Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202216 Heiðrún Lára Tómasdóttir er 28 ára kökuskreytir á Akranesi þar sem hún er fædd og upp- alin. Hún er yngst fimm systk- ina en foreldrar hennar eru þau Martha Sigurðardóttir og Tómas Sigurðsson. Heiðrún segist frá unga aldri hafa haft gaman af því að föndra og skreyta, hún er list- ræn en ásamt því að vera með þrjár diplómur í kökuskreytingum er hún förðunarfræðingur frá Mood make up school. Hún segir það þó ekki eiga vel við sig að sitja á skólabekk. „Það hentar mér vel að vinna og mér finnst lang skemmti- legast að vinna á fótunum því ég þarf að vera aktív allan daginn. Ég er ekki skólakona.“ Heiðrún vinnur nú í Kallabakaríi á Akra- nesi þar sem hún bakar og skreytir sínar eigin kökur, Heiddukökur, auk þess að aðstoða við matseld og afgreiðslu. Blaðamaður heim- sótti Heiðrúnu Láru í vinnuna á dögunum og ræddi við hana um allt sem tengist kökum og kremi. Heiddukökur Í grunnskóla var Heiðrún byrjuð að skreyta kökur fyrir afmæli hjá vinkonum og fyrir önnur tilefni en árið 2019 ákvað hún að demba sér út í kökuskreytingar af alvöru með hjálp YouTube. „Ég fór á fullt í þetta þegar ég var að gera baby shower köku fyrir vinkonu mína af því mig langaði að gera kökuna svo fína fyrir hana. Í því ferli fann ég hvað mig langaði geðveikt að læra þetta og vera góð í þessu svo ég fór að prófa mig áfram með því að skoða myndbönd á netinu,“ segir Heiðrún. „Heiddukökur urðu svo til þegar ég byrjaði að pósta á sam- félagsmiðla myndum af kökum eftir mig. Þá fór fólk að spyrja mig hvort það gæti keypt af mér kökur, hvort ég hefði áhuga á að selja þær og það peppaði mig rosa- lega,“ segir Heiðrún sem stofn- aði fljótlega Instagram-reikn- inginn Heiddukökur. Þar deilir hún myndböndum og myndum af kökunum sínum og fólk getur haft samband við hana þar ef það hefur áhuga á að kaupa af henni. -En hvað eru Heiddukökur? „Það eru kökur sem eru skreyttar á nútíma- legan hátt og eru svona fínar til- efniskökur,“ segir Heiðrún sem bæði bakar kökurnar og skreytir þær. „Mér finnst skemmtilegra að skreyta kökurnar en mér finnst líka skipta miklu máli að þær séu góðar á bragðið, ekki bara fallegar.“ Með diplómur í kökuskreytingum Heiðrún Lára fór á námskeið í kökuskreytingum til Hatfield í Englandi haustið 2021 þar sem hún lærði m.a. að búa til skreytingar úr sykurmassa og vinna með það sem kallast Royal Icing en það er ákveðin tegund af glassúr. „Ég valdi þarna námskeið sem heill- aði mig. Mig langaði aðallega að læra að gera blóm og á þessu nám- skeiði lærðum við einmitt að gera alls konar blóm,“ segir Heiðrún en út úr námskeiðinu fékk hún þrjár diplómur í sitthverju skreytinga- faginu. „Þetta var mjög skemmti- legt og konan sem kennir nám- skeiðin er ótrúlega flink í öllu sem að þessu kemur og heldur úti alls konar námskeiðum.“ „Þessi vinna hentar mér 100%“ Heiðrún Lára hóf störf í Kalla- bakaríi í ágúst 2021 en hún var ráðin þangað inn til þess að skreyta kökur auk þess að aðstoða kokk- inn þar við matseld og annað til- fallandi. „Ég er mjög ánægð með að hafa ákveðið að koma hingað,“ segir Heiðrún Lára en áður en hún byrjaði að vinna í bakaríinu hafði hún nýlega verið ráðin inn í afgreiðslustarf hjá Sætum syndum. „Það var í raun eina kökubúðin sem mig langaði að vinna í en á þessum tíma var bara laust afgreiðslustarf svo ég fékk lítið að gera það sem mig langaði til; að skreyta kökur,“ segir Heiðrún. Þegar henni bauðst svo starf í Kallabakaríi sló hún til, bæði vegna þess að þá gat hún unnið á Akranesi og fékk frelsi til að gera sín eigin verk efni og það hafi hljómað vel. „Ég er miklu ánægðari hér heldur en ég hef verið á mörgum vinnu- stöðum og þessi vinna hentar mér 100%. Kökuskreytingarnar voru helsta ástæðan fyrir því að ég var ráðin og mig langaði að koma hingað til þess að koma þessu á Skagann, svo fólk gæti pantað skreyttar kökur hérna á Akra- nesi. Og líka til að peppa upp kökurnar hér í bakaríinu og gera eitthvað skemmtilegt hérna, eftir- réttatengt,“ segir Heiðrún. Góð- kunnir viðskiptavinir bakarísins hafa vafalaust tekið eftir miklum breytingum á framboði á kökum og nú gefst þeim kostur á að panta kökur í bakaríinu sem Heiðrún bakar og skreytir. „Fólk kemur hingað í bakaríið og vill panta kökur hjá mér og hér er bara sér bók þar sem eru myndir af mínum kökum til að sýna hvað er í boði,“ segir Heiðrún. Fólk getur líka pantað kökur í gegnum Instagram-reikning Heiðrúnar „Heiddukökur“, eða í gegnum sam- félagsmiðlareikninga Kallabakarís. Annað starfsfólk í bakaríinu sér um hefðbundnu kökurnar eins og skúffukökur, marsípankökur og aðrar sem í boði eru í afgreiðslu bakarísins. Heiðrún vonast hins vegar til að geta bráðum aðstoðað bakarana meira með skreytingar á þeim kökum. „Ég er búin að vera svolítið föst í eldhúsinu undanfarið en er að losna þar núna þannig ég vonast til að geta tekið meiri þátt í að sjá um hinar kökurnar líka.“ Æfingin skapar meistarann En er ekki tímafrekt að skreyta svona kökur? „Jú, það tekur alveg tíma en það lærist,“ segir Heiðrún. Hún hafi verið mun lengur að skreyta eina köku þegar hún byrjaði heldur en núna þegar hún er búin að gera þetta margoft. „Þetta er svona æfingin skapar meistarann, þú þarft að æfa þig rosalega mikið og læra alls konar smáatriði til að ná tökum á þessu. Þegar maður er búinn að gera þetta nógu oft veit maður t.d. hvernig áferðin þarf að vera á kreminu hverju sinni, eins og ef þú ætlar að gera dripp og önnur details og þú getur ekki gert slétta köku með þykku kremi, það verður að vera alveg silkimjúkt. Og þetta tekur allt minni tíma í dag en áður. En svo vill maður vanda sig og gera fallegar kökur þannig að hver kaka er nákvæmnisvinna.“ Aðspurð segir Heiðrún að sér þyki líklega „Það skiptir máli að kökurnar séu góðar á bragðið, ekki bara fallegar“ Hægt er að panta Heiddukökur í Kallabakaríi en það eru kökur sem Heiðrún Lára Tómasdóttir bakar og skreytir í sínum stíl. Ljósm. Unnur Jónsdóttir. Heiðrún gerði kettina sína sem kökutoppa á afmæliskökuna sína. Nákvæmnisvinna. Hér er Heiðrún að vinna með sykurmassa. Heiðrúnu finnst skemmtilegast að búa til fallegar kökur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.