Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 60
Það eru tregaþræðir í henni en ég vona að fólk heyri líka húmor og lausn á þessu öllu saman líka. Auðvitað er maður ekkert að deyja úr nostalgíu. 433.is MÁNUDAGA KL. 20.00 Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, fer yfir það helsta í fótboltaheiminum. Hann fær til sín áhugaverða viðmælendur og helstu sparksérfræðinga landsins sem gera upp mál málanna. Fréttir vikunnar | Bergur Ebbi Grínistinn og samfélagsrýnirinn Bergur Ebbi segir lokun Aðalvideo- leigunnar, síðustu myndbandaleig- unnar í fullum rekstri, hafa vakið athygli sína í vikunni. „Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að þarna er endanlega verið að loka ákveðnum kafla í menningarsög- unni. Rekstur myndbandaleiga var eflaust gróðastarfsemi á sínum tíma en hefur á undanförnum fimmtán árum eða svo orðið meira að sam- félagslegu verkefni,“ segir Bergur Ebbi. „Auðvitað er maður ekkert að deyja úr nostalgíu og það er ástæða fyrir þessu enda hafa aðrir hlutir komið í staðinn sem eru oft þægi- legri.“ Þótt streymisveiturnar séu stút- fullar af efni segir Bergur Ebbi að Menningarsögulegum kafla lokið þar séu oft göt þar sem vanti efni sem hægt var að finna á leigunum. Þá gat það reynst leiguförum vel að fá að grípa með sér gamlar myndir. „Þegar maður er með streymis- veitur og möguleikarnir hlaupa á þúsundunum, þá enda ég samt oft á því að horfa bara á eitthvað fimm mínútna myndband á Youtube eða endurhorfa á eitthvað sem ég hef nú þegar séð,“ segir Bergur Ebbi. „Það er eins og maður hefði þurft einhvern taðskeggjaðan leigumann til að tuska mann til og troða einhverju gúrme á mann.“ n Á fjórðu plötu Hallgríms Oddssonar er stiklað á til- finningunum sem geta fylgt sambandsslitum, án þess þó að treginn sé allsráðandi. arnartomas@frettabladid.is Listamaðurinn Hallgrímur Odds- son sendi nýlega frá sér sína fjórðu sólóplötu, Með lánsfjöðrum storm- fugla, sem dregur nafn sitt af síðasta lagi plötunnar. „Tilurð plötunnar er eiginlega síðasta lag plötunnar sem var samið til æskuvinar míns á stórafmæli,“ útskýrir Hallgrímur. „Upptökustjór- inn minntist þá á að það væri snið- ugast að gera plötu í þessum anda og þá var spurningin hvort það ætti að leita út frá laginu eða inn að því. Lendingin var svo á laginu sjálfu.“ Þema plötunnar segir Hallgrímur vera ferlið frá sambandsslitum að fyrirgefningunni, með þeim hæðum og lægðum sem slíku drama fylgir. Vísar þetta í persónulega reynslu? „Þetta er kannski meira svona almennt. Við höfum f lest lent í því að lenda í sambandsslitum,“ svarar Hallgrímur blaðamanni sem sípiprandi tengir ekki. „Þá slitnar upp úr og ég hef lent í því nokkrum sinnum. Ég grautaði saman þessari reynslu á þessa plötu.“ Þótt efniviðurinn sé erfiður segir Hallgrímur þó meira komast fyrir á plötunni en bara trega. „Það eru tregaþræðir í henni en ég vona að fólk heyri líka húmor og lausn á þessu öllu saman líka.“ Daðrar við djass á flekaskilunum Undir þessum tregablandna kok- teil spilast svo djassskotinn blús og þjóðlagatónlist sem Hallgrímur segir að megi að mestu rekja til Ameríku. „Ég hef alltaf vera svolítið blús- skotinn en á þessari plötu er ég að sækja meira í djassinn út af þessu síð- asta lagi,“ segir Hallgrímur en bætir við að það sé líka talsvert um íslensk áhrif á plötunni. „Lunginn úr þessu er samt kannski sóttur yfir hafið.“ Þú ert þarna á f lekaskilunum einhvers staðar? „Jú, ætli það ekki,“ svarar Hall- grímur hlæjandi. „Ætli þetta fylgi ekki bara landlegunni!“ Það eru nú rúm tíu ár síðan Hall- grímur sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Einfaldlega f lókinn, en hann söng áður með hljómsveitinni Stripshow og með Fjallabræðrum. Fyrir utan tónlistina hefur Hall- grímur svo ýmislegt fyrir stafni. „Ég hef verið að vinna sem ljósa- maður í kvikmyndaiðnaðinum upp á síðkastið og þar áður tals- vert í viðburðageiranum, í sveita- störfum, á sjó og svo gott sem í öllum störfum sem hægt er að vinna án menntunar,“ segir hann en telur fjölbreyttan bakgrunninn ekki nýtast mikið á nýju plötunni. „Lífsreynslan á þessari plötu er nú bara aðallega sambönd og sam- bandsslit.“ n Þjóðlagaskotinn sambandsslitablús Hallgrímur segist venjulega blússkotinn en hafa fært sig eilítið nær djassinum. Mynd/Aðsend Með lánsfjöðr- um stormfugla er fjórða plata Hallgríms. 44 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARs 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.