Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 35

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Qupperneq 35
valdi síðan aðra af tveimur tillögum mínum og var full eining um valið. I álitsgerð dómnefndar stendur meðal annars: „Verkið sýnir vel þann grundvöll, sem lifandi kirkja byggir á, þ.e. hinn eilífa Guð, sem sendir í syni sínum ljósið til jarðarinnar. Guðreisirkirkjusínaájörð... Formverksinsfalla vel að byggingarstíl kirkjunnar.” Opinber sýning var síðan haldin á öllum tillögunum í sýningarsölum Listasafns alþýðu og gafst almenningi þar kostur á að virða fyrir sér árangur samkeppninnar. Framkvæmd. framhaldi af sýningarhaldi og nýrri samninga- gerð við mig, skrifaði framkvæmdanefndin til nokkurra er- lendra steinglers- og mósaíkfyrirtækja og óskaði eftir tilboðum í verðlaunaverkið. Ákveðið var að taka tilboði Franz Mayersche Hofkunstanstalt í Munchen í Þýskalandi.Þetta fyrirtæki var stofnað 1845 og er eitt stærsta og virtasta sinnar tegundar í V. Þýskalandi. Það hefur gert steinda glugga og mósaíkmyndir í þúsundir kirkna og aðrar byggingar víðsvegar um heim. Franz Mayer starfrækir einnig í Bandaríkjunum hliðstætt fyrirtæki. Undirritaður fór síðan þrjár ferðir til Miinchen meðan á vinnslu verksins stóð og fylgdist með öllum framgangi þess, vann m.a. við ýmsa erfiðustu framkvæmdaþætti myndgerðarinnar og hafði umsjón með allri uppsetningarvinnunni í Háteigskirkju. Einnig réð undirritaður efnisvali og efnisnotkun. Myndin er lögð úr misþykku mósaíkefni, sem að meginhluta er úr handsteyptu plötugleri og feneysku glersmelti. Fjölmargar tegundir náttúrusteina eru ennfremur notaðar í myndina, þar á meðal ýmsar tegundir marmara og hálf- eðalsteina. Antíkgler og tilhöggvið gler er einnig að finna í myndinni ásamt blaðgulli og blaðsilfri. Vegna misþykktar efnisins magnast samspil ljóss og skugga; dýptarverkunin verður áhrifameiri svo og allt líf myndarinnar. Ekkert mósaíkefni er til sem að fegurð, litstyrk, ljósþoli og blæbrigðaauðgi er þessu fremra. Það er notað að staðaldri af öllum helstu og bestu mósaík- listamönnum heimsins til myndgerðar í kirkjur, moskur og veraldlegar byggingar af öllum stærðum og gerðum. Þetta er hið klassíska mósaíkgerðarefni. Þessi mósaíkmynd mín er fyrsta verkið sem Franz Mayer vinnur fyrir íslenska kirkju og jafnframt í fyrsta skipti sem íslenskur listamaður vinnur með þeim að slíku stórverki. Hafa ber í huga að formgerð kórbyggingarinn-ar, sem myndin er felld að, veldur því að myndheildin er í raun þrívíð en birtist skoðanda utan úr kirkjuskipinu sem tvívítt verk. Þannig er það hugsað og þannig er það sterkast. En kórboginn og hálfhvolf hans stuðla einnig að mjög ákveðnu og óvæntu lífi myndarinnar þar sem hún breytist mjög í víddum og litstyrk við nærskoðun. Við hátíðarmessu í Háteigskirkju þann 18.12.1988 færði Kvenfélag Háteigssóknar kirkjunni að gjöf margnefnda mósaíkmynd. Myndin er átta metra há og er í heild sinni um 40 m2. Inntak verksins. Við afhendinguna flutti undirritaður ávarp sem hér birtist að hluta til: Mynd mína kalla ég Krossinn og Ijós heilagrar þrenningar. Þungamiðja myndarinnar er krossinn, áhrifamesta trúartákn sem þekkist, tákn kristinnar trúar. Önnur tákn eru einnig felld inn í myndheildina og vísa til kristinna lífssanninda. I upphafi hugmyndasamkeppninnar samdi ég eftirfarandi markmiðsþætti sem ég byggði alla hugmyndaleit og vinnsluþætti á: 1. Myndin verður að túlka háleitan kristinn boðskap. 2. Myndformið verður að vera einfalt og auðskilið og taka mið af byggingarstíl kirkjunnar- innviðum hennar. 3. Viðfangsefnið skal leysast á persónulegan hátt og hafa fagurfræðilega skírskotun til framsækinnar samtímamynd- listar. Þetta eru þeir þættir sem baráttan stóð um að samræma. Þetta var mikil vinna og ströng. Fjölmörg byggingafræðileg og sjónfræðileg vandamál þurfti að hafa í huga við hugsanlega fullvinnslu myndarinnar. Frumvinnan hófst hér í kirkjunni; hér sat ég löngum og velti fyrir mér alls konar samræmingar- möguleikum myndmáls og byggingarlistar. Af þessari grunnvinnu spruttu allar síðari hugmyndir og tillögur. Eins og lífið sjálft kviknar mynd mín af andstæðum - þ.e. form- og litfræðilegum andstæðum. Hún fjallar í knöppu formi um ljósið, ígildi lífsins sjálfs, andspænis hrópandi kvöl og nístandi sorg. Hún er um hið sístreymandi lífsins ljós, sem aldrei slokknar þótt fari langt um dimman og kaldan veg himindjúps- ins. Hún er um ljósið sem þú átt líf þitt undir og e.t.v. sálarheill. Hún er um sannkristin guðleg öfl sem megna að færa þér huggun, frið og fegurð hvort heldur þú tekst á við harminn eða fagnar lífi á gleðistund. Hún er um lífssannindi sem alla varðar. Lítum nánar á myndina: Á dimmbláum hringfleti lýsist upp helgasta táknkristindómsins, krossinn. Birtu sína fær hann að ofan, frá því afli, sem tákngert er efst í ytra hringformi myndar - tákni heilagrar þrenningar. Þar er guli hringurinn tákn eilífðar, - hvíti upphleypti þríhym- ingurinn tákn Guðs föður, sonar og heilags anda. Ytri hringur- inn, sem umlykur myndkjamann, krossinn og krossgmnninn, er ljóðrænt tilbrigði við hringtákn eilífðarinnar. Hringurinn sömuleiðis ljósleiðari sem fly tur fjölbrey tta gullna birtu kring- um myndmiðjuna. Efst er birtan sterkust en dvínar eftir því sem neðar dregur í hringblámanum. Ljósið lifir samt áfram í myrkustu hlutum hringsins í formi lítilla blaðgullsflísa sem eru þar til að endurkasta hlýrri birtu. Lóðrétti flötur krossins leiðir marglitt ljósið niður í blágráan hálfhring sem er hugsaður sem tákn jarðar og þjónar um leið sem baksvið altaris. Frá gullinni ljóssúlu jarðar, sem er í formrænni tengingu við krossinn, dreifist svo birtan, hin kristnu lífsgildi í þúsundum litbrigða allt til endimarka jarðarinnar. Krossinn er upphafinn í veldi ljóss og myndræns formsamspils. Hinir sterku litir hans hafa táknrænt og tilfinningalegt gildi um leið og þeir mynda sterkustu litfræðilegu átök verksins. Mósaíkverkið má einnig kalla persónulegan vitnisburð höfundar um djúpa sorg og huggun - eins konar sáttargjörð í grimmum tilfinningaátökum lífs og trúar. Hér er um sammannlega reynslu að ræða sem snertir veigamikið umfjöllunarstef í boðun kristinnar trúar. Myndlistarverk í kirkju tengist predikunni og öllu helgihaldi kirkjunnar beint og óbeint. Það á að hvetja manninn til hugleiðinga um kristin lífsviðhorf, um dýpstu rök tilverunnar og stöðu mannsins í veröldinni. Það á að glæða fegurðarskyn, efla tilfinninga- þroska og færa manninn þannig nær Guði. Jesús Kristur er aflvaki þessa mósaíkverks, mynd hans lýsir alla innviði þess. Megi myndsýn mín og túlkun fly tjast áfram og verða samgróin trúarvitund og lífi sem flestra manna. Ég vona einnig að kirkjan megi áfram nýta sér mátt listarinnar í sókn sinni og baráttu fyrir útbreiðslukristinnalífssannindaogfyrirvemdun lífs á jörð.” ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.