Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Page 2

Skessuhorn - 09.11.2022, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20222 Blóði safnað á þriðjudaginn AKRANES: Blóðbankabíll- inn verður á bílastæðinu við Stillholt 16-18 á Akranesi þriðjudaginn 15. nóvember frá kl. 10:00 - 17:00. Blóð- bankinn hvetur alla sem mega gefa blóð til að mæta. -mm Tæplega tvær milljónir lítra LANDIÐ: Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. nóvember síðast- liðinn. Matvælaráðuneytinu bárust 64 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 19. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 351 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun til- boða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði. Boðið var til sölu greiðslu- mark tæplega 1,9 milljón lítra, en óskað var eftir að kaupa rúmar þrjár milljónir lítra. Söluverð í þessum við- skiptum var því 666 milljónir króna. Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum, eða 94.861 lítrar, fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru sjö. „Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðu- neytið mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð,“ segir í tilkynningu. -mm Ók á stórgrýti SNÆFELLSN: Seinni part síðasta fimmtudags varð öku- maður fyrir því óláni að aka á stórt grjót á Snæfellsnes- vegi skammt frá Heydalsvegi. Bifreiðin var óökuhæf eftir áreksturinn. Engin slys urðu á fólki og kom ökumaður á lög- reglustöð til að gefa skýrslu. Ekki er vitað hvaðan steinn- inn kom en tengist líkleg- ast vegaframkvæmdum sem voru í gangi á svæðinu. Sama dag var ökumaður stöðvaður á Snæfellsnesvegi fyrir að vera ekki með bílbelti og á von á 20 þúsund krónum í sekt. -vaks Datt á rafhlaupahjóli AKRANES: Rétt fyrir kvöld- mat á mánudaginn var 13 ára drengur á ferð á rafhlaupahjóli úti á götu og fór ofan í holu með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Drengurinn var mikið verkjaður eftir fallið og var fluttur til aðhlynningar á HVE til nánari skoðunar. Í umferðarlögum kemur fram að rafhlaupahjólum megi ekki aka á akbraut en lúti að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól til dæmis hvað varðar öryggis- búnað. -vaks Til minnis Dagurinn í gær, 8. nóvember, hefur frá árinu 2017 verið helg­ aður baráttunni gegn einelti í skólum landsins. Einelti má aldrei líðast í neinni mynd. Úti­ lokun, niðurlæging og að fá ekki að tilheyra hópnum er einelti og okkur öllum ber skylda til að vinna gegn því, aðstoða þá sem í því lenda og veita þeim stuðn­ ing. Höfum jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika að leiðarljósi. Veðurhorfur Á fimmtudag má búast við norð­ austan hvassviðri á Vestfjörðum, en hægari vindur annars staðar. Víða rigning og sums staðar slydda um landið norðanvert, en úrkomuminna suðvestan til. Á föstudag er útlit fyrir norð­ austan 8­15 m/s á Vestfjörðum með slyddu eða snjókomu og hiti um frostmark, en suðlæg eða breytileg átt annars staðar og rigning eða slydda með köflum. Hiti 2 til 7 stig. Á laugardag má gera ráð fyrir austlægri átt 5­10, skýjað með köflum og lítilsháttar væta en rigning eða slydda á Vestfjörðum framan af degi. Hiti 2 til 6 stig yfir daginn. Á sunnu­ dag verður stíf suðaustlæg átt og víða rigning, einkum á suðaust­ anverðu landinu. Hlýnar heldur. Vestlendingur vikunnar Heiðrún Lára Tómasdóttir köku­ skreytir hefur aukið kökuflór­ una á Akranesi til muna eftir að hún fór að bjóða upp á fall­ egar og fjölbreyttar kökur eftir sig í Kallabakaríi. Hún er Vest­ lendingur vikunnar að þessu sinni. Nova hefur nú sett upp 5G sendi í Borgarnesi og býður íbúum upp á áður óþekktan nethraða á svæð- inu. „Þar með bætist Borgarnes í hóp þeirra 45 bæjarfélaga sem hafa aðgang að 5G, en Nova hefur undanfarin ár komið upp yfir 90 sendum í öllum landshlutum. Óhætt er að fullyrða að Nova hafi verið leiðandi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Áætlanir gera ráð fyrir að árið 2024 verði sendar Nova orðnir 200 og fjöldi bæjarfélaga með aðgengi að hraðasta neti í heimi orðin yfir 60. Innleiðing 5G í Borgarnesi hefur í för með sér umtalsvert meiri afköst og hraðara streymi fyrir einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu, en 5G skilar að jafnaði 150-200 Mb/s hraða á sekúndu og fer reglu- lega upp fyrir 1.000 Mb/s. „Þetta þýðir að þeir íbúar Borgarness sem eru með tæki sem styðja 5G, eru með eina hröðustu nettengingu sem möguleiki er á í dag, hvort sem er hér heima eða annarsstaðar í heiminum. Með þessu tryggjum við Borgnesingum þ.a.l. mjög hratt streymi, styttri svartíma og niður- hal á ofsahraða en 5G hraði jafn- ast á við öflugustu ljósleiðara- tengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisek- úndur. Við erum mjög ánægð með að geta boðið okkar viðskipta- vinum á svæðinu upp á sama hraða og tíðkast í æ fleiri bæjarfélögum, þar sem viðbrögðin við 5G inn- leiðingunni hafa verið hreint frá- bær,“ segir Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta Nova. mm Á fundi í bæjarstjórn Stykkishólms- bæjar og Helgafellssveitar 27. október sl. var samþykkt ályktun vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þar var lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar við fyrirspurn frá 2. fundi bæjarráðs varðandi fram- gang og stöðu mála vegna Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs. Bæjar- stjórn fagnaði því að Vegagerðin hefur formlega auglýst eftir nýrri ferju sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan að unnið er að hönnun og smíði nýrrar ferju. „Vegna áskilnaðar í útboði Vega- gerðarinnar um leigu á skipi með kauprétti áréttar bæjarstjórn mikil- vægi þess að ríkið kaupi ferju á meðan unnið er að smíði nýrrar ferju þannig að tryggja megi fyrir- sjáanleika í ferjusiglingum. Þá fagnar bæjarstjórn að ákalli bæjar- stjórnar um bættan viðbúnað til tryggja betur öryggi sjófarenda hafi verið mætt með því að stað- setja dráttarbátinn Gretti sterka í Stykkis hólmi.“ Þá lagði bæjarstjórn í ályktun sinni þunga áherslu á að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri ferju í fjárlögum fyrir árið 2023 og að fjármálaáætlanir ríkisstjórnar- innar og fimm ára samgöngu- áætlun endurspegli þá framtíðar- lausn í ferjusiglingum um Breiða- fjörð að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með til- liti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herj- ólf. „Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vega- gerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem nauðsyn- leg er til þess að stofnunin geti fest kaup á nýrri ferju á næsta ári og hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsyn- legum breytingum á hafnarmann- virkjum. Bæjarstjórn skorar á inn- viðaráðherra og Alþingi að tryggja viðeigandi fjárheimildir í fjárlögum 2023 til leigu og kaups á nýju skipi og að innviðaráðherra og Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferju- siglingum með smíði nýrrar ferju endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára sam- gönguáætlun.“ mm Borgarnes komið í hóp bæja með 5G háhraðanet Bæjarstjórn vill tryggja fyrirsjáanleika í ferjusiglingum Komið með vélarvana Baldur til hafnar í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins 113,5 millj- ónir króna til kaupa á tækjabúnaði sem styrkir bráðaþjónustu um allt land. Ákvörðunin er byggð á til- lögu viðbragðsteymis um bráða- þjónustu. Markmiðið er að auka getu heilbrigðisstofnana til að veita bráðaþjónustu og stuðla að jafnara aðgengi að þjónustunni á landsvísu. Viðbragðsteymi um bráðaþjón- ustu í landinu hefur undanfarið skoðað leiðir til að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land, meðal annars með áherslu á að tryggja jafnara aðgengi landsmanna. Liður í því var að skilgreina hvaða bún- aður þarf að vera fyrir hendi á þeim starfsstöðvum heilbrigðisstofnana sem gegna hlutverki bráðamóttöku en ein slík er í hverju heilbrigðis- umdæmi. Viðbragðsteymið kann- aði hvaða stöðvar uppfylltu skil- greiningu á nauðsynlegum tækja- búnaði og ástand búnaðarins. Jafn- framt var gerð kostnaðaráætlun vegna kaupa á tækjum sem vantaði eða þyrfti að endurnýja og hljóðaði hún upp á 113,5 milljónir króna. Nokkuð misjafnt er eftir heil- brigðisumdæmum hversu vel þær eru tækjum búnar. Með fjár- veitingunni er stefnt að því að jafna stöðu þeirra og þar með aðgengi íbúa að bráðaþjónustu hvar sem þeir búa. Þetta tryggir jafnframt skjótari viðbrögð við bráðum veik- indum eða slysum þegar þeirra er þörf og dregur úr þörf fyrir sjúkra- flutninga milli heilbrigðisumdæma. „Vinnu á vegum við- bragðteymis um bráðaþjónustu verður haldið áfram og tækjabún- aður á heilsugæslustöðvum og í heilsugæsluseljum skilgreindur og kannaður. Mikilvægt er að tryggja nauðsynlegan búnað sem víðast á landinu og þar með jafna aðstæður til þess að veita bráðaþjónustu eins og hægt er,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. mm Bráðaþjónusta efld um allt land með bættum tækjabúnaði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.