Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 12
helgisteinar@frettabladid.is
menning Markus Nothen, vísinda-
maður við háskólann í Bonn, segir
að veikindi í meltingarfærum og
lifrarsjúkdómur hafi leitt þýska
tónskáldið Ludwig van Beethoven
til dauða. Hópur vísindamanna
komst að þessu á dögunum með
því að gera rannsóknir á hárlokk af
tónskáldinu.
Í ljós kom að lifrarskemmdir voru
líklegasti sökudólgurinn í dauða
Beethovens fyrir næstum 200 árum
en tónskáldið var sagt hafa þótt sop-
inn góður. Þar að auki var hann með
stökkbreytt gen sem þrefölduðu lík-
urnar á lifrarsjúkdómi.
Beethoven byrjaði ungur að læra
tónlist en faðir hans var söngvari.
Hann lærði meðal annars á píanó,
fiðlu og franskt horn og var undra-
barnið einnig byrjað að spila á
orgel þegar hann var aðeins 12 ára
gamall. Það var um þetta leyti sem
fyrstu tónverk hans voru gefin út.
Beethoven lést svo 56 ára að
aldri en þá hafði hann einnig verið
heyrnarlaus í meira en tíu ár. Hann
fór að missa heyrnina seint á þrí-
tugsaldri en hélt áfram að koma
fram og semja tónverk. Hann skildi
eftir sig 138 verk, þar af níu sinfóníur
og óperuna Fidelio. n
Ráðgátan um dauða Beethovens leyst
Beethoven byrjaði
ungur að læra tón-
list en faðir hans var
söngvari.
ÁSTAND LIFRAR HEYRNARLEYSI
MELTINGARVANDAMÁL
Heimildir: Current Biology, Cambridge University, Reuters
M
yn
di
r:
N
ew
sc
om
, G
et
ty
Im
ag
es
, K
ev
in
B
ro
w
n/
Un
iv
er
si
ty
o
f C
am
br
id
ge
Raðgreindu erfðamengi Beethovens
Hópur alþjóðlegra vísindamanna notaði hárlokk
til að komast að því að þýska tónskáldið hefði að öllum
líkindum látist úr lifrarskemmdum fyrir rúmlega 200 árum.
© GRAPHIC NEWS
Hárlokkurinn sem
notaður var við að
raðgreina erfðamengið
Ludwig van Beethoven
f. 16. desember 1770
d. 26. mars 1827
Erfðafræðileg tilhneiging:
Stökkbreyting í tveimur
genum PNPLA3 og HFE
þrefölduðu líkurnar
á lifrarsjúkdómi.
Veirusýking:
Lifrarbólga B
í DNA-ker
bendir til sýkingar
í lifur nokkrum
mánuðum
fyrir dauða.
Niðurstöður sýna að
erfðafræði, veirusýking og
áfengisneysla Beethovens
ha
líklega valdið
lifrarbilun sem varð
honum að bana
56 ára að aldri.
Beethoven fór að
missa heyrnina seint
á þrítugsaldri og var
orðinn heyrnarlaus
44 ára.
Gögnin sýndu að
meltingarvandamál
Beethovens
orsökuðust ekki af
glútenóþoli eða
laktósaóþoli.
Engar erfðafræðilegar
skýringar fundust á
heyrnarleysinu en
sumir telja að
Beethoven ha
þjáðst
af eyrnakölkun eða
Pagetssjúkdómi.
Búnaðurinn var kynntur á ráðstefnu á dögunum.
Neyðarbúnaður fyrir allt
að 170 manns er geymdur
á Keflavíkurflugvelli fyrir
danska heraflann. Í hverjum
pakka er búnaður sem á að
duga í fimm daga í óbyggðum.
katrinasta@frettabladid.is
Öryggismál Á öryggissvæði Kefla-
víkurflugvallar í f lugskýli 831 er að
finna færanlegan neyðarbúnað sem
hugsaður er sem fyrsta björg. Hægt
er að varpa honum úr f lugvél til
nauðstaddra á afskekktum stöðum.
