Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 21
Það er erf itt að ímynda sér
aðstæðurnar sem Iðunn var skyndi-
lega komin í, siglandi á Atlantshaf-
inu, sú eina fullorðna með tvo unga
drengi og þau öll nýbúin að horfa
upp á fjölskylduföðurinn í dauða-
teygjunum tveimur dögum fyrir
fertugsafmælið.
Hún rifjar upp atriði í Stormi,
heimildarþáttum RÚV um viðbrögð
við kórónaveirufaraldrinum hér á
landi.
„Þar var sögð saga ungu áströlsku
konunnar sem missti eiginmann
sinn hér á landi. Þegar Gylfi, yfir-
maður sóttvarnahótelsins, faðm-
aði hana tengdi ég svo sterkt við
þá tilfinningu, þegar ókunnugt
fólk frá skipafélaginu tók utan um
mig, fólk sem ég þekkti ekki neitt,
en faðmlagið var svo hlýtt og skipti
svo miklu.“
Með eiginmanninn í líkpoka
Þegar andlátið bar að var skemmti-
ferðaskipið í lögsögu Bahamaeyja,
nóttina eftir átti svo að sigla til
Miami. Vegna þessa þurfti Iðunn
að fara af skipinu enda þurfti að
ganga úr skugga um að ekki væri um
sakamál að ræða, en fyrst komu lög-
reglumenn um borð til skýrslutöku.
Iðunn segir bakgrunn sinn sem
lögreglumaður hafa hjálpað, hún
þekkti ferlið og undraðist það ekki.
„Ég fann líka virðinguna sem
hann fékk sem kollegi,“ segir hún.
Iðunn og drengirnir voru færð
yfir í lítinn bát sem flutti þau yfir á
næstu eyju.
„Ég hélt að Rikki færi með öðrum
bát en hann var alltaf með, bara í
líkpoka eins og hver annar farang-
ur.“
Þegar komið var á eyjuna tók við
ferðalag á fjórhjólum yfir hana,
þaðan á spíttbát yfir á næstu eyju,
þar sem tók við bið á lögreglustöð
og í framhaldi f lugferð til Nassá,
höfuðborgar Bahamaeyja.
Móðirin, synirnir tveir og faðir-
inn í líkpoka.
Það er allt farið hvort eð er
„Í þessari pínulitlu rellu sem við
flugum í, var honum troðið á gang-
inn á milli sæta okkar, þetta var
súrrealískt,“ rifjar hún upp.
„Ég man eftir að hafa horft á
sprungnar rúður vélarinnar og
hugsað með mér: Já, já, við deyjum
þá bara líka, það er allt farið hvort
sem er.“
Þegar komið var til höfuðborgar-
innar þurfti Iðunn að fara í enn eina
skýrslutökuna hjá lögreglu auk rétt-
armeinafræðings og bera kennsl á
lík eiginmannsins.
„Skipafélagið hafði sent starfs-
mann með okkur, konu sem talaði
ekki orð í ensku en hún hafði ofan
af fyrir strákunum á meðan ég stóð
í þessu. Eins kom ræðismaður og var
mér innan handar svo ég var ekki
alveg ein.“
Iðunn vildi eftir það komast aftur
til Flórída því þar var hún með bíla-
leigubíl og stóran hluta farangurs
fjölskyldunnar, því flugu þau í fram-
haldi til Fort Lauderdale.
„Þar sótti föðursystir mín, sem
þar býr, okkur.“
Hver fær miðann hans pabba?
Iðunn áttaði sig f ljótt á því að syn-
irnir vildu klára ferðina sem fyrir-
huguð hafði verið.
„Við höfðum key pt miða á
Beyoncé-tónleika og þeir spurðu
f ljótt: „Hver fær miðann hans
pabba?“ Sjálf var ég ekki farin að
hugsa svo langt en systir mín bauðst
til að koma út til okkar svo hún fékk
miðann. Hún kom beint úr kistu-
lagningu ömmu sem hafði látist
þremur dögum áður en við fórum
út.“
Síðustu dögunum varði f jöl-
skyldan hjá annarri frænku í St.
Petersburg.
„Það kikkaði inn ákveðið „survi-
val mode“. Ég gerði mér grein fyrir
því þegar ég stóð á elleftu hæð hót-
els undir lok ferðarinnar og hallaði
mér upp að glugganum sem náði
alveg niður í gólf, ég sem hafði alltaf
verið svo lofthrædd kippti mér ekki
upp við þetta. Það sem ég hafði áður
hræðst, hreyfði ekki við mér lengur
og það varði í langan tíma. Ég kalla
það „survival-mode“.“
Iðunn segir það hafa verið ómet-
anlegt að eiga ættingja úti sem stóðu
með henni í þessum miklu hremm-
ingum.
