Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 15
Þorleifur Geirsson í Borgarnesi
hefur nú gefið út Borgarnesdaga-
talið 2023. Þetta er þrettándi
árgangur. Veggdagatalið prýðir
þrettán myndir úr Borgarnesi,
teknar í öllum tólf mánuðum
ársins. Hægt er að sjá myndirnar
á dagatalinu og fá nánari upplýs-
ingar á vefslóðinni: www.hvitatra-
vel.is/dagatal. Dagatalið fæst einnig
í smásölu á Olís í Borgarnesi.
mm
Björgunarsveitin Klakkur í
Grundarfirði keypti á dögunum
DJI Matrice 30T dróna til viðbótar
við tækjakost sveitarinnar. Drón-
inn er afar fullkominn og hentar
vel til leitar. Hann er búinn öflugri
myndavél með miklum aðdrætti
sem og hitamyndavél sem gegnir
lykilhlutverki við leitarstörf. Ljóst
er að þetta tæki á eftir að nýtast vel
fyrir björgunarsveitirnar á Snæ-
fellsnesi og jafnvel víðar en liðs-
menn Klakks hafa verið duglegir
að æfa sig með drónann síðan þeir
fengu hann afhentan.
tfk
Á morgun, fimmtudag klukkan
17, verður haldið útgáfuteiti í
Byggðasafninu í Görðum á Akra-
nesi vegna útgáfu bókarinnar
Knattspyrnubærinn – 100 ára
knattspyrnusaga Akraness, eftir
Björn Þór Björnsson. Þar verður
bókin kynnt og seld á tilboðsverði
sem verður 7.500 krónur. „Að sjálf-
sögðu eru allir velkomnir og það
væri vitanlega gaman að sjá þar
sem flesta,“ segir í tilkynningu frá
bókaútgáfunni Hólum sem gefur
knattspyrnusöguna út.
mm
Útgáfuteiti með
knattspyrnusögunni
Björn Þór Björnsson sagnfræðingur kom með eintak af bókinni á ritstjórn Skessu-
horns fyrir helgi. Ljósm. gó
Borgarnes dagatalið
2023 er komið út
Aprílmyndin er tekin í Brákarey þar
sem vorboðinn Sælaug MB er sjósett.
Ljósm. þg.
Klakkur fjárfesti í flygildi
Þeir Aðalsteinn Valur Grétarsson björgunarsveitarmaður og Andri Ottó Kristinsson formaður Klakks með drónann öfluga.