Danski heraflinn á búnaðinn og
hefur Landhelgisgæslan aðgang
að búnaðinum ef á þarf að halda.
„Búnaðurinn er hugsaður fyrir þá
sem lenda í neyð, hvort sem það
er farþegaflugvél, skip eða einhver
annar stór hópur sem er erfitt að
komast að með auðveldum hætti,“
segir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Neyðarbúnaðinum er ætlað
að vera varpað til nauðstaddra á
afskekktum stöðum og á búnaður-
inn að gera þeim kleift að komast af
í fimm daga.
Danir hafa annast þróun á búnað-
inum en afar mikilvægt er að neyð-
arbúnaður sem þessi sé til taks á
Íslandi ef á þarf að halda.
Neyðarbúnaðurinn er geymdur á
brettum og eru alls sautján bretti á
Keflavíkurflugvelli. Hvert bretti er
ætlað fyrir tíu manns til að komast
af og er því búnaður til fyrir 170
manns. Í hverjum pakka fyrir sig
er hlýr fatnaður, tjald, talstöð,
verkfæri, þurrmatur, dýnur, ljós og
gashellur. Ekki er þörf á sérfræði-
þekkingu til að nota búnaðinn svo
að hver sem er geti nýtt sér hann í
neyð. n
Búnaður fyrir nauðstadda
á afskekktum stöðum
Neyðarbúnaðurinn inniheldur tjald, mat, vatn og allt það sem þarf til að komast af í óbyggðum myndir/AðsendAr
Búnaðinum er ætlað
að vera varpað úr flug-
vél til þeirra sem erfitt
er að komast að, þá til
dæmis einstaklinga á
ísjaka eða í óbyggðum.
gar@frettabladid.is
Bandaríkin Maður að nafni Robert
Castillo í Minnesota í Bandaríkj-
unum hefur verið ákærður fyrir að
hafa skotið eiginkonu sína til bana í
miðjum Biblíutíma.
Lögregla kom að eiginkonunni,
Corrina Woodhull, með fjölmörg
stungusár á búk, brjósti og hand-
leggjum. Viðstaddir héldu eigin-
manninum niðri þar til lögreglan
hafði handsamað hann.
Systir Corrina greindi frá því
að hún hefði staðið að Biblíulestri
á heimili sínu með ættingjum á
þriðjudagskvöldum. Corrina og
Castillo hefðu mætt og setið saman í
sófa. Castillo hefði hvíslað einhverju
að konu sinni, dregið fram hníf og
stungið hana margsinnis. Fjölskyld-
an hefði stokkið til og afvopnað
hann. Einn af gestunum sagðist telja
að Castillo hefði stungið fleiri hefði
hann ekki verið stöðvaður.
Þegar atburðurinn varð var í
gildi handtökuskipun á Castillo
sem hafði ekki mætt í yfirheyrslur
vegna ásakana um líkamsárásir
í Washington-sýslu. Átti hann að
hafa ráðist á fangavörð er hann var
vistaður í Stillwater-fangelsinu. Var
hann með átta dóma á bakinu fyrir
margvíslega glæpi, þar með talið að
hafa stórslasað barnsmóður sína
með hamri.
Mun Castillo hafa skýrt lögreglu
frá því að þau hjónin hafi verið gift
í tvö ár og búið saman þar til mán-
uði fyrir Biblíufundinn afdrifaríka.
Corrina Woodhull lætur eftir sig
fimm börn. Hún var 41 árs þegar
hún lést. n
Giftist margdæmdum sakamanni sem
banaði henni í Biblíutíma í heimahúsi
Robert Castillo er ákærður fyrir að
hafa banað eiginkonu sinni.
mynd/rAmsey County JAil
Jack B. Stenkjær, millistjórnandi hjá danska flughernum.
12 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023
LAUGARDAGUR