Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 31 Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason hefur ákveðið að ganga til liðs við Skagamenn en Arnór kemur til ÍA frá Val þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö tímabil. Arnór er uppalinn hjá ÍA en lék aldrei með meistaraflokki ÍA á yngri árum og mun því loksins leika með uppeldisfélaginu en hann er 34 ára gamall. ÍA féll úr efstu deild á þessu tímabili niður í Lengjudeildina og þarf Arnór í það minnsta að bíða eitt ár eftir að leika með uppeldis- félaginu í efstu deild. Leikmaður- inn skoraði fimm mörk fyrir Val á leiktíðinni í 20 leikjum en hann lék með liðum í Danmörku, Rússlandi, Svíþjóð, Noregi og Hollandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands árið 2021. Sóknarmaðurinn Viktor Jónsson hefur skrifað undir nýjan samn- ing við ÍA til ársins 2024. Viktor hefur leikið með ÍA frá árinu 2019 en missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Þá hefur bakvörðurinn Árni Salvar Heimis- son skrifað undir nýjan samning við ÍA til ársins 2025 en Árni Salvar er fæddur árið 2003 og kemur upp úr yngri flokkum ÍA. Þá kemur fram á FB síðu Knattspyrnufélags ÍA að heimild til riftunar hafi verið virkjuð í samningum Alexander Davey, Christian Köhler og Kaj Leo Í Bartalstovu. Þeir munu yfir- gefa félagið ásamt Kristian Lind- berg, Tobias Stagaard og Wout Droste en samningar þeirra runnu út eftir þetta tímabil. vaks Í hádeginu á mánudaginn var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfuknattleik en Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla sáu um að draga rauðu kúlurnar upp úr skálinni að þessu sinni. Tvö Vestur- landslið voru í pottinum, kvennalið Snæfells dróst á móti úrvalsdeildar- liði Fjölnis og karlalið Skallagríms mætir úrvalsdeildarliði Stjörnunnar sem er ríkjandi bikarmeistari. Átta liða úrslit kvenna: Fjölnir-Snæfell, Keflavík-Njarðvík, Haukar-Grindavík og ÍR-Stjarnan. Átta liða úrslit karla: KR-Höttur, Stjarnan-Skallagrímur, Valur-Grindavík og Keflavík- -Njarðvík/Tindastóll/Haukar. Leikirnir fara fram dagana 10. til 12. desember. vaks Síðastliðið mánudagskvöld var spiluð fyrsta umferðin af fjórum í aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Þátttaka var ágæt, eða 17 spilapör, og komu gestir meðal annars frá Hólmavík, Borgarnesi og Akranesi. Fyrir- komulag mótsins er að þrjú bestu kvöld hvers pars gilda til úrslita. Öllum er því velkomið að mæta og taka þátt, þótt þeir hafi ekki spilað sl. mánudag. Spilað var með Butler fyrir- komulagi. Eftir fyrsta kvöldið eru bræðurnir Guðmundur og Unn- steinn Arasynir efstir með 61,22% skor. Í öðru sæti urðu einnig Borg- nesingar, þeir Guðjón Karlsson og Rúnar Ragnarsson með 58,93% og í þriðja sæti urðu heimamennirnir Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson með 58,16%. mm ÍA og Hrunamenn mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstu- dagskvöldið og fór leikurinn fram á Skipaskaga. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti í leiknum á meðan heimamenn voru alveg meðvit- undarlausir, staðan 2:18 Hruna- mönnum í vil eftir fimm mínútna leik. Skagamönnum gekk illa að minnka muninn en Gabriel Ader- steg setti niður síðustu sex stigin í fyrsta leikhluta og staðan 21:29 fyrir gestunum. Munurinn hélst í kringum tíu stigin fyrstu mín- úturnar í öðrum leikhluta en eftir rúman sex mínútna leik höfðu Skagamenn náð forskoti gestanna niður í fimm stig, staðan 39:44. Þá tóku Hrunamenn við sér á ný og voru komnir með þægilega stöðu fyrir hálfleik, 44:56. Stigaskor liðanna var með svip- uðu móti í þriðja leikhluta og staðan breyttist því lítið fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 69:83 sýndi taflan þegar liðin fóru á fund með þjálfurum sínum fyrir lokahnykk- inn. Skagamenn urðu fyrir áfalli í byrjun fjórða leikhluta þegar Gabriel Adersteg fékk sína fimmtu villu og lauk leik en hann hafði verið þeirra besti maður fram að þessu. Hrunamenn gengu á lagið í kjölfarið og voru komnir með 18 stiga forystu um miðjan leik- hlutann, 76:94. Skagamenn hittu illa, voru hálf andlausir og alls ekki líklegir að snúa leiknum sér í hag. Enda fór svo að gestirnir unnu þægilegan sigur og án nokkurra vandræða, lokatölur 83:104. Stigahæstur hjá ÍA var Gabriel Adersteg með 21 stig, Lucien Thomas Christofis var með 18 stig og Þórður Freyr Jónsson með 16 stig. Hjá Hrunamönnum var Ahmad James Gilbert með 23 stig og 11 fráköst, Samuel Anthony Burt var einnig með 23 stig og Eyþór Orri Árnason með 14 stig. Næsti leikur ÍA er mánudaginn 14. nóvember á móti Álftnesingum syðra og hefst klukkan 19.15. vaks Álftanes og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á mánudaginn og var leikurinn á slóðum forseta vors. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiks- ins en síðan tóku Skallagrímsmenn kipp og voru komnir með tíu stiga forystu eftir tæpar fimm mínútur í fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu síðan að koma til baka og staðan 22:24 gestunum í vil þegar flautan gall. Um miðjan annan leikhluta var enn mjótt á munum, 30:34, en þá náðu Skallagrímsmenn frá- bærum kafla þar sem þeir skor- uðu 18 stig gegn aðeins níu stigum Álftaness og leiddu með 13 stigum í hálfleik, 39:52. Allt leit vel út fyrir gestina í fyrsta hluta þriðja leikhluta, þeir héldu Álftnesingum vel frá sér og voru með tíu stiga forystu um miðbik leikhlutans. En þá hrukku heimamenn í gang og náðu hægt og rólega að minnka muninn en Orri Jónsson hitti úr tveimur vítum og sá til þess að Skallagrímur var með tveggja stiga forystu fyrir síð- asta leikhlutann, 72:74. Álftanes sem hafði unnið sex sigurleiki í röð og stefndi að félagsmeti var sterkari í lokahlutanum og náði snemma nokkurra stiga forskoti. Skallagrímsmenn voru þó ekki á því að gefa neitt og höfðu jafnað eftir fimm mínútna leik, staðan 83:83. Heimamenn settu þá aftur í gír og voru komnir með sjö stiga for- ystu þegar tæp ein mínúta lifði af leiknum. Gestirnir voru með engin svör undir lokin og lokatölur 98:91 Álftanesi í hag. Keith Jordan Jr. var stigahæstur hjá Skallagrími með 32 stig og 15 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðs- son var með 24 stig og 10 fráköst og Kristján Örn Ómarsson með 9 stig. Hjá Álftanesi var Eysteinn Bjarni Ævarsson með 24 stig, Dino Stipcic var með 24 stig og 11 frá- köst og Dúi Þór Jónsson með 24 stig og 11 stoðsendingar. Næsti leikur Skallagríms er á morgun, fimmtudag, gegn Sel- fossi í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15. vaks Dregið í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum í körfunni Skagamenn töpuðu á móti Hrunamönnum Úr leik ÍA og Hrunamanna á föstudaginn. Ljósm. vaks Hófu aðaltvímenning BB Arnór Smárason skrifar undir tveggja ára samning Eggert Herbertsson formaður KFÍA býður Arnór velkominn. Ljósm. KFÍA/pga Skallagrímur með tap gegn Álftanesi Skallagrímur hefur unnið þrjá leik af sjö í deildinni og er í 5.-8. sæti. Ljósm. glh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.