Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 17 skemmtilegast að prófa að gera nýj- ungar í skreytingum, og reyna að finna sinn stíl svo úr verði fallegar kökur. „Ég vil vera að dúlla mér, vera með blóm og kannski eitthvað bleikt og gera þær svona fallegar.“ Svona vinnu fylgir óneitanlega mikið uppvask og þrif, sérstaklega þegar unnið er með krem eða deig í mörgum litum. Þá er eldhúsið undirlagt og skálar og krem úti um allt. „En þetta venst og svo nær maður upp hraðanum í þrifunum líka og þá er þetta allt í lagi og ekk- ert óyfirstíganlegt,“ segir Heiðrún. Vill gera eftirrétti, kökur og skreytingar Heiðrún sér ekki fyrir sér að fara út í sinn eigin rekstur en hefur verið að skoða nám erlendis sem henni finnst spennandi. Hún hafi hugsað um að læra bakarann hér á Íslandi en svo fundið að hana lang- aði meira að vera í eftirréttum, kökum og skreytingum. Þá komi nám í Konditori eða Pastery chef sterklega til greina. „Ég fór að skoða það að læra Konditori í Danmörku fyrir nokkru síðan en svo þegar Covid kom þá setti ég það á ís. Núna langar mig að fara á fleiri námskeið erlendis og fá meiri reynslu í öllu sem tengist kökum og eftirréttum og fleiru því tengt og það er á planinu hjá mér, en ég veit ekki hvenær ég fer í það,“ segir Heiðrún. Finnst gaman að föndra og dúlla sér Heiðrún er að sögn listræn, en hennar helsta áhugamál utan vinnunnar er innanhússhönnun. „Ég elska að gera heimilið mitt fínt og mér finnst gaman að föndra og dúlla mér. Ég hugsaði til dæmis með mér eftir að ég lærði förðunar- fræðina að taka að mér að farða fólk en svo var ég eiginlega bara meira að því fyrir mig sjálfa, ég hef gaman af því að dúlla mér að mála mig áður en ég fer eitthvert út,“ segir Heiðrún en nýlega er hún líka farin að gera gelneglur á sig sjálfa heimavið. Kökuskreytingar eiga þó hug hennar allan og hafa átt síð- ustu þrjú ár. En borðar hún sjálf kökur? „Já, ég elska kökur! Ég er smá komin með leið á þeim núna reyndar en ég elska kökur,“ segir Heiðrún og hlær. „Ég hef alltaf verið mikill sælkeri og kökukona þannig ég hef alveg miklar skoð- anir á því hvernig ég vil hafa kök- una mína á bragðið. Ég vil að hún sé góð. Það er mjög mikilvægt.“ „Það er svo gott að gleðja fólk“ „Ég hélt að ég myndi aldrei finna Fjögurra hæða kaka, skreytt með sykurmassa og blómum sem Heiðrún bjó til á námskeiðinu í Englandi. Eftirréttir. Fallega skreytt tilefniskaka. Bleik og gyllt. neitt að gera sem væri alveg 100% mitt áhugasvið en þetta er það sem ég elska að gera,“ segir Heiðrún og er sýnilega glöð með þann stað sem hún er á í dag. „Hérna fæ ég að gera mitt eigið og get stjórnað því hvað það er sem mig langar að bjóða upp á og hvernig mig langar að skreyta. En svo er það fullkomnunaráráttan, ég vil hafa kökuna fullkomna og þá verð ég ósátt við sjálfa mig ef það gengur ekki upp en annars er þetta það sem ég elska að gera og það er svo gott að gleðja fólk.“ Heiðrúnu finnst gaman að geta boðið upp á sínar eigin kökur í Kallabakaríi á Akranesi þar sem hún er nýbúin að kaupa sér íbúð og býr með kettina sína tvo. „Mér finnst æðislegt að vera hérna á Akranesi og sé fyrir mér að ég muni alltaf vera hér. Það hefur samt heillað mig að prófa að búa erlendis og vinna þá í einhverju kökutengdu eða læra úti og búa þar en ég held mig muni alltaf langa til að koma aftur hingað heim,“ segir Skaga- konan Heiðrún Lára að endingu. gbþ/ Ljósm. Úr einkasafni Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og S urbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 13. nóvember – kristniboðsdagurinn Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldmessa kl. 20 – Kór Strandamanna syngur Miðvikudagur 16. nóvember Bænastund kl. 12:10 – súpa í Vinaminni að stund lokinni Sameyki óskar eftir orlofshúsum til leigu Sameyki óskar eftir að taka á leigu íbúð eða orlofshús á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi frá 1. maí til 1. september 2023. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi og gistipláss þurfa vera fyrir 4-6 manns. Allar frekari upplýsingar veita Ólafur Hallgrímsson, rekstrarstjóri fasteigna orlofssjóðs Sameykis, í síma 896 1470 eða á netfangið oli@sameyki.is og Harpa Björk Hilmarsdóttir, verkefnastjóri orlofsmála í síma 525 8355 eða á netfangið harpa@sameyki.is Grettisgötu 89 • 105 Reykjavík • Opið frá 9:00-16:00 • Sími: 525 8330 • sameyki@sameyki.is Á morgun, fimmtudag, kl. 17 verður haldið útgáfuteiti í Byggðasafninu vegna útgáfu bókarinnar Knattspyrnubærinn — 1oo ára Knattspyrnusaga Akraness, eftir Björn Þór Björnsson. Þar verður bókin kynnt og seld á tilboðsverði, kr. 7.500-. Allir velkomnir. holabok.is • holar@holabok.is KNATTSPYRNUBÆRINN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.