Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20226 Nokkuð jafnt kynjahlutfall HVALFJ.SV: Fjölskyldu- og frístundanefnd Hval- fjarðarsveitar fundaði 3. nóvember sl. en nefndin hefur m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlut- fall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hval- fjarðarsveitar. Í fundargerð segir að við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli. Í ár voru kynjahlutföllin 53 karlmenn og 50 konur, þ.e. 51% karlar og 49% konur og gerði nefndin engar athugasemdir til sveitar- stjórnar við það. -gbþ Aflatölur fyrir Vesturland 29. október – 4. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 28.507 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 23.233 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 99.365 kg. Mestur afli: Kristinn HU: 63.430 kg í sex löndunum. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 265.759 kg. Mestur afli: Hringur SH: 61.930 kg í einum róðri. Ólafsvík: 11 bátur. Heildarlöndun: 151.017 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvars SH: 45.209 kg í þremur róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 459.043 kg. Mestur afli: Örvar SH: 103.952 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 13.994 kg. Mestur afli: Bára SH: 9.424 kg í fjórum löndunum. 1. Örvar SH – RIF: 103.952 kg. 1. nóvember. 2. Tjaldur SH – RIF: 101.810 kg. 31. október. 3. Rifsnes SH – RIF: 87.121 kg. 30. október. 4. Hringur SH – GRU: 61.930 kg. 2. nóvember. 5. Runólfur SH – GRU: 60.308 kg. 31. október. -sþ Frumvarp um sorgarleyfi LANDIÐ: Þorbjörg Sig- ríður Gunnlaugsdóttir þing- maður Viðreisnar hefur lagt fram á Alþingi frum- varp um sorgarleyfi. Í því felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru for- eldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og fái greiðslur frá Vinnu- málastofnun á meðan. Í til- kynningu frá Viðreisn kemur fram að mikilvægt sé að eftir- lifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svig- rúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðar- ljósi sem misst hafa móður eða föður. -mm Umferð jókst um 1,9% í október LANDIÐ: Umferðin í nýliðnum október jókst um 1,9% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Umferðin jókst á öllum landssvæðum en mest um Austurland, um rúm 8%, og minnst við höfuðborgar- svæðið, tæpt 1%. Nú stefnir í að 2022 verði umferðar- mesta árið á Hringveginum hingað til en fyrra met er frá árinu 2019. -gbþ Landeigendur Kirkjufells við Grundarfjörð komu saman til fundar á laugardaginn, ásamt bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum viðbragðsaðila og Ferðamálastofu. Jarðirnar sem eiga land að fjall- inu eru Kirkjufell, Háls og Búðir. Sendu þeir í kjölfarið frá sér yfirlýs- ingu. Til fundarins var boðað vegna tíðra og alvarlegra slysa í fjallinu, en þar hafa þrír látist á undan- förnum fjórum árum. Rædd voru viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráð- stafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferða- fólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Í yfir- lýsingu þeirra segir: „Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig við- kvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæð- inu. Mikil slysahætta skapast á fjall- inu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróður- hulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðar- skilti sem stendur við rætur Kirkju- fells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið.“ Þá segir í yfirlýsingu landeigenda að í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, hafi þeir orðið varir við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvar- anir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. „Sam- kvæmt upplýsingum frá viðbragðs- aðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kall- aðir eru til björgunar í Kirkju- felli eru ávallt erfiðar og hættu- legar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varp- tíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við upp- gönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upp- lýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti.“ Loks segir í yfirlýsingu land- eigenda að samhliða þessari ákvörðun verði tíminn til kom- andi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim til- gangi verður stofnaður samráðs- hópur skipaður fulltrúum land- eigenda, viðbragðsaðila, Grundar- fjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. „Land- eigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu.“ mm Uppganga á Kirkjufell bönnuð fram yfir varptíma næsta vor Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands skoðuðu á laugardaginn upp- gönguna og skiltið við upphaf gönguleiðarinnar á Kirkjufell. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.