Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 38
Þetta voru stund-
um beinlínis
ógeðisvísur gerðar til að
hræða börn til hlýðni.
Svo eru lúmskari eins og
Bíum, bíum bambaló.
Sigrún Elíasdóttir
Í Ókindinni – ógeðfelldum
barnagælum Íslendinga,
kanna vinkonurnar og hlað-
varpskonurnar Sigrún og
Anna Dröfn ýmislegt óvið-
eigandi efni sem haft var
fyrir börnum fyrr á öldum
og tilhneigingu landans til
að hræða líftóruna úr yngri
kynslóðinni.
jme@frettabladid.is
Vinkonurnar Anna Dröfn Sigur-
jónsdóttir og Sigrún Elíasdóttir
hafa gefið út hlaðvarpið Myrka
Ísland í nokkur ár við mikinn fögn-
uð hlustenda sem bíða spenntir
í viku hverri eftir nýjum þætti. Í
hverjum þætti taka stöllurnar fyrir
myrka atburði eða tímabil í Íslands-
sögunni og fjalla um þau: „Morð,
þjóðsögur, draugagangur, dauðs-
föll, eldgos, skipsskaðar og annað er
það sem vekur áhuga minn,“ segir
Sigrún sem er menntaður sagn-
fræðingur. „Ég segi þá Önnu frá
einhverju áhugaverðu sem ég hef
komist að um umfjöllunarefnið og
Anna hlustar, prjónar og passar að
ég sé skiljanleg,“ segir hún.
Sigrún er að eigin sögn að verða
45 ára miðaldra Borgfirðingur með
tvö frekar gagnslaus meistarapróf
frá Háskóla Íslands, í sagnfræði og
ritlist. „Síðustu ár hef ég að mestu
skrifað og unnið í hlaðvarpinu mér
til gamans með Önnu Dröfn.“ Anna
Dröfn segist vera nýorðin fertug
og „fabjúlös“. „Í gegnum tíðina hef
ég átt mér alls kyns áhugamál,
ræktað grænmeti, vini og börn.
Ég er menntaður skraddari sem
hefur mestan hluta vinnuævinnar
tekið þátt í rekstri gistiheimilis og
hænsnakofa ásamt því að sinna
ólíkum hugðarefnum.“
Ókeypis ókind í Borgarfirðinum
Klukkan 20.00, þriðjudaginn 28.
mars, koma þær vinkonur fram í
Bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti
í Borgarfirðinum á viðburðinum
Ókindin – ógeðfelldar barnagælur
Íslendinga. Aðgangur er ókeypis og
öll eru velkomin.
„Þegar ég las bókina Drauga Dísu
eftir Gunnar Theodór Eggertsson
fyrir eldri son minn fyrir nokkrum
árum síðan, komst ég fyrst í kynni
við „barnagæluna“ Ókindina. Það er
einhver voðalegasta barnavísa sem
samin hefur verið á íslenska tungu
og hefur alltaf setið í mér,“ segir
Sigrún. „Í þættinum skoðum við
sumt af því efni sem haft var fyrir
börnum hér áður fyrr en margt af
því eldist svo sannarlega ekki sem
best,“ segir Anna.
„Þetta voru stundum beinlínis
ógeðisvísur gerðar til að hræða
börn til hlýðni. Svo eru aðrar
lúmskari eins og Bíum bíum
bambaló, þar sem af einhverjum
ástæðum liggur andlit í felum á
glugganum. Svo eru líka þau sem
eru hreinlega sorgleg og fjalla oftar
en ekki um dýr. En það er best að
gefa ekki of mikið upp um efni
þáttarins,“ segir Sigrún og heldur
áfram:
„Við fengum styrk úr Menningar-
sjóði Borgarbyggðar til að vera
með þennan viðburð tvisvar hér í
héraði. Ókindin verður eins og hver
annar þáttur hjá okkur nema með
áhorfendum. Þátturinn verður líka
tekinn upp og sendur út síðar. Að
þessu sinni verður einnig tónlistar-
atriði með í för því stórgóð vinkona
okkar, Gunnhildur Vala Valsdóttir,
verður sérlegur tónlistarstjóri og
flytur nokkrar vel valdar vísur.
Sumar eru flestum kunnar en aðrar
eru minna þekktar.
Í síðara skiptið fer Ókindin fram
á uppáhaldsknæpunni okkar
Önnu, Bara bar í Borgarnesi,
laugardaginn 8. apríl,“ segir Sigrún.
„Tæknilega séð ætti þetta nú bara
að vera rétt um klukkutími en það
er aldrei að vita hvort það skapist
umræður, spurningar úr sal, nú eða
bara að ég geti ekki hætt að tala og
vera með útúrdúra,“ segir Sigrún.
Að hræða börn er letilegt uppeldi
Eru Íslendingar einir um að vera
svona ógeðfelldir alltaf við börn eða
er þetta alþjóðlegt sport?
„Ég komst að því við gerð þáttar
um Grýlu, að það að hræða börn
er alþjóðlegt sport. Hvort sem það
er gert til að fá þau til að gera eins
og fullorðnum þóknast og hætta
að vera með læti eða bara sem
almenn skemmtun. Því eflaust
fylgdi myrkfælnin fólki úr gamla
sveitasamfélaginu áfram upp á
fullorðinsárin. Víðast hvar í Evr-
ópu er vísir að einhverju svipuðu,
bæði í draugum, umskiptingum
eða öðrum fyrirbærum, og þetta
er sérstaklega algengt á jólunum.