Andlátstilkynning í stað
afmæliskveðja
Eins og fyrr segir lést Rikki tveimur
dögum fyrir fertugsafmælisdaginn
svo að kvöldið eftir að hann kvaddi,
ákvað Iðunn að segja frá andlátinu á
Facebook-síðu sinni.
„Það var aðfaranótt 22. apríl að
fólk var farið að birta myndir af
honum í tilefni afmælisins og þá
ákvað ég að láta vita. Ég vildi gera
það áður en fólk færi að senda kveðj-
ur eins og: „Láttu konuna stjana við
þig í tilefni dagsins,“ og þar fram
eftir götunum.“
Iðunn skrifaði færslu með harma-
fregninni.
„Pabbi hafði látið vita í vinnunni
hans Rikka svo þetta var farið að
fréttast.“
Iðunn var úti næstu tvær vik-
urnar og segir heimkomuna hafa
tekið á.
„Pabbi og mamma fóru með
okkur heim til sín fyrstu nóttina
en svo fórum við heim daginn eftir.
Það var skrítið að ganga að húsinu,“
rifjar Iðunn upp.
„Fyrstu dagana var ég alltaf að
bíða eftir að hann kæmi heim af
vaktinni. Ég var vön því að vera ein
heima þar sem hann vann alltaf
vaktavinnu, en það var vont að vera
sífellt að bíða eftir að hann kæmi
heim.“
Ég á þeim allt að þakka
Skyndilega stóð Iðunn uppi, 36 ára
gömul ekkja.
„Ég hafði verið að hugsa hvað
ég væri að verða gömul. Svo var ég
allt í einu 36 ára undir verndar-
væng mömmu og pabba eins og
lítil stelpa. Ég á þeim allt mitt að
þakka og ég veit ekki hvar ég væri
án þeirra.“
Eins og fyrr segir hafði Iðunn
aðeins verið í nýju starfi í tvo mán-
uði fyrir ferðina sem stóð í þrjár
vikur.
„Á endanum var ég í burtu frá
vinnu í sjö vikur í staðinn fyrir
þrjár. Þarna voru strákarnir búnir
að missa pabba sinn og ég gat ekki
farið að missa líka heimili þeirra.
Maður þarf að borga reikninga ein-
hvern veginn, lífið stoppar ekkert.“
Aftur til vinnu eftir fimm vikur
Iðunn átti engan veikindarétt.
„Ég hafði verið í 15 ár hjá ríkinu
og átti þar sterkan rétt en ekki á
nýjum vinnustað. Þetta er að hluta
til ástæða þess að ég er aftur komin
til ríkisins,“ segir Iðunn sem aftur er
komin til starfa hjá lögreglunni.
Fimm vikum eftir andlát eigin-
mannsins var Iðunn því mætt aftur
til starfa.
„Ég byrja hægt en svo er bara
svo mikið að gera að ég er f ljótlega
komin í fullt starf. Til að bæta gráu
ofan á svart höfðum við verið líf-
tryggð í öll þessi ár, en þegar ég var
ekki lengur í sama hættustarfinu og
Rikki var að við héldum líftryggður
24/7 sem lögreglumaður, ákváðum
við að segja upp líftryggingunum
til að spara pening. Tölvupósturinn
með minni uppsögn hafði ekki farið
í gegn en uppsögnin hans Rikka fór
í gegn, mánaðamótin fyrir ferðina,“
segir Iðunn og hristir höfuðið yfir
kaldhæðni örlaganna.
„Ég fékk því ekkert út úr þeirri líf-
tryggingu, ekki heldur út úr trygg-
ingunni í gegnum lögregluna og
til að fá eitthvað út úr kreditkorta-
tryggingunni hefði þetta þurft að
vera slys,“ segir Iðunn sem fékk
ekkert.
„Ég varð því að halda áfram í
hamstrahjólinu.“
Skall á vegg eftir átján mánuði
Næstu átján mánuði hélt Iðunn
áfram þar til hún skall á vegg eins
og hún sjálf orðar það.
„Það magnaðist allt upp og stress
og kvíði tóku yfir og ég var grát-
gjörn. Ég var líka að berjast við sam-
viskusemina og fullkomnunarárátt-
una og vildi standa mig. Það endaði
svo með því að ég lýsti líðan minni
fyrir lækninum mínum og hann var
fljótur að senda mig í veikindaleyfi.“
Vottorðið var ótímabundið en
Iðunn var frá í tvo mánuði. Hún
fór aldrei aftur til Frumherja, fékk
vinnu hjá Sýslumanninum á höfuð-
borgarsvæðinu og fyrir f jórum
árum fór hún aftur í lögregluna.
Iðunn segir algengt að fólk í þessari
stöðu byrji of hratt í vinnu og það
geti orðið til þess að það skelli á vegg
síðar.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp
um sorgarleyfi fyrir foreldri sem
missir maka frá ungum börnum.
