Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202212 Dagana 2. og 3. nóvember var haldið barna- og ungmennaþing á Akranesi. Þingið er hluti af inn- leiðingu verkefnisins Barnvænt sveitarfélag sem Akraneskaupstaður vinnur að í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Einnig er þingið hluti af undirbúningi ungmennaráðs fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins, en yfirskrift þingsins var: „Barnvænt Akranes“. Barna- og ungmennaþingið fór fram í frístundamiðstöðinni Þorp- inu og voru þátttakendur fulltrúar nemenda úr 5.-10. bekk Grunda- skóla og Brekkubæjarskóla. Jafn- framt tóku 16 nemendur úr fram- haldsskólanum FVA þátt í þinginu og voru ritarar. Ungmennaráð Akraneskaupstaðar tók virkan þátt í skipulagningu þingsins og voru þau umræðustjórar á hverju borði. Alls tóku 124 börn og ungmenni þátt í þinginu. Fram kemur á heimasíðu Akra- neskaupstaðar að markmiðið með þinginu hafi verið að skapa vett- vang fyrir börn og ungmenni á Akranesi til að koma saman og ræða þau málefni sem brenna á þeim. Á barna- og ungmennaþingi fengu þau tækifæri til að tjá skoðanir sínar og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir. Umræðuefni þingsins voru eftirfar- andi: Skólamál; frítími og íþróttir á Akranesi; forvarnir; umhverfi og skipulag og að lokum draumabær- inn Akranes, hvernig er hann? Allir þátttakendur á þinginu stóðu sig með mikilli prýði og voru til fyrirmyndar í hegðun og framkomu. Í röddum þeirra, viðhorfum og reynslu felast mikil verðmæti sem sveitarfélagið getur nýtt til þess að verða betra, öflugra og ekki síst barnvænna bæjarfélag, segir í frétt á akranes.is vaks Allt frá því í sumar hefur Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi fylgst grannt með líðan og aðbúnaði hrossa í hesthúsahverfi í Borg- arnesi auk nautgripa og kinda á bæ í Borgar firði, en allar þessar skepnur tilheyra sömu umráða- aðilum. Málinu hefur hún fylgt fast eftir við embættismenn sem fram- fylgja skulu lögum um dýravelferð berist ábendingar um að eitthvað sé ábótavant hjá dýrum. Hrossunum í Borgarnesi var eins og kunnugt er hleypt út síðsumars og hafa að undanförnu verið á þröngum haga í skjólleysi. Fargað var hluta hópsins í haust, þeim hluta sem var í hvað verstu ástandi. Þá búa nautgripir við þröngan kost og má glöggt sjá af ljósmyndum sem Steinunn tók um helgina að þeir eru illa haldnir. Sunnudaginn 6. nóvember sendi Steinunn sex ljósmyndir af skepn- unum sem sýna meðal annars hross með hófsperru og grindhor- aðan nautgrip. Tölvupósturinn er opið bréf og m.a. stílaður á sveitar- stjórnarfulltrúa í Borgarbyggð, eftir litsaðila hjá Matvælastofnun, fjölmiðlafólk, forsætisráðherra og fleiri. Bréf Steinunnar er ritað í ákveðinni kaldhæðni, en þar segir orðrétt: „Undir vökulu, stöðugu og öruggu eftirliti búfjáreftirlits aðila eru nú hrossin 10 í ,,viðkvæmu ástandi“ orðin tilbúin til slátrun- ar. Þau leggja vel af, eru nokkur komin með hófsperru, eða hófar orðnir eins og skíði. Nú á bara eftir að smala liði hjá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar og gera klárt í næstu aðgerð. Ekki hefur tíminn farið í að fylgjast með að hrossin fengju það fóður eða skjól svo þau næðu bata. Svo tíminn er í plús,“ skrifar Steinunn. „Gallinn er bara sá að búið er að fjarlægja hrossin úr haganum við Lækjarkot. Það var gert í kvöld í skjóli myrkurs. Endurtekið atriði frá því í byrjun september þegar tryppum var hleypt út af eigendum í skjóli myrkurs úr hesthúsahverfi í Borgarnesi. En góðu fréttirnar eru þær að nú er búið að sameina horuðu hrossin við horuðu nautgripina í Nýja-Bæ. Nautgripirnir í Nýja-Bæ voru voða stilltir í kvöld og biðu við hliðið, vatnslausir og svangir. Þeir þekkja reyndar ekkert annað svo þetta var ekkert nýtt. Er einhver möguleiki á að ein- hver fari að vinna við það að koma þessu í eitthvað betra horf? Ég býst reyndar ekki við að fá svör frá starfsmönnum Mat- vælastofnunar eða matvælaráð- herra. Þeir fara ekki að byrja á því núna! En kannski einhver annar geti svarað þessari spurningu,“ spyr Steinunn að endingu í bréfi sínu og beinlínis hrópar á að fleiri komi með henni í lið til stuðnings skepn- unum. mm/ Ljósm. sá Eitt af kjarnaverkefnum Mat- vælastofnunar (MAST) er að gæta að dýravelferð og er því verkefni sinnt af heilindum og forgangi. Í tilkynningu frá stofnuninni sem send var í síðustu viku segir að á undanförnu hafi mikið verið rætt um velferð dýra á tilteknum bæ í Borgarfirði og um meint aðgerða- leysi MAST í því máli. „MAST er ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál en lög um vinnslu persónupp- lýsinga og stjórnsýslulög takmarka heimildir MAST til upplýsinga- gjafar um einstök mál til einstak- linga og fjölmiðla. Því er ekki hægt að upplýsa aðila sem senda inn ábendingar til MAST um framgang mála hjá einstaklingum. Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfs- fólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verk- ferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ segir í tilkynningu. Ferli og úrbætur „Stjórnsýslulög kveða á um að stjórnvald skuli beita vægasta úrræði hverju sinni til að ná fram úrbótum, og er stofnuninni skylt að fara eftir skýrum verkferlum í slíkum málum. Komi upp mál er varða velferð dýra fá umsjáraðilar þeirra fyrst tæki- færi til að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar úrbætur. Sé ekki brugðist við þeim ábendingum sem skyldi hefur MAST heimild til að beita þvingunum til að knýja fólk til úrbóta, má þar nefna dagsektir. Þessu fylgja vitaskuld fjölmargar eftirlitsheimsóknir á viðkomandi bæi og mikil og ítarleg afskipti af starfsemi viðeigandi aðila. MAST getur einnig refsað fyrir brot með því að sekta aðila, þ.e. lagt á stjórn- valdssektir. Vörslusvipting dýra Vörslusvipting er alvarleg aðgerð og er eingöngu gripið til hennar að vel ígrunduðu máli og að fyrrnefndar leiðir stofnunarinnar séu fullreyndar. Eins og komið hefur fram í því máli sem hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu hefur búfé verið fært úr vörslu umráðamanns. Ekki er um fyrstu aðgerðir MAST að ræða í því máli. Úttekt á störfum MAST Ríkisendurskoðun hefur hafið úttekt á störfum MAST er lúta að eftirliti með velferð dýra. Stofn- unin fagnar úttektinni og komi í ljós að eitthvað megi betur fara verður verklagi breytt. Fram að því mun stofnunin áfram vinna eftir skráðu og útgefnu verklagi við eft- irlit, eftirfylgni, beitingu þvingana og refsinga.“ mm Bendir á að lítið sé að gert til að koma skepnunum til hjálpar Hross með hófsperru. Skinhoraður nautgripur. Barna- og ungmennaþing á Akranesi Svipmynd frá þinginu í Þorpinu. Ljósm. akranes.is Starfsfólki ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.