Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 29 Borgarnes miðvikudagur 9. nóvember Ungmennaráð Borgarbyggðar, starfshópur um forvarnir, heilsu­ eflandi og barnvænt samfélag standa fyrir ungmennaþingi og stefnumótunarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins kl. 18­20. Fundar­ stjórar eru þau Signý Óskarsdóttir og Guðjón Svansson frá Creatrix. Kaffi og léttar veitingar í boði. Borgarnes miðvikudagur 9. nóvember Borgarneskirkja efnir til samveru­ stundar í samstarfi við Píeta sam­ tökin kl. 17:30. Samveran er fyrir einstaklinga sem misst hafa ást­ vini í sjálfsvígi en opin öllum sem vilja tengjast þessu mál­ efni. Stundin miðast við 18 ára og eldri. Borgarnes fimmtudagur 10. nóvember Skallagrímur og Selfoss mæt­ ast í 1. deild karla í körfuknattleik í Fjósinu og hefst viðureignin klukkan 19.15. Stykkishólmur fimmtudagur 10. nóvember Spilakvöld á Narfeyrarstofu klukkan 21 í Vínstúkunni. Spil verða á staðnum en einnig frjálst að koma með sín eigin. Tilboð verða á barnum. Borgarnes föstudagur 11. nóvember Soffía Björk verður með sóló tónleika í Arinstofu Landnáms­ setursins kl. 20:30. Hvalfjörður laugardagur 12. nóvember Gönguferð með ferðafélaginu Af stað upp á Hvalfell. Þátttaka er ókeypis og fer skráning fram með tölvupósti á netfanginu info@ afstad.com. Gangan hefst og endar á bílastæðinu í botni Hval­ fjarðar, sama bílastæði og þegar gengið er á Glym. Akranes laugardagur 12. nóvember Roblox námskeið fyrir 8­13 ára, frír aðgangur. Skráning fer fram í síma 433­1200 eða í tölvupósti: bokaverdir@akranes.is. Roblox er vaxandi umhverfi fyrir þróun tölvuleikja. Með forritinu geta allir auðveldlega búið til leiki í þeim stíl sem þeir vilja, með sérstökum kóðakerfum. Reykholt laugardagur 12. nóvember Gleðifundur UMFR verður haldinn laugardaginn 12. nóvember í félagsheimilinu Logalandi. Rif laugardagur 12. nóvember Tónleikar með Emmsjé Gauta verða í Frystihúsinu og hefjast kl. 21:30. Miðaverð er 3.900 kr. Búðardalur laugardagur 12. nóember Jóla­ og villibráðarhlaðborð að hætti landsliðskokkanna Snorra Viktors Gylfasonar, Björns Braga Bragasonar og Garðars Arons Guðbrandssonar að Sveitasetrinu Vogi á Fellströnd. Verð er 15.900 kr. Borðapantanir í síma 894 4396 eða á netfangið vogur@vogur.org Borgarnes sunnudagur 13. nóvember Styrktartónleikar Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar fara fram í Reykholtskirkju kl. 15. Miða­ verð er 3.500 kr. Fram koma söng­ konurnar Hanna Ágústa Olgeirs­ dóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir, auk píanóleikarans Önnu Þór­ hildar Gunnarsdóttur. Flutt verða ljóð, aríur og frumsamið efni en Steinunn hefur unnið að því að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS 28. október. Stúlka. Þyngd: 3.740 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Klara Líf Gunnarsdóttir og Ísak Smári Geirsson, Akranesi. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birgisdóttir. 6. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.045 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Ásdís Erla Pétursdóttir og Ívar Eiðsson, Kópavogi. Ljós­ móðir: Fanný Berit Sveinbjörns­ dóttir. Styrktartónleikar fyrir Minningar- sjóð Heimis Klemenzsonar verða haldnir í Reykholtskirkju í Borgar- firði sunnudaginn 13. nóvember klukkan 15. Fyrsta og eina úthlutun sjóðsins fór fram í desember 2020 og voru það þær Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanóleikari, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir söngkona og Steinunn Þorvaldsdóttir söngkona sem hlutu þá styrk úr sjóðnum. Standa þær nú fyrir fyrirhuguðum styrktartónleikum en á dagskrá verða íslensk og erlend ljóð ásamt aríum. Einnig mun Steinunn standa fyrir flutningi á frumsömdu efni en hún hefur verið að semja tónlist við borgfirsk ljóð síðastliðin misseri sem flutt verða á tónleikunum. Anna Þórhildur er píanóleikari og er nýflutt heim frá Maastricht í Hollandi þar sem hún lauk meistaragráðu í klassískum píanó- leik fyrr á árinu. Hanna Ágústa er einnig nýflutt til Íslands frá Leipzig í Þýskalandi þar sem hún lauk bakkalárgráðu í klassískum söng en síðastliðið vor fjallaði Skessuhorn um sigur hennar í keppninni Ungir einleikarar á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Steinunn stund- aði nám við Listaháskóla Íslands og Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi þar sem hún lærði klassískan söng með tónsmíðar sem aukafag. Allar stunduðu þær nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar á yngri árum og hafa í gegnum tíðina verið duglegar að búa sér til verk- efni saman. gbþ Soffía Björg Óðinsdóttir tónlistar- kona heldur tónleika í Borgarnesi næstkomandi föstudag en nokkur ár eru síðan hún kom síðast fram í sinni heimabyggð. Tónleikarnir verða í Arinstofu Landnámssetursins 11. nóvember og hefjast klukkan 20:30. ,,Ég held ég hafi ekki sungið hérna opinberlega í Borgarfirðinum síðan árið 2017 eða 2018. Það er öðruvísi að koma fram í heimabyggð, maður þekkir flest andlitin og það er alltaf gaman. Ég ætla að setja píanóið út á mitt gólf og raða fólkinu einhvern veginn í kringum mig. Vera bara eins og ég er, ég er aldrei með ein- hver formlegheit, það kemur bara eitthvað og yfirleitt eftir tónleik- ana man ég ekki einu sinni hvað ég sagði. Það er bara gaman að fara í eitthvað flæði og fá góða orku í salinn,“ sagði Soffía í ítarlegu við- tali sem birtist í Skessuhorni í síð- ustu viku. sþ Styrktartónleikar fyrir Minningarsjóð Heimis Frá vinstri: Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Þorvaldsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir. Tónleikar framundan á Landnámssetrinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.