Þar kemur fram að miklu skipti að
styðja eftirlifandi foreldri barna
undir 18 ára aldri og segir Iðunn að
slíkt leyfi, sem hugsað er í sex mán-
uði, hefði skipt sköpum í hennar
tilfelli.
„Ég ætla mér ekki að nýta mér
slíkt leyfi,“ segir Iðunn í léttum tón
en bætir við að hún óski þess að
frumvarpið verði að lögum fyrir
fólk sem standa muni í svipuðum
sporum og hún var í fyrir sjö árum.
Stuðningshópar hjálpuðu
Iðunn hefur unnið vel úr sorginni
og sótt aðstoð fyrir sig og drengina.
„Á þessum sjö árum hefur aðeins
komið einn dagur þar sem ég sá ekki
ástæðu til að fara fram úr rúminu,
það var daginn eftir jarðarförina.
En síðan hef ég ekki fundið þessa til-
finningu. En ég á tvo stráka, ég veit
ekkert hvernig þetta hefði verið ef
ég væri barnlaus.“
Iðunn segir stuðningshópa fólks
í svipaðri stöðu hafa hjálpað mikið
í fyrstu.
„Ljónshjarta, samtök til stuðn-
ings fólki sem misst hefur maka og
börnum sem misst hafa foreldri, var
mikill stuðningur fyrir okkur öll. En
mesta aðstoðin sem drengirnir hafa
fengið var í Erninum,“ sorgarsam-
tökum sem standa að sumarbúðum
fyrir börn sem misst hafa foreldri.
„Það er það besta sem hefur gerst
í þessari sorgarvinnu fyrir börn,“
segir Iðunn sem sjálf er í ekkju-
klúbbi.
En Iðunn segir ekki alla hópa hafa
hentað, hún hafi farið inn í hóp fyrir
fólk sem hafi upplifað stór áföll en
ekki fundið sig þar.
„Þá fékk ég bara samviskubit
yfir því að vera ekki í fósturstell-
ingunni alla daga. Lögreglan studdi
okkur vel og greiddi fyrir sálfræðing
fyrir mig og strákana. Ég man að ég
spurði hann hvort ég ætti að vera
með samviskubit yfir því að fara
ekki í kirkjugarðinn daglega. Hann
spurði á móti hvort það væri eitt-
hvað sem ég væri að forðast. En
það var ekki málið, ég einfaldlega
gleymdi því oft. Þá sagði hann þetta
allt í lagi. Hann er ekkert endilega
þar. Ég er líka farin að læra að maður
gerir hlutina bara á sinn hátt og það
er engin ástæða fyrir aðra að hafa
skoðun á því.“
Fann ástina á ný
Krufningin sýndi ekki skýra dánar-
orsök.
„Það var í mesta lagi stækkað
hjarta, hann var með kvef og
kannski fór það í hjartað. Sumt er
ekki hægt að útskýra.“
Iðunn segist hafa hugsað að auð-
veldara hefði verið að hafa skýringu,
hann hefði dáið í bílslysi eða fengið
krabbamein og þau þá fengið tíma
til að melta stöðuna.
„En þá hefði hann þjáðst, það
hefði ekkert verið skárra. Þetta er
engin keppni í sorg en það er ólíkt
að missa svona skyndilega og fá
aðdraganda.“
Í dag á Iðunn kærasta sem sjálfur
þekkir sorgina enda ekkill.
„Hann á þrjá stráka, svo þetta er
strákafans. Við eigum rosalega góða
tengingu, við höfum grátið mikið
saman þegar við tölum um hlutina
og ég græt þá yfir konu sem ég hef
aldrei hitt,“ útskýrir Iðunn.
Aðspurð hvort það að upplifa
svo skyndilegan missi hafi skilið
eftir ótta við dauðann svarar Iðunn
ákveðin:
„Maður getur ekki lent í þessu
tvisvar, er þetta ekki komið gott? Ég
nenni ekki að velta mér upp úr því,“
segir hún ákveðin.
„Við lifðum lífinu, eins og þegar
ég missti vinnuna fórum við til Balí.
Fólk var hneykslað á því og fannst
það kæruleysi. Ég hugsaði bara, lífið
er núna, og við vorum dugleg að
ferðast og njóta þess. Ég er þakklát
fyrir það í dag og því er mér kannski
sama um hvað fólki finnst. Það
þýðir ekkert að ætla að gera hlutina
seinna,“ segir Iðunn að lokum. n
Úrför Ríkharðs fór fram frá Hallgrímskirkju þar sem félagar hans úr lögregl-
unni stóðu heiðursvörð. Mynd/aðsend
Iðunn segir
sorgarleyfi
hefði komið
sér vel á sínum
tíma en hún sé
þó ákveðin í að
þurfa ekki að
nýta sér það
sjálf.
Fréttablaðið/
anton brink
Fréttablaðið helgin 2125. mars 2023
lAUgARDAgUR