Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 28
Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona hefur ástríðu fyrir starfi sínu og segir það í raun vera áhuga- mál sitt. Hún hlaut tvær Eddur fyrir störf sín um nýliðna helgi. Viktoríu dreymdi um að starfa fyrir fjölmiðla frá barnsaldri og byrjaði snemma að þróa sig og æfa í starfi og leik. Viktoría er með BA í mann- fræði og MA í hagnýtri menningar- miðlun sem hefur nýst henni vel í starfi. Hún er gift Sólmundi Hólm og samtals eiga þau fimm börn. „Ég átti eina dóttur fyrir og hann tvo syni, við eigum svo tvö börn saman. Þau eru á aldrinum 1 og 1/2 árs til 15 ára,“ segir Viktoría sem elskar að eiga stóra fjölskyldu og hafa líf kringum sig. Sögur allt í kringum okkur „Alveg frá því ég var lítil langaði mig að starfa við fjölmiðla. Ég hafði mikinn áhuga á fjölmiðlum og fylgdist vel með. Ég bjó til skólablöð með vinum mínum og við vorum alltaf að taka upp bæði útvarps- og sjónvarpsþætti auk ýmissa mynda. Pabbar tveggja vinkvenna minna, þeirra Evu og Önnu, voru í vakta- vinnu og þeir voru óspart notaðir í vaktafríum til að taka upp hin ýmsu atriði af því þeir áttu báðir myndbandsupptökuvélar. Janus, besti vinur minn, fékk svo mynd- bandsupptökuvél í fermingargjöf og þá var ekki stoppað við að taka ýmislegt upp,“ segir Viktoría og hlær. „Starfið er lifandi og skemmti- legt og enginn dagur eins. Maður hittir alls konar fólk og fær að heyra magnaðar sögur. Það eru nefni- lega sögur allt í kringum okkur, við þurfum bara að hlusta eftir þeim. Síðan fæ ég líka að grúska og gera alls konar áhugavert og skemmti- legt. Ég hef alltaf haft mikla rétt- lætiskennd og þoli ekki óréttlæti. Mér finnst að allir eigi að vera jafnir, sama hvaðan fólk kemur en svo brenn ég líka bara fyrir að hafa gaman af þessu.“ Stendur hjarta mér næst Þegar Viktoría er beðin um að lýsa sér sem persónu er hún ósköp hógvær. „Ég er bara ósköp venjuleg, fæ hluti á heilann og get örugglega verið dálítið þreytandi þegar það gerist, og það gerist dálítið oft. Ég er grúskari og eiginlega er vinnan mín dálítill lífsstíll af því hún er eigin- lega aðaláhugamálið mitt,“ segir hún og brosir. Hvað er það áhugaverðasta sem þú hefur tekið að þér þegar kemur Lánsöm að starfa við það sem er skemmtilegast Viktoría Her- mannsdóttir dagskrárgerðar- kona hlaut tvær Eddur síðastliðinn sunnudag, fyrir heimildarmynd ársins og sem sjónvarpsmann- eskja ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI að dagskrárgerð eða vinnu við heimildarmynd? „Ég er svo heppin að geta yfirleitt stýrt umfjöllunarefnum mínum sjálf og finnst ég þess vegna yfir- leitt vera að fjalla um eitthvað áhugavert hverju sinni. Heim- ildarmyndin Velkominn Árni sem byrjaði út frá útvarpsþættinum Á ég bróður á Íslandi? er kannski það sem stendur hjarta mér næst. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri heimildarmynd og ég lærði ótrú- lega margt í því ferli enda er það að mörgu leyti mjög ólíkt því að vinna sjónvarpsþætti þó að margt sé líkt líka. Það hafa líka myndast mikil og sterkt tengsl við við- fangsefnið en Árni er nú eiginlega orðinn hluti af okkar fjölskyldu. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri en líka mjög lærdóms- ríkt. Mér þykir líka vænt um allar þáttaraðirnar sem ég hef gert. Þær eru ólíkar en vinnan við þær allar skemmtileg. Ég var að klára núna aðra þáttaröð af Hvunn- dagshetjum sem verður sýnd á næstu mánuðum. Þar heyrum við sögur venjulegs fólks sem bætir samfélagið á einhvern hátt. Svo er ég líka að vinna núna að þriðju þáttaröðinni af Fyrir alla muni með Sigga vini mínum. Mér þykir vinnan við þá líka alveg sjúklega skemmtileg af því þá fæ ég að grúska í heimildum og gera alls konar nördalegt sem ég elska. Það er mikil rannsóknarvinna að baki hverjum þætti og mjög skemmti- legt að komast að alls konar hlutum en í leiðinni flakka um söguna. Ég var líka með þætti á Rás 1 einu sinni sem heita Málið er, það fannst mér líka mjög skemmtilegt og margir þeirra sem lifa góðu lífi enn. Svo er ég líka komin í Kast- ljósið núna og finnst mér skemmti- legt að gera innslög þar. Ég fæ mjög mikið af hugmyndum og það er Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is gott að hafa mismunandi farveg til að koma þeim í. Mér finnst ég alveg ótrúlega lánsöm að fá að starfa við það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“ Heiður að fá viðurkenningu Edduverðlaunin voru kunngerð við hátíðlega athöfn í Háskólabíó á sunnudaginn þar sem Viktoría hlaut tvær Eddur, annars vegar sem sjónvarpsmanneskja ársins og hins vegar fyrir bestu heimildar- myndina, Velkominn Árni. „Það er mjög mikill heiður að fá viðurkenningu fyrir störf sín. Ég hef nokkrum sinnum verið til- nefnd áður til Edduverðlaunanna en aldrei fengið Eddu áður þannig að það var mjög skemmtilegt að fá tvær núna af þremur tilnefningum. Ég er reyndar frekar feimin og lítið fyrir að tala fyrir framan marg- menni, finnst þægilegra að beina kastljósinu að viðmælendum mínum heldur en mér sjálfri. Þetta hafðist þó og var virkilega skemmtilegt,“ segir Viktoría einlæg og brosir. Þegar Viktoría er spurð hvort hún eigi sér stærri drauma þegar kemur að dagskrárgerð stendur ekki á svari. „Mig langar að halda áfram að segja alls konar sögur af alls konar fólk eins og ég hef verið að gera. Það er það sem ég brenn fyrir og ég vona að ég fái að halda því áfram.“ Hvernig gengur að samtvinna vinnu og fjölskyldulíf? „Það gengur bara vel. Það er alltaf nóg að gera og mikið fjör.“ Það er ekki laust við að störf Viktoríu hafi smitast til barnanna, elsta dóttir hennar hefur þegar leikið í sjónvarpsþáttum og meira til og fer létt með það. „Birta mín sem er að verða 13 ára er alin upp á hinum ýmsu fjölmiðlum enda var hún mikið með mér í vinnunni þegar hún var lítil. Litlu börnin pæla minna í þessu en finnst ekkert eðlilegra en að sjá foreldra sína reglulega í sjónvarpinu,“ segir Viktoría en hún og eiginmaður hennar eru bæði oft í sviðsljósinu og börnin kippa sér ekki upp við það. n Maður hittir alls konar fólk og fær að heyra magnaðar sögur. Það eru nefnilega sögur allt í kringum okkur, við þurfum bara að hlusta eftir þeim. elin@frettabladid.is Frábær kjúklingur á spjóti sem hægt er að hafa á fermingar- borðinu eða bara í kvöldmatinn. Tréspjótin þurfa að liggja í bleyti í hálftíma áður en þau eru sett í ofninn eða á grillið. Kjötbitarnir eru þræddir á spjótin og sósan pensluð á þá. Uppskriftin miðast við 2 en það má vel stækka hana eftir þörfum. Kjúklingur á spjóti 4 kjúklingalundir 1 msk. olía ½ tsk. salt ¾ tsk. pipar Hnetusósa 150 g hnetusmjör, við stofuhita 2 msk. sólblómaolía Safi úr 1 límónu 2 msk. sojasósa 2 msk. hunang ½–1 tsk. sriracha-sósa 1 tsk. kóríanderduft 1 tsk. cumin Sultað grænmeti 1,5 dl vatn 1 dl sykur 0,5 dl hrísgrjóna- edik Hálf agúrka 2 skallotlaukar 1 rauður chili- pipar Leggið tréspjót í bleyti í 30 mínútur. Þræðið hverja lund upp á spjót. Blandið saman hnetusmjöri, sól- blómaolíu, límónusafa, hunangi, sojasósu, sriracha-sósu, cumin og kóríander og hrærið vel saman. Bætið vatni við ef sósan verður of þykk. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið vatn, sykur og edik og látið malla þar til allt er leyst upp. Skerið agúrku, lauk og chili í þunnar sneiðar og setjið í löginn. Látið standa í að minnsta kosti klukkustund. Penslið kjötið með olíu og kryddið. Setjið á heitt grill í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið með sósunni. Berið fram með hrísgrjónum og sultaða grænmetinu eða öðru því sem ykkur finnst best, til dæmis sweet chilli-sósu eða auka hnetu- sósu. n Kjúklingur í hnetusósu 4 kynningarblað A L LT 25. mars 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.