Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 23 Það er óhætt að segja að íbúar á Vesturlandi hafi verið heppnir með veðrið undanfarnar vikur og hefur tíðin verið virkilega góð fyrir utan storminn sem geysaði 9. október. Blaðamaður Skessuhorns átti leið um nýbyggt svæði við Sóleyjar- klett í Borgarnesi í fyrradag og sá að þar var verið að helluleggja og gera bílaplan fyrir Eirík J. Ingólfs- son ehf. sem byggir þar nokkur fjölbýlishús. Það er Sindri Arnfjörð Sigurgarðarsson hjá Garðaþjón- ustunni Sigur-görðum sem annast lóðarframkvæmdirnar og reiknar hann með því að þeim ljúki næsta vor, en það fari þó eftir framvindu hjá þeim sem eru að byggja. Starfs- menn hans, þau Lára Helgadóttir og Valdimar Ólafur Arngrímsson voru að störfum á svæðinu. gj „Ísland á mikla möguleika á að verða leiðandi í nýsköpun og fram- þróun ræktunar og framleiðslu afurða úr þörungum ef rétt er haldið á spöðunum,“ segir í tilkynn- ingu frá nýstofnuðum Samtökum þörungafélaga á Íslandi (e. Algae Association of Iceland, AAI). Fyrsti stjórnarfundur hinna nýstofn- uðu samtaka fór fram síðastliðinn fimmtudag. Stofnendur félagsins eiga það sameiginlegt að stunda sjálfbæra öflun, ræktun, rannsóknir, fræðslu, vinnslu, vöruþróun og sölu á afurðum tengdum þörungum. Yfir 20 fyrirtæki og stofnanir standa að stofnun félagsins. Tilgangurinn með nýju samtök- unum er að skapa vettvang fyrir umræðu um rekstrarumhverfi sem snýr að þörungastarfsemi á landi, grunnsævi og á hafinu úti fyrir Íslandi. Samtökin vilja einnig stuðla að aukinni þekkingu á starf- semi þörungafyrirtækja á Íslandi og þeim miklu tækifærum sem fel- ast í þörungum. Þá munu samtökin leggja mikið upp úr alþjóðlegu samstarfi greinarinnar og eru þau þegar í viðræðum við sambærileg félög á alþjóðavísu. Í fyrstu stjórn samtakanna hafa verið kjörin Sigurður Péturs- son stofnandi Ræktar fræðslumið- stöðvar lagareldis, sem jafnframt er formaður, Tryggvi Stefáns- son aðstoðarframkvæmdastjóri Algalíf, Áshildur Bragadóttir endurmenntunar- og nýsköpunar- stjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, Eydís Mary Jónsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur og Krist- inn Árni Lár Hróbjartsson fram- kvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Þörungar eru taldir munu leika stórt hlutverk í baráttunni gegn loftslagsvandanum á næstu árum en þörungar eru þeim eiginleikum gæddir að geta fjarlægt kolefni úr koltvísýringi í andrúmsloftinu og skilað því til baka sem súrefni. Nú stendur yfir loftslagsráðstefna Sam- einuðu þjóðanna, COP27, í Kaíró í Egyptalandi þar sem kallað er eftir því að gripið verði til umfangsmik- illa aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvandanum. Sigurður Pétursson, formaður stjórnar Samtaka þörungafélaga á Íslandi segir að nú sé mikil gerjun hér á landi sem og erlendis í þessari atvinnugrein sem megi ekki síst rekja til umhverfisvitundar fólks þar sem þörungar eru þær líf- verur sem binda mest af koltví- oxíði í heiminum. „Þörungar hafa 400 sinnum meiri virkni en sam- bærilegt svæði skóglendis. Höfin eru lungu jarðarinnar og með sjálf- bærri nýtingu og ræktun bæði á hafi og landi er hægt að framleiða vörur með jákvæðum umhverfisáhrifum. Einstakar náttúruaðstæður með grænni raforku og jarðvarma hafa þegar komið Íslandi á kortið í smáþörungaræktun og vinnslu og það er ýmislegt að gerjast í stór- þörungum. Þörungaafurðir eru margvíslegar og eru m.a. nýttar til kolefnisförgunar, dýrafóðurs, áburðar og umhverfisvænnar mat- væla- og lyfjaframleiðslu. Ísland á mikla möguleika á að verða leið- andi í nýsköpun og framþróun ræktunar og framleiðslu afurða úr þörungum ef rétt er haldið á spöð- unum,“ segir Sigurður Pétursson. mm Tindur, sem er búsettur á Akra- nesi, er hundur af Samójed tegund, mongólskir að uppruna. Hlutverk þessara hunda var að starfa fyrir hreindýrahirðingja, notaðir til að gæta dýranna og draga sleða ásamt því að vera sérlega góðir félagar. Þá höfðu þeir það hlutverk að veita börnunum hlýju í hirðinga- tjöldunum, enda feldur þeirra einkar hlýr og geðslag hundanna sömuleiðis. Samójedhundar eru ákaflega vel aðlagaðir hinum miklu kuldum norðurhjarans en reynslan hefur sýnt að þeir eru einnig góðir heimilishundar. Hundar af þessari tegund hafa áberandi tveggja laga feld þar sem toghárin eru mjög stíf viðkomu og veita góða vörn gegn vindi auk þess að hrinda frá sér vatni. Feldurinn getur verið allt frá því að vera snjó- hvítur að lit yfir í að vera rjóma- litaður eða fölbrúnn. Þelhárin eru ullarkennd og feldurinn verður mjög þykkur yfir vetrartímann. Eigendur Tinds, þau Óttar Ell- ingsen og Gróa Guðbjörg Þor- steinsdóttir, létu hann í byrjun vik- unnar í bað og því fylgir að þurrka verður feldinn með blásara, við frekar takmarkaða hrifningu Tinds. Hann fékk þó eyrnaband til að hávaðinn í blásaranum pirraði hann ekki meira en nauðsynlegt var. mm BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 Þveginn og þurrkaður þegar þarf Hellulögn í vetrarblíðu Lára Helgadóttir undirbýr hellulagningu. Tindur í þurrkun hjá eigendum sínum. Tindur á góðum sumardegi þegar hann var hvolpur. Stofnuð hafa verið Samtök þörungafélaga Nýskipuð stjórn Samtaka þörungafélaga. Frá vinstri Tryggvi Stefánsson, Sigurður Pétursson, Kristinn Árni L. Hróbjartsson og Áshildur Bragadóttir. Á myndina vantar Eydísi Mary Jónsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.