Krampus er sennilega frægasta
dæmið sem stenst samanburð
við barnaæturnar Jólaköttinn og
Grýlu.
Ætli þetta sé ekki eitthvað sem
býr í mannskepnunni; að vilja láta
hræða sig en vera samt í öruggum
aðstæðum. Sumir segja jafnvel
að það sé ljómandi hollt að finna
fyrir hóflegri hræðslu. Við sækjum
mörg í hryllingsmyndir og börn
sækja í það sem er bannað eða ekki
talið hæfa þeirra aldri,“ segir hún.
Hafið þið gaman af því að hræða
börn?
„Nei, ég get ekki sagt að neitt slíkt
hafi verið notað á mínu heimili,
aðallega af því að mér finnst það
letilegt uppeldi að hræða börn til
að gera eitthvað sem þau vilja ekki
gera. Ég söng að vísu Sofðu unga
ástin mín fyrir mína stráka en án
forsögunnar er það svo sem bara
fallegt ljóð,“ segir Sigrún.
„Sömu sögu er að segja af mínu
heimili,“ segir Anna. „Þó svo mað-
urinn minn, sagnamaðurinn Hjör-
leifur, segi börnunum á kvöldin frá
vættum og voveiflegum atburðum,
þá enda flestar sögur vel og börnin
sofa alla nóttina martraðalaus.“
Vinátta í óvæntum áhugamálum
Þær vinkonur vissu lengi vel hvor af
annarri þar sem þær áttu sameigin-
lega kunningja í Borgarfjarðar-
sveit hvar þær hafa báðar sest að.
„Við byggðum hús á sama tíma og
eignuðumst báðar frumburðina
árið 2006. Með einhverjum hætti
soguðumst við saman í sam-
eiginlegum áhuga á óarðbærum
hugðarefnum eins og réttarkaffi,
handverki, ull, angórakanínum
og annarri vitleysu. Það kom svo
til árið 2011 að við álpuðumst í að
fara tvær saman sem söluaðilar á
prjónahátíð í Kaupmannahöfn. Þar
bókaði ég herbergi fyrir okkur tvær
með 120 cm rúmi og eftir það varð
ekki aftur snúið, nú erum við eitt,“
segir Sigrún.
Anna segir að það að hitta
Sigrúnu hafi opnað nýja vídd í
óvæntum áhugamálum, „ásamt
kaldhæðni með dassi af umhyggju.
Ég virðist nærast á öllu gömlu: dóti,
handverki og fallegum gildum. Ekki
að ég vilji missa minn vestræna
nútímalúxus, þá hefur mér sagn-
fræði alltaf þótt spennandi. Ullar-
vinnsla virðist alltaf standa upp úr
hér á bæ og hef ég því þvælst um
með ull í töskum og pokum eins og
eðlilegt þykir.“ Þar sem handverks-
konan Anna var að þrífa herbergi
á gistiheimilinu sem þau hjónin
reka árið 2018, reyndi hún að finna
hlaðvarp um handverk en greip í
tómt. „Úr varð að ég sendi Sigrúnu
skilaboðin: „Ég er með hugmynd“,“
segir hún.
Sjúkar í allt gamaldags
Þær fengu styrk frá Menningar-
sjóði Vesturlands fyrir hlaðvarpinu
Þjóðlegir þræðir – hlaðvarp um
handverk. „Við fórum um víðan völl
í tveimur tíu þátta seríum, lásum og
skiptumst á fróðleik um handverk
og hefðir fyrri alda. Þá líklegast
kom almennilega upp á yfirborðið
þessi óhugnanlegi áhugi Sigrúnar á
hamförum og Íslendingum. Í huga
hennar myndaðist þessi hugmynd
um enn drungalegri þætti fulla af
fróðleik og spjalli og í dag erum við
orðnar háðar þessu hobbíi. Í Myrka
Íslandi sinni ég prjónaskapnum,
reyni að virðast viturleg við hlið
Sigrúnar og verð vonsvikin ef hún
mætir með handrit sem er minna
en tíu síður,“ segir Anna.
„Ég hef alltaf verið sjúk í allt
gamaldags, sérstaklega allt sem
var óhugnanlegt, dularfullt eða
draugalegt,“ segir Sigrún. „Ég var
sennilega undarlegur krakki. Ég
lærði til dæmis að spinna á rokk 16
ára. Öldin okkar stóð sannarlega
fyrir sínu og gerir enn og ég gleymi
aldrei myndinni af líkunum úr
strandi Pourquoi pas? eða sögunni
af drengnum sem lék drauga-
ganginn og drap kindurnar með
hamri fyrir norðan en við höfum
fjallað um þetta og fleira í þeim sex
seríum sem komnar eru af Myrka
Íslandi.“ n
Ætli það búi ekki í mannskepnunni að hræða börn
Vinkonurnar
Sigrún (t.v.) og
Anna Dröfn
deila áhuga á
öllu því sem
gamalt er.
Mynd/aðsend
Ljúfari lifur,
alla daga
Háþróuð blanda sem verndar lifrina
og styður við hreinsun
GUARD-YOUR-LIVER®
Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni,
Lyf og heilsu og á goodroutine.is
fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE®
K
AV
IT
A630 mg 100 mg 37,5 mg 2,5 mcg
Fosfólípíð (EPL) Silymarin Silybin Fosfatidýlkólín
6 kynningarblað A L LT 25. mars 2023 LAUGARDAGUR