Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 7 Dagskrá 1) Setning samkomunnar 2) Ávarp fulltrúa bæjarins. Ávarp fulltrúa Skógræktar­ félags Íslands 3) Hópsöngur 4) Skógræktarfélag Akraness í 80 ár ­ Stutt samantekt 5) Veitingar í boði félagsins 6) Framtíð skógræktar á Akra­ nesi. Að hverju skal stefna? Stutt umfjöllun hvers fulltrúa og síðan umræður. Fulltrúar félagsins ­ fulltrúar bæjarins ­ fulltrúar Skógræktarfélags Íslands 7) Fyrirspurnir/umræður 8) Hópsöngur/fundarslit Allir hjartanlega velkomnir Skógræktarfélag Akraness fagnar 80 ára afmæli sínu Afmælisfundur í Jónsbúð mánudaginn 21. nóvember kl. 18 Atvinnu-, markaðs-, og menningarálanefnd býður til súpufundar fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Tilgangur fundarins er að auka samtal milli atvinnulífs og stjórnsýslunnar. Fundurinn verður haldinn 15. nóvember 2022, kl. 11:00 í Hjálmakletti. Dagskrá:  Uppbyggingarsjóður Vesturlands Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV  Kynning á nýju deiliskipulagi atvinnuhúsalóða við Vallarás. Verkís  Rammasamningar - almennar upplýsingar. Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs  Samferða inn í framtíðina. Guðveig L. Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar  Umræður Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Skráning fer fram á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Allir atvinnurekendur í Borgarbyggð velkomnir TÖLUM SAMAN SÚPUFUNDUR FYRIR ATVINNUREKENDUR Í BORGARBYGGÐ Ostar sem framleiddir eru á starfs- stöð Mjólkursamsölunnar í Búðar- dal tóku þátt í alþjóðlegri matvæla- keppni sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Nítján ostar voru sendir til keppni í sjö flokkum. Garðar Freyr Vilhjálms- son, framleiðslustjóri MS í Búðar- dal, segir vörurnar almennt hafa fengið góða dóma. Nokkrir ostar unnu til verðlauna. ,,Þetta er alþjóð- leg keppni en stærsti hluti þátttak- enda kemur frá Norðurlöndunum. Cheddar osturinn okkar fékk silfur- verðlaun í flokki mozzarella- og cheddarosta en vinsældir hans hér á Íslandi hafa stóraukist síðustu árin. Á tíu árum hefur framleiðsla tífaldast hjá okkur. Því eru áform um að setja upp nýja og stærri osta- gerð fyrir Cheddar og Havarti osta með kryddi í Búðardal á næsta árinu. Í flokki hvítmygluosta fékk Bónda brie silfurverðlaun og Dala brie bronsverðlaun en í þeim flokki kepptu um 20-30 ostar svo þetta er mikill heiður. Það er líka ánægju- legt að fá svona jákvæða endur- gjöf á vörurnar okkar svo við erum mjög stolt. Ekki er hægt að fram- leiða alla þessa flottu osta án þess að hafa gott hráefni og góðan hóp starfsmanna, þar koma Dalirnir sterkir inn,“ segir Garðar í samtali við Skessuhorn. Auk ostanna frá Búðardal fékk MS heiðursverðlaun fyrir Crème brûlée skyr sitt en fleiri íslenskar vörur hlutu einnig verðlaun á hátíðinni. sþ/ Ljóm. aðsendar Ostar frá MS í Búðardal unnu til alþjóðlegra verðlauna Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Artur Bartozek ostagerðarmaður í mygluostum. Hann er þarna á milli nýrra ostatanka sem settir voru upp árið 2021 og gjörbreyttu aðstöðunni til ostagerðar í Búðardal. Garðar Freyr Vilhjálmsson, framleiðslustjóri hjá MS í Búðardal. Hvítmygluostar í framleiðslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.