Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202230 Badmintonfélag Akraness var stofnað árið 1976 og er félag áhugamanna um badminton- íþróttina. Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu badmintons og stuðla að almennri íþrótta- iðkun. Í stjórn félagsins ásamt Brynju K. Pétursdóttur formanni eru þau Irena Rut Jónsdóttir, Arnór Tumi Finnsson, Daníel Þór Heimisson, Egill G. Guðlaugsson, Hilda Björg Þorgeirsdóttir og Ell- ert Haraldsson. Helena Rúnars- dóttir er yfirþjálfari og nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins og aðrir þjálfarar eru þau Irena Rut og Brynjar Már Ellertsson. Brynja segir að það sé rosalega erfitt að fá þjálfara, sú stétt er mjög lítil á Íslandi og engin fjölgun orðið síð- ustu ár. Þau auglýstu í sumar eftir nýjum þjálfara og er von á þjálf- ara frá Indlandi í byrjun desember. Alltaf í uppbyggingarfasa Hvað eru margir iðkendur hjá félaginu? „Við erum með um 70 iðkendur skráða í Sportabler og erum með fullt af ungum krökkum frá sjö ára og þeir elstu eru í kringum 16-17 ára. Einn árgangur hefur verið að æfa frítt, það er 2013 árgangurinn núna og það eru ell- efu krakkar að æfa. Það hefur verið ágætis áhugi síðustu ár, einhverjir hættu í faraldrinum og koma lík- legast ekki aftur en það er þannig í öllum íþróttum. Við erum alltaf í uppbyggingarfasa, að reyna að byggja upp félagið og reyna að ná árgöngunum áfram. Það er kúnstin svo að félagið nái að vaxa og dafna. Umgjörðin þarf að vera góð og nú erum við að reyna að ná stöðugleika í þjálfaramálum því það hjálpar til að halda krökkum í íþróttinni.“ Brynja segir að félagið æfi alla jafnan í íþróttahúsinu við Vestur- götu en á sunnudögum eru fjöl- skyldutímar á Jaðarsbökkum vegna þess að það er lokað á Vesturgötu þann dag. Þar mega allir mæta og spila þó þeir séu ekki í félaginu, þar mæta foreldrar oft með börnunum og spila við þau og svo er kannski farið í sund eftir æfingu. Hvernig skiptið þið eftir aldri og hver eru æfingagjöldin? „Við erum með þrjá flokka, byrjenda- hóp, annan flokk og síðan 1. flokk og keppnishóp. Það er blanda af krökkum sem eru að keppa, þau geta verið á öllum aldri. Svo erum við með eldri krakka sem geta komið, æft og spilað en eru ekk- ert endilega að keppa. Við reynum að hafa æfingagjöldin lág svo flestir hafi tök á því að æfa hjá okkur, við erum mjög heppin en það hafa verið mjög margir sjálfboðaliðar í kringum okkur. Öllum er velkomið að prófa án endurgjalds og sjá hvort íþróttin henti þeim eða ekki.“ Engin krafa um keppni Hvernig er lagt upp með þjálfun- ina? „Það er alls konar. Maður hefur alveg tekið eftir því, sérstaklega hjá eldri krökkunum, að þau vilja bara koma og spila. Badminton er fyrir alla, það geta allir spilað badmin- ton. Að sjálfsögðu vill maður að krakkarnir hafi grunn, haldi rétt á spaðanum, noti rétta fótavinnu og svo framvegis. Það er engin krafa um að krakkarnir þurfi að keppa en ef þau keppa þá sjá þau hvar þau standa gagnvart öðrum. Það er öllum frjálst hvort þau keppa eða keppa ekki og foreldrar fá að stýra því þau skrá krakkana til leiks því allt fer í gegnum foreldrana.“ Hver eru helstu verkefnin yfir veturinn? „Við höldum nokkur mót yfir veturinn. Eitt af þeim er meistaramótið sem var alltaf kallað Atlamótið þar sem bestu spilarar landsins koma og spila í fullorðins- flokkum en heitir nú Meistara- mót ÍA. Í einliðaleik er keppt um Atlabikarinn til minningar um Atla Helgason og í tvíliðaleik er keppt um Harðarbikarinn til minningar um Hörð Ragnarsson sem var einn af stofnendum félagsins á sínum tíma. Í janúar er gríslingamót fyrir ellefu ára og yngri sem er mjög skemmtilegt mót og svo erum við með unglingamót í mars sem hefur verið mjög stórt og ætlum við að einblína á þá yngri í þetta skiptið. Svo endum við á Akranesmótinu í vor sem er innanfélagsmót og erum með uppskeruhátíð.“ Brynja segir að það séu iðk- endur á öllum aldri í félaginu og á mánudagskvöldum er trimmhópur fyrir 16-99 ára sem er alltaf vin- sælt. Félagið skráði lið í 2. deild í deildarkeppni í vetur og segir Brynja að það sé mjög dýrmætt fyrir krakkana að fá eldri spilara inn því það sé alveg sama á hvaða getu- stigi, þau fagni hverjum sem kemur. Það vanti oft samkeppni fyrir þau þegar krakkarnir hafa náð ákveðnu getustigi og þá hafa þau fengið að æfa í samráði við félög í Reykjavík að fara á æfingar þar. Eitthvað að lokum? „Ég vil endi- lega hvetja börn og unglinga til að prófa sem flestar íþróttir og sjá hvað hentar þeim. Einnig vil ég hvetja þau sem vilja koma og prófa að kíkja í trimmtímana á mánu- dögum á Vesturgötu því badminton er mjög góð hreyfing fyrir alla.“ vaks Spurning vikunnar Hvað er uppáhalds borðspilið? Spurt á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi Sara Rut Heimisdóttir ,,Secret Hitler.“ Petronella Kristjánsdóttir ,,Hættuspilið.“ Arnar Þór Sigurðsson ,,Lúdó.“ Katrín Dís Guðbjartsdóttir „Secret Hitler.“ Rúnar Baldursson ,,Dungeons and Dragons.“ Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er Alexandra Björg frá Grundarfirði en hún stundar blak. Nafn: Alexandra Björg Andra- dóttir Fjölskylduhagir? Ég á eina systur og mamma mín og pabbi eru gift. Hver eru þín helstu áhugamál? Blak og að teikna. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég fer í skólann og læri. Oft fer ég út í blak og er með vinum mínum, hangi líka pínu í símanum. Svo fer ég í sturtu og fer að sofa. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kostir: Ákveðin, skyn- söm, ofvirk, skemmtileg og með stórt hjarta. Gallar: Tapsár og óþolinmóð. Hversu oft æfir þú í viku? Tvisvar en eiginlega fjórum sinnum því að ég æfi líka með eldri konunum. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Mamma mín, Eva Kristín. Af hverju valdir þú blak? Þegar ég byrjaði að æfa þá fékk ég svona tilfinningu að mér myndi finnast blak skemmtilegt. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Krista Rún Þrastardóttir, frænka mín. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast að fá að fara á mót og gista í skóla og kynnast öðrum sem æfa blak. Leiðinleg- ast er að tapa vegna þess að ég er svo tapsár. Mamma mín er fyrirmyndin Íþróttamaður vikunnar „Badminton er fyrir alla“ Rætt við Brynju K. Pétursdóttur formann Badmintonfélags Akraness Brynja og Irena ásamt krökkum sem fóru í keppnisferð til Færeyja síðastliðið vor. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.