn Jörgensen heimsmeist- ari náði þeim magnaða áfanga á dögunum að skora meira en 5.000 meistarastig. Hann skipar nú annað sætið í stigasöfnun íslenskra spilara á eftir Jóni Baldurssyni. Aðeins þeir tveir hafa náð að rjúfa 5.000 stiga múr- inn. Svo skemmtilega vill til að Jón og Aðalsteinn spiluðu saman sem makkerar þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar árið 1991 í Yoko- hama. Þorlákur Jónsson, sem einn- ig varð heimsmeistari saman ár, er þriðji stigahæstur hér á landi. Margir bridgespilarar eru nánast alla ævina að reyna að ná stór- meistaratitli, 500 stigum. Í raun er það ótrúleg staðreynd að Alli og Jón hafi náð að tífalda stórmeistaratitil í stigum. Aðalsteinn segir í samtali við Bridgeþátt Fréttablaðsins að til að ná svo mörgum stigum verði spilari að vera duglegur að mæta á bridgemót! Spurður hvort Alla finnist eins Öruggur sigur Ómars og Stefáns á Íslandsmóti Bridgeþátturinn hafði samband við Ómar Olgeirsson að loknu Íslands- mótinu og falaðist eftir spili. „Ég er ekki hrifinn af því að göslast í hæpin geim,“ sagði Ómar og nefndi eitt spil því til sönnunar. Færi gafst á að nota sagnvenju, hvorki flókna né merkilega, að sögn Ómars, en oft er einfalt best. „Já, við erum með sagnvenju sem kom sér vel og skilaði nokkuð óvænt- um toppi í einu spili,“ segir Ómar. Tvö hjörtu lofuðu 7–10 punktum og oftast þrílit í trompi. Þá tók við stutt könnun. Sem leiddi til farsællar niðurstöðu. Nokkur dæmi voru um það eftir sömu byrjun að andstaðan meldaði spaða. Á borði Ómars og Stefáns var passað. „Þarna notum við stuttlitasögn,“ segir Ómar um þriggja tígla sögnina. „Þar sem allir punktar svarhandar eru í stuttlitnum þarf oft mikið að ganga til að geim vinnist. Þess má geta að tvö grönd hefðu neitað stuttlit og beðið um auka- styrkmeldingu í öðrum lit en þrjú hjörtu sýnt lágmark. „Þarna þarf ansi margt að ganga upp svo geimið standi, bæði hjart- að og laufið þurfa að liggja vel,“ segir Ómar. 140-kallinn fyrir þrjú hjörtu slétt gaf 33 stig af 36 mögulegum. Flestir fóru niður í fjórum hjörtum, nokkur pör fengu 50 eða 100 í vörn gegn spaðasamningi. n Mikill fjöldi nýrra bridgespilara prýðir nú húsakynni BSÍ. Þessar dömur nutu leiðsagnarinnar síðastliðið þriðjudagskvöld, þótt sagnirnar væru nokkur áskorun. fréttAblAðið/björN þorlákSSoN Þeir Ómar og Stefán spiluðu mjög þéttan bridge á Ís- landsmótinu í opnum flokki og var sigur þeirra aldrei í hættu. skemmtilegt að spila nú og áður svarar meistarinn að ástríðan hafi kannski stundum verið enn meiri áður fyrr. „En það er alltaf gaman að spila. Ég hef alltaf notið þess að spila alls konar spil og tefla en ég hef aldrei haft áhuga á að stunda atvinnu- mennsku.“ Aðalsteinn hóf keppnisferil sinn árið 1976 en hann segist hafa farið að skora svo um munar árið 1984. „Þá gerðist bara eitthvað,“ segir hann. „Ég fór að skora mjög mikið af stigum, bara Tóti tönn skoraði meira.“ Titlar hrönnuðust inn. Og ekkert lát var á. Metþátttaka nýrra spilara Sjaldan eða aldrei í sögu bridge- íþróttarinnar hafa eins margir nýir spilarar haldið á spilum og fyrir tveimur vikum þegar 104 nýir spil- arar spiluðu bridge í höfuðstöðvum BSÍ í Síðumúla, 60 í Bridgeskólanum og 44 á nýliðaspilakvöldi. Inda Hrönn Björnsdóttir, einn leiðbeinenda, segir að fólk á öllum aldri úr öllum áttum hafi sótt nám- skeiðin. „Þetta er klikkað flott,“ segir Inda og hlær. Nýju spilararnir eru á mjög breiðum aldri eða frá 18 til 85 ára að hennar sögn. „Mér sýnist þetta vera dálítið læknar og viðskiptafræðingar.“ Ljósbrá og vinkonur sigra enn Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð öruggur sigurvegari á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni árið 2023. Sveit Eldingar hlaut annað sætið og sveit Tektar ehf. hlaut þriðja sæti. Til hamingju, stelpur. n Sigtryggur og Ragnar Magnússon á góðri stundu. myNd/AðAlSteiNN j. Fréttablaðið dægradvöl 3525. marS 2023 laUgardagUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.