Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 57

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1989, Side 57
DIOMEDE-SAMKEPPNIN Grein: Þorsteinn Þorsteinsson. í MAÍ sl. voru tilkynnt úrslit í samkeppni á vegum annars vegar Institute for Contemporary Art í New York og hins vegar Félagi rússneskra arkitekta í Moskvu um Diomede- eyjar í Beringssundi milli Síbiríu og Aiaska. Diomedeeyjar- nar eru eini staöurinn í heiminum þar sem stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríki Norður-Ameríku, mœtast. Milli tveggja eyja, Litlu-Diomede og Stóru-Diomede, sem hvor heyrirtilsínustórveldinu,eruum3kílómetrar. Meö bœttum samskiptum þjóðanna hefur athyglin beinst aö eyjunum. M.a. synti Lynne Cox milli eyjanna tveggja áriö 1986 og hlaut fyrir lof ráðamanna beggja ríkjanna. Lynne þessi kom einmitt hingað fyrir nokkrum árum í heimssundi sínu og synti yfir Mývatn. Því var þaö að áðurnefnd samtök tóku sig saman um aö efna til samkeppni um mannvirki er tengja myndi eyjarnar og vera jafnframt tákn fyrir aukin samskiptiþjóðanna. Eitt gerirviðfangsefniöskemmtilegra en ella og það er aö milli eyjanna liggur daglínan (180° lengdarbaugur).Þó svo engin fyrstu verðlaun hafi verið veitt þá hlutu ýmis verkefni viðurkenningu, þar á meðal tillaga Guðmundar Jónssonar, arkitekts í Noregi. Hugmyndin, sem Guðmundur lagði til, er brú milli eyjanna sem snýst þannig að snúningur fylgir sólargangi. Brúin tengir saman eyjarnar tvœr aðeins tvisvar á sólarhring, þ.e.kl.ó.OOogkl. 18.00og undirstrikaráþannhátttengslin við tímann og staðsetninguna á dagalínunni. Önnur hugmynd Guðmundar varðandi Diomedeeyjar- nar er að settar eru upp eins konar eyjar, 24 talsins, í hring með miðju t snúning brúarinnar og falla saman við mörk klukkustundar. Þegar brúin beinist að þessum eyjum, sem eru 6 m í þvermál, þá lýsast þœr upp báðum megin með leisirljósi,- rauðu Síbiríumegin og bláu Alaskamegin. Þegar brúin snýr í norður/suður kl. 12.00 og kl. 24.00 lýsast allar Ijóseyjarnar samtímis. Á hverri Ijóseyju er áletrun sem segir sögu Diomedeeyjanna. Eins og fyrrsagði voru ekki veitt nein verðlaun meðal hinna 1290 tillagna en nokkrar fengu sérstaka tilnefningu ein- stakra dómnefndarmanna og valdi Patricia Phillips frá Parason's School of Design í New York tillögu Guðmundar auk fimmtán annarra, meðal þeirra voru nöfn eins og Lawrence Weiner og Alexander Brodsky og llya Utkin. Sýning á tillögunum var síðan opnuð í New York 18. maí sl. eneftir2.júlífórsýningintilannarra sýningarstaðaíBanda- ríkjunum og fer síðan til Sovétríkjanna. Síðar meir er svo œtlunin að koma sýningunni til Evrópu, Kananda og Japans. Hver veit nema við hér á landi fáum að sjá hugmyndir hönnuða og arkitekta um hvernig hœgt verður að tengja saman austrið og vestrið á táknrœnan máta. ■ 55

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.