Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202222 Verulega hefur hægst á fasteigna- markaðnum undanfarið og er þar stærsti áhrifaþátturinn stýrivaxta- hækkanir Seðlabankans til að lækka verðbólguna. Staðan hefur breyst hratt og fólk sem ætlaði að kaupa sér eign með því að slá stór lán heldur að sér höndum nú og bíður átekta. Það vill sjá hvort ferli vaxta- hækkana sé lokið og einnig hver framvinda efnahagsmála verði út frá gerð kjarasamninga. Skessu- horn heyrði hljóðið í tveimur fast- eignasölum á Vesturlandi til að vita þeirra skoðun á ástandinu á fast- eignamarkaðnum. Daníel Elíasson hjá Fast- eignasölunni Hákoti á Akranesi segir að í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans hafi hægst á sölunni og fólk eigi erfiðara með að fá greiðslumat gagnvart dýrari eign- unum vegna þess að greiðslubyrðin hefur aukist til muna. „Vaxta- hækkunin hefur áhrif á væntan- lega kaupendur því hún gerir það að verkum að fólk á ekki eins góða möguleika á því að taka eins há lán og áður vegna þess að greiðslu- byrðin hefur aukist það mikið. Að sama skapi hefur verið að koma minna inn af eldri eignum af því það þrengir að markaðnum, þetta er svona keðjuverkandi. Vaxta- hækkunin er að gera eins og ætlast var til, að hægja verulega á mark- aðnum,“ segir Daníel. Fólk fær ekki eins há lán Hefur fasteignaverðið eitthvað lækkað að undanförnu? „Það hefur ekki hækkað en menn eru ekki að fá eignirnar á ásettu verði svo það er aðeins undir því í dag. Verðin hækk- uðu svolítið geyst þannig að það var ekki alveg búið að ná því jafnvægi sem er að nást með þessum höftum núna. Áður fyrr fengust þessi háu lán allt upp að 85% af kaupverði af fyrstu eign en nú hefur því verið breytt. Það sem breytist þegar vext- irnir hækka svona mikið er að þá hækkar greiðslubyrðin af lánunum og tekjur hafa ekki aukist hjá fólki þannig að greiðslubyrðin hefur auk- ist það mikið að fólk fær ekki eins há lán. Það hefur áhrif á markaðinn og fólk hefur verið að fá höfnun á greiðslumati af því það taldi sig geta staðið við það en þá segir bankinn nei af því að launaafkoman er ekki nógu há til að mæta þessari lán- töku þegar fólk er að kaupa dýrari eignir.“ Er minna um það að fólk úr bænum sé að kaupa íbúðir hérna á Akranesi? „Nei, það er ennþá og frekar að aukast ef eitthvað er. Fólk er að sækja inn á ódýrari markað og þar er um að ræða bæði fjölskyldu- fólk og eldra fólk sem er hætt að vinna. Það yngra er að sækja í fjöl- skylduvænt umhverfi sem Akranes er og fá þannig aukatíma til að vera ekki að skutlast með börnin fram og til baka langar vegalengdir.“ Eignir eru lengur á skrá Þórarinn Óðinsson hjá Nes fast- eignasölu í Borgarnesi segir að fasteignaverð hafi ekki lækkað að undanförnu á hans starfssvæði, en ástandið á markaðnum sé orðið betra heldur en áður. „Eignir eru aðeins lengur á skrá en ekkert til að tala um þannig. Það er aðeins minna um að þær séu að fara á yfir- verði en það var þannig fram á mitt sumar ef íbúð kom á skrá þá nánast undantekningarlaust fór hún yfir ásettu verði.“ Hefur hægst undanfarið á sölunni í Borgarnesi? „Það er alveg sala ennþá en ekki sömu lætin í þessu. Við erum að sjá það einnig að það er náttúrulega stór hluti kaupenda sem er bara eiginlega úti núna út af því að lánshlutfallið lækkaði fyrir fyrstu kaupendur og þá lækk- aði hluti af afborgunum lána miðað við ráðstöfunartekjur. Þá erum við að sjá að þeir sem eru að kaupa eru með eignir á móti. Vextir á lánum eru orðnir miklu hærri en þeir voru og kjörvextir fyrir óverðtryggð lán eru komin upp í 7,8 prósent sem er ansi mikið.“ Er að fjölga eignum á söluskrá núna? Svona já og nei. Maður finnur það að fólk er aðeins að halda að sér höndum og er þá kannski að horfa á það að bíða aðeins með að stækka við sig eða minnka, hvort heldur sem er. Við erum að sjá að það er aukinn áhugi frá fólki sem eru brottfluttir Borgnesingar og er með eignir í bænum á móti því það er mun viðráðanlegra fyrir það að selja á móti.“ Hefur letjandi áhrif á kaupendur Þórarinn segir einnig að vaxta- hækkanir Seðlabankans hafi áhrif á væntanlega kaupendur því mánaðar leg greiðslubyrði á lánum sé orðin margföld miðað við sem hún var og hefur letjandi áhrif á þá. „Það er sérstaklega þar sem fólk er ekki með eignir á móti og við erum að sjá alveg mikla aukningu á því að fólk er að taka lánin með sér. Það hafði kannski vit á því að festa vexti á sínum tíma og það er mikil aukning í því að fólk sé að taka lánin með sér yfir á eignina og það er oftast það sem mildar höggið þegar fólk er að stækka við sig. Þá þarf það ekki að fara í nýja lántöku á þessum kjörvöxtum því það er komin reynsla á óverðtryggðu lánin miðað við þau verðtryggðu þannig að fólk er ennþá vart um sig með verðtryggðu lánin. En eins og þetta er búið að vera núna þá hef ég heyrt nokkur dæmi þess að mánaðarleg greiðslubyrði af tæplega 30 millj- óna króna óverðtryggðu láni hafi hækkað um 60 þúsund á mánuði á stuttum tíma.“ Hvernig sérðu fyrir þér næstu mánuði hjá ykkur? „Það er reytingur, ég hef engar áhyggjur. Eignir eru að seljast og það er vöntun á eignum. Eftirspurn er ennþá mikil og þótt að hlutirnir hreyfist aðeins hægar þá myndi ég ætla að þetta væri kannski bara heil- brigðari markaður núna heldur en var,“ segir Þórarinn Óðinsson að lokum. vaks Nýverið afhenti skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar umhverfisverðlaun kaupstaðar- ins fyrir árið 2022. Í flokknum tré ársins sem var einn af fjórum flokk- unum sem hlaut verðlaun fékk tré sem stendur við Vesturgötu 63 þau verðlaun í ár. Í umsögn segir að tréð sé staðsett í elsta hluta bæjarins og hafi mátt þola ýmislegt í gegnum tíðina. „Fallegt sitkagreni sem stendur framan við gamalt steinhús og gefur húsinu, framlóð þess og götumyndinni sérstakan svip. Tréð veitir húsinu ákveðna sérstöðu og ásýnd þess minnir á gamla tímann. Gott merki um það að gróður getur vel þrifist á Skaganum.“ Jón Arnar Sverrisson sendi Skessuhorni frekari upplýsingar um tréð til gamans en þær fékk hann frá Jónasi H. Ottóssyni núverandi eiganda Vesturgötu 63. Tréð var gróðursett árið 1960, er því orðið 62 ára og er ellefu metrar á hæð. Tréð er til komið þannig að Guð- jón Guðmundsson, sem ólst upp á Vesturgötu 63, tók köngla þegar hann var um átta til tíu ára. Köngl- ana tíndi hann á túni við Iðnskólann en þar voru oft sett upp tré þegar hann var að alast upp á Vestur- götunni. Könglana fór hann með heim til móður sinnar og setti þá í niðursuðudósir. Upp af könglunum komu fjögur grenitré og voru tvö þeirra gróðursett í garðinum á Vesturgötu 63 í kringum 1960. Hin tvö trén voru gróðursett við Saur- bæjarkirkju en þau náðu sér aldrei á strik þar og drápust. Flæktu saman greinum Bæði trén á Vesturgötunni lifðu og uxu vel. Núverandi eigendur, Jónas og Ingunn Sveinsdóttir kona hans, keyptu húsið árið 1999 og þá voru trén tvö orðin stór en annað þeirra var alltaf minna. Var það illa farið af seltu þar sem skjólið á því fyrir norðaustan- áttinni af húsinu var ekki eins gott og skjólið á því stærra. Trén tvö voru farin að flækja saman greinum og það minna var farið að mynda sár í því stærra. Jónas og Ingunn felldu það minna upp úr aldamótum til að gefa stærra trénu rými. Það þakkaði vel fyrir sig og tók vaxtarkipp í kjölfarið. Í gegnum árin hefur tréð verið lús- sækið og stundum orðið tætings- legt en alltaf náð sér inn á milli. Það er nú bæjarprýði á áberandi stað við Vesturgötuna og sómir sér einstaklega vel. Til fróðleiks má geta þess að hæsta sitkagreni í skógræktinni á Akranesi er gróðursett árið 1959 og er orðið 17 metrar. Það hæsta á Íslandi er gróðursett árið 1949 og er 30 metrar að stærð en það er staðsett á Kirkjubæjarklaustri. vaks Staða á fasteignamarkaði er að breytast Sagan um tré ársins við Vesturgötu Tré ársins 2022 við Vesturgötu. Ljósm. vaks Þjóðbraut 3 á Akranesi eru íbúðarblokk sem nýverið kom á markað. Fjær er Þjóðbraut 5 sem er í uppsteypu. Ljósm. vaks Daníel Elíasson. Ljósm. vaks Þórarinn Óðinsson